Vikan


Vikan - 13.01.1966, Síða 4

Vikan - 13.01.1966, Síða 4
Profumo:!heíur byrjað nýtt líf Fyrir rúmum tveim árum missti hann ráð- herraembætti vegna þess að hann varð upp- vís að því að hafa haldið við kunna gleði- konu, Christine Keeler. Nú starfar hann að mannúðarmálum. að eru nú liðin tvö ár, frá því að Profumo-málið svokall- aða var efst á baugi og Profumo hermálaráðherra í stjórn Macmillans hvarf af sjónarsviðinu. En Profumo hefur ekki setið auðum höndum. Hann hefur nú breytt um lífemi og reynir eftir beztu getu að láta gott af sér leiða. f fyrravor kom sjálfboðaliði og gaf sig fram við góðgerðar- stofnunina Toynbee Halt. Starfsfólk stofnunarinnar varð undr- andi þegar það sá þennan mann, sem var í fylgd með forstjór- anum, hr. Birmingham. Maðurinn var sláandi líkur John Pro- fumo, fyrrverandi hermálaráðherra, sem fyrir skömmu hafði ver- ið sviftur æru og völdum, vegna ótrúlegrar hegðunar ' sinnar. Þegar Birmingham forstjóri var spurður hver maðurinn væri svaraði hann einfaldlega: „Hann heitir John Profumo“. Á þeim tíma var aðeins liðið ár frá því að Profumohneykslið var á for- síðum heimsblaðanna, svo það var ekkert ótrúlegt að andlit hans kæmi mönnum kunnuglega fyrir sjónir. Birmingham forstjóra var það Ijóst að tilraun hans til að rétta Profumo hjálparhönd kynni að mæta móspyrnu og gagnrýni, en hann gerði það eigi að síður. í júní árið áður hafði Profumo, þá hermálaráðherra í stjórn Macmillans, risið upp í brezka þinginu og játað það sem hann áður hafði þrætt fyrir, þegar hann hélt því fram að ekkert ó- sæmilegt hefði farið fram milli sín og hinnar nafntoguðu gleði- konu Christine Keeler, síðan hafði hann beðizt lausnar. Þar með braut hann allar brýr að baki sér. Flestum fannst hann aðeins hafa um tvennt að velja, annað hvort að tortíma sjálfum sér eða að draga sig algerlega í hlé. Afstaða Profumos sjálfs var miklu einfaldari, hann vildi fá að hverfa í fjöldann en samt vildi hann fá að nota starfskrafta sína, án þess að vekja athygli. En hvaða starf átti það að vera? Profumo hafði enga reynslu í viðskiptamálum og af skiljan- legum ástæðum gat hann ekki tekið að sér opinbera stöðu. Hann vildi því helga starfskrafta sína mannúðarmálum í einhverri mynd og hefur það líklega ekki sízt verið að áeggjan eiginkonu hans, hinnar duglegu rauðhærðu Valerie. Profumo byrjaði með því að ganga í félagsskap til hjálpar fólkinu sem verst varð úti eftir að sprengjur Bandaríkjamanna féllu á Nagasaki. En þetta eitt fullnægði ekki starfsþreki hans. Um þessar mundir frétti hann að Birmingham, hinn duglegi forstjóri Toynby Hall væri með áform um aukið starfsvið á prjónunum. Þótt Profumo hefði ekki reynzlu á þessu sviði, hafði hann þó stjórnunarhæfileika, og þetta kveykti hjá honum vonar- neista um að stofnunin vildi taka hann í sína þjónustu, þrátt fyrir allt. Profumo átti marga vini, sem skipuðu ýmsar ábyrgðarstöður og voru fúsir að greiða götu hans. Einn þeirra hringdi fyrir hann til Toynbee Hall og spurði Birmingham forstjóra hvort hann mundi neita nokkrum manni um að leggja stofnuninni lið. For- stjórinn svaraði því til að það myndi hann ekki gera, hverjum og einum væri heimilt að leggja fram starfskrafta sína. Daginn eftir hringdi síminn aftur á skrifstofu Birminghams. Maðurinn kynnti sig, sagðist vera John Profumo og spurði hvort hann gæti fengið vinnu. Forstjórinn svaraði að verkefni væru næg, hann gæti byrjað daginn eftir. Upp frá þessum degi hefir John Profumo mætt til vinnu sinnar á hverjum morgni klukk- an tíu, að undanskildu jóla- og páskaleyfi. Fyrst í stað lét Profumo sem minnst á sér bera. Hann var taugaóstyrkur og kunni bezt við sig meðal hinna vesælu vist- manna stofnunarinnar. En smám saman hefur Profumo náð sér og samvinna þeirra Birminghams hefur verið með ágætum, þótt þeir séu ákaflega ólíkir menn. Þeir skipta þannig með sér verk- um að Birmingham leggur á ráðin og sér um framkvæmdir, en Profumo sér um bókhaldshliðina. Víst er um það að þessi sam- vinna og sú hjálp sem Birmingham hefir veitt Profumo hefur verið ómetanleg. Eins og gefur að skilja varð uppi fótur og fit meðal blaða- manna, þegar þeir fréttu að Profumo hefði fengið þennan starfa. Þeir reyndu með öllu móti að ná færi á honum, en starfsfólk stofnunarinnar gætti þess vandlega að það tækist ekki. Meðal þeirra æstustu var kvenfréttaritari frá frönsku tímariti. Til þess að komast inn í stofnunina þóttist hún vera félagsráðgjafi. En gjaldkerinn lé ekki gabba sig; hann setti konugarminn í að flétta körfur með gamla fólkinu og þar mátti hún dúsa klukkustund- um saman og prísaði sig sæla, er hún slapp út. Þótt slík umskipti hafi orðið í lífi Profumos, fær hann allt að því jafnmörg bréf og þegar hann var hermálaráðherra. Fólk leitar til hans með allskonar vandamál; það leitar hjá honum ráða um barnauppeldi, hjónabandsörðugleika og því um líkt. Hann lætur aldrei undir höfuð leggjast að svara þessum ara- grúa af bréfum. í Toynbee Hall er allt Iaust við tildur og sýndarmennsku, t.d. hefur Profumo enga einkaskrifstofu, heldur sinnir hann störf- um sínum hvar sem hann er í stofnuninni, í borðsalnum, bóka- safninu eða við skrifborð einhvers annars. Honum finnst ekkert athugavert við að bera óhrein matarílát niður í eldhús og gera ýmislegt annað, sem mörgum fyrrverandi ráðherra fyndist alls ekki virðingu sinni samboðið. En Profumo er ljómandi af ánægju yfir þessari nýju tilveru sinni. Enn er samt ótalið það sem Profumo hefur gert fyrir stofn- unina. Hann hefur útvegað lóð undir viðbótarhúsnæði og aflað henni fé, víðsvegar að úr heiminum. Einnig hefur hann gert allt sem hann hefur getað til að efla veg og vanda stofnunarinnar, útvegað nýtízku þægindi og látið prýða húsakynnin á ýmsa Framhald á bls. 28. ^ VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.