Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 29

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 29
I hundruð og sextíu tonn, hafði lagt úr höfn í Hull hinn 7. desember. Framundan var 25 daga ferð til Hvítahafsins, og þar skyldi fiska undan Kanin-höfða á Rússlands- ! strönd. Um borð var meðferðis all- ur jólamaturinn, og veizlan á jóla- t kvöld hafði þegar verið skipulögð. Þeir gerðu ráð fyrir að ferðin til T, Kanin-höfða myndi taka um það W bil sex daga. Áhöfnin vonaðist til að geta fyllt lestar skipsins af þorski og ýsu á tólf dögum, og náð síðan heim í tíma til þess að geta tekið ¥ þátt í hátíðahöldunum á gamlárs- ^ kvöld með fjölskyldum sínum. Það virtist allt vera í bezta lagi j j þegar skipið lét úr höfn. Smith, fyrsti vélstjóri, og Thomas Northey, annar vélstjóri, voru harðánægðir með malið í vélunum. Stöðugur og þungur vélaniðurinn var traustvekj- andi, og skipshöfnin gekk að starfi sínu í þeirri von að þetta yrði „góð- ur túr" hvað aflabrögðin snerti. Veðurhæðin var allmikil, og bylgjurnar veittu byrðingi skipsins hvern löðrunginn á fætur öðrum. Skipsstjórinn skimaði út að sjón- deildarhringnum í allar áttir. Þeir voru einir — á miðjum Norðursjón- um. Það var klukkan rúmlega tólf á miðnætti hinn 8. desember, sem skipsstjórinn skildi Ron Dodsley eft- ir í brúnni. — Þú lætur mig vita ef veðrið versnar, sagði hann. George Rayworth kyndari var vafinn inn í teppi í koju sinni, err félagi hans Jesse Minns var á vakf i kyndiklefanum. Þar er bezti stað- urinn að vera þegar siglt er til Rúss- landsstrandar um miðjan vetur. Það er vel heitt þarna niðri, er> það> þarf l(ka knálegan mann tií aði standa af sér veltinginn. En Minns þekkti starf sitt vel. Hann þekkti líka hætturnar, sem samfare eru togarafiskiríi á úthaf- unum. Hann hafði verið kyndari hjá sama fyrirtækinu síðan hanrt, kom úr skóla fjórtán ára gamalL Þetta var önnur ferðin hans frá þvi að hann varð að vera marga mán- skipsstjórinn loftskeytamanninum, / John Brickwood. Og neyðarkallið ' flaug út á öldur Ijósvakans frá ' tækjunum í loftskeytaklefanum. ! Togarinn Arctic Adventurer var einsamall á ferð og í nauðum staddur á Norðursjónum. Eitt hundr- að og fimmtíu mílur frá landi. Eng- in Ijós eða vélarafl frá hinum \ sködduðu vélum. Rafmagn til að senda út neyðarkallið kom úr raf- hlöðum, sem hafðar eru til vara, ef slíkt sem þetta skyldi bera að höndum. Meðan loftskeytamaðurinn sendi í sífellu út S O S og hlustaði spennt- ur eftir svari, hugsaði hann: Skyldu rafhlöðurnar vera nógu öflugar til * Peter Craven (ofan t.v.), skipstjóri á St. Mathew (aS neðan), fann togarann Arctic Adventurer (að ofan t.h.) í stórsjó og illviðri. uði ( landi vegna veikinda. Þessa mánuði hafði hann líka þurft að líta eftir bæklaðri konu sinni. Síðar kom það í Ijós, að einhvern tíma kvöldsins, eftir að ellefu-vakt- in kom til starfa, hafði fyrsti vél- stjóri verið að lagfæra eitthvað í vélarúminu. Hann hafði vakið Ray- worth og beðið um vasaljós. Ray- worth kyndari hafði spurt, hvort hans hjálpar væri þörf, en fengið afsvar. Hann hafði við svo búið lagzt til svefns á ný. Það voru fyrsti og annar vél- stjóri, og Minns kyndari, sem urðu fyrir sprengingunni. Stjórnborðsket- illinn hafði yfirhitnað og sprungið. Myndaðist um það bil meters löng rifa og sex tommu breið. Hið gífur- lega afl, sem leystist úr læðingi, þeytti málmhlutum með ofsakrafti í allar áttir. Það var Minns, sem varð fyrir aðal sprengingunni. Sjóðandi vatn streymdi úr katl- inum og fyllti bæði kyndiklefann og nærliggjandi vélarrúmið. Stýrimaðurinn í brúnni gerði þeg- ar í stað ráðstafanir til að ganga úr skugga um afdrif áhafnarinn- ar. En á þessu stigi málsins hafði skipsstjórinn mestar áhyggjurnar af þv(, hvernig skipið væri útleikið. Hafði sprengingin sett gat á skips- hliðina? Mundi skipið haldast á floti? Tækist að fá hjálp í tíma? Hve margir áhafnarinnar skyldu vera særðir, og hve mikið? Þessar spurningar skinu út úr hverju and- liti. En eins og sakir stóðu fengust engin svör, svo allar varúðarráð- stafanir voru gerðar. — Sendu út neyðarkall, skipaði að ná í hjálp? Eða myndu þeir allir verða þungum öldum Norðursjávar- ins að bráð, áður en svo mikið sem heyrðist til þeirra? Ástandið var ógnvekjandi. Nýtt hljóð í móttökutækinu rauf hugsanagang hans. S(ðan svar. Neyðarkallið hafði heyrzt í hundrað og fimmtíu mílna fjarlægð, ( loft- skeytastöð á Northumberlandi, ná- lægt Whitley-flóa. — Hvers eðlis er ástand ykkar? kom svarið. Brickwood svaraði þeg- ar í stað: — Við höfum orðið fyrir alvarlegri sprengingu. Ketill hefur sprungið, og við erum á reki, vélar- og stýrislausir. Norski póstbáturinn Venus, átta- tíu mílur frá Aberdeen á leið sinni til Stavanger, hafði einnig heyrt neyðarkallið. Skipsstjórinn sneti skipi sínu þegar í átt til hins nauð- stadda togara. Um borð í Venusi var læknir. Miklu nær var hins vegar togar- inn Netherley frá Aberdeen, sem lá í vari undan S. Abbs í Skotlandi. Þar um borð var neyðarkallið einn- ig móttekið, og svarskeyti sent til Arctic Adventurer: — Við getum náð ( lækni frá Dunbar innan klukku- stundar og komizt til ykkar klukk- an tíu í fyrramálið. Um borð í Arctic Adventurer var skaðinn kannaður nánar. Mikil þörf var á læknishjálp. Skipsstjórinn bað þv( loftskeytamanninn sinn að senda svarskeyti til Netherley, o§ taka tilboðinu. Þegar tölu var kastað á áhöfn- ina, kom í Ijós, að Minns vantaði. Framhald á bls. 37. VIKAN 52. tbl. 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.