Vikan


Vikan - 13.01.1966, Síða 6

Vikan - 13.01.1966, Síða 6
Nútíma kona notar Yardley fegrunarvörur Yardley fegrunarvörur eru fram- leiddar fyrir yður samkvæmt nýiustu tækni og vísindum, eftir margra óra rannsóknir og til- raunir í rannsóknarstofum Yardl- ey ( London og New York. Yardley veit að þess er vænst af yður, sem nútíma konu, að þér lítið sem bezt út, án tillits til hvar þér eruð eða hvernig yður liður. Þess vegna býður Yardley yður aðeins hin réttu andlitsvötn og krem, hvernig svo sem húð yðar er og Yardley tízkulitirnir ( vatalitum, augnskuggum og make up, sem fara yður bezt. BIÐJIÐ UM YARDLEY í NÝJUSTU PAKKNINGUNUM. Innflytjandi GLÓBUS h.f. GERMANSKIR PENNAVINIR. Kæri Póstur! Gætir þú sagt mér hvernig ég get eignazt þýzkan pennavin, helzt strák, en það má vera stelpa. Ég hef nefnilega áhuga á að læra þýzku og mér er sagt að það gefi góðan árangur að skrifast á við einhvern. Kannski þú getir vísað mér á eitthvað blað, sem hefur með svona pennavinaskriftir að gera, ef þú vildir gjöra svo vel. Þakkir skaltu hafa. Gleðileg jól! Kópavogsbúi. Við vitum ekki um neitt penna- vinablað þýzkt, erum satt að segja lítið inni í þýzkum ungl- ingablöðum. En þú gætir reynt að skrifa til DER STERN, 2 Hamburg 1, Pressehaus, Deutsch- land, og biðja þá að koma bréfi þínu til einhvers pennavinablaðs, ef þeir geta ekkert fyrir þig gert sjálfir. DÓTTIR HÉRAÐSLÆKNISINS OG HJÚKRUNARMAÐURINN. Kæra Vika! Við skrifum þér vegna veð- máls sem okkur langar til að fá skorið úr um. Kom út bók, fyrir nokkrum ár- um, sem hét „Dóttir héraðslækn- isins og hjúkrunarmaðurinn" eða var þetta bara grín. Með fyrirfram þökk. Þrjár. Allt tómt grín og vitleysa! Svona „frumlegur" hefur enginn verið ennþá. STÓRGETRAUN VIKUNNAR. Kæra Vika! Þakka þér kærlega fyrir leik- fangagetraunina. Það var bæði gaman að taka þátt í henni og svo var líka falleg brúðan sem ég fékk. Ef þú kemur með svona getraun aftur ætla ég að taka þátt í henni þá líka ... ... Vikan á skilið heiður fyrir jafn viðamikla verðlaunagetraun og þessa. Bömin hafa áhuga fyr- ir þessu, og vinningslíkurnar eru gífurlegar... ... Mér fannst bara hálsfestin, sem hún dóttir mín fékk, varla nógu merkilegur gripur, en dóttir vinkonu minnar fékk ansi fallegt baðsett. Það er skemmtilegt leik- fang... ... Raunar ætti ég að þegja yfir því, að ég, kominn undir fertugt, skyldi freistast til að taka þátt í getrauninni, en ég á engan strák, bara fimm stelpur, og langaði töluvert til að fá svona rafknúna bílabraut. Ég veit ekki hvað konan og dæturnar hefðu sagt, ef ég hefði arkað út í búð og keypt mér hana, svo ég ákvað að treysta gæfunni. En hún brást mér hrapalega; þess í stað fékk ég uppeldisleikfang ætlaðtveggja eða þriggja ára börnum. Það var, eins og þið vitið, skífa með ýms- um myndum og tveir vírendar, og þegar ég gat fundið út, hvaða tvær myndir áttu saman og snert þær með vírendunum, kom ljós í enda kassans. Og trú mér til, ég hef haft mikið gaman af þessu leikfangi, og jólagestir mínir hafa allir spreytt sig á því af mikilli ánægju, svo aldrei þessu vant hef ég fengið að ráða krossgát- urnar mínar sjálfur um jólin — þær voru alveg látnar í friði. Hjartans þakkir — ég verð með næst... ... Ég vissi alltaf að ég myndi vinna. Hann pabbi var búinn að segja mér að það gæti vel verið, og það var líka satt... FREKNUR Á SUNDI. Kæri Póstur! Ég hef séð að margir leita til þín með vandamál sín og ég ætla að leita til þín nú og vonast eftir góðu svari. Ég fer oft í sundlaugina en mér þykir mjög leiðinlegt af því að ég er með mikið af freknum á and- liti og höndum. Veist þú um einhvem áburð eða eitthvað sem læknar svona. Bless. Freknur eru ótvírætt hreysti- merki og ekkert við þeim að gera. Farðu bara í sundlaugina með freknurnar þínar, og láttu þér ekki detta í hug að „Iækna“ þær. LOÐHAUSAR OG KNATTSPYRNA. Háttvirta blað! f 52. tbl. 1965, segið þið frá þekktum Bítil-hljómsveitarmanni sem einnig er kunnur á knatt- spyrnuvellinum. Þar segir að blað eitt hér í bæ hafi skrifað g VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.