Vikan - 13.01.1966, Síða 10
Víðtal við
Friede R.
Briem
Eftir
Sigríði Thorlacius.
Myndir: Kristjón Magnússon.
aldarinnar, en þó var kallað á vinnuafl þeirra
af brýnni nauðsyn. Eftir að styrjöldinni lauk,
voru ekki allar jafn fúsar að hverfa ó ný inn
ó heimilin, þær höfðu sannreynt starfshæfni
sína og félagsþroska og vildu halda ófram að
nota krafta sína til gagns og góðs fyrir fleiri
en nónustu vandamenn. Þá urðu Zontaklúbb-
arnir til, en þeir voru og eru samtök kvenna
úr ýmsum starfsgreinum og er markmiðið kynn-
ing milli stétta, og að vinna að mannúðar- og
menningarmálum.
— Eru fastar reglur um það úr hvaða starfs-
greinum félagskonur skuli vera?
— Nei, ekki beinllnis, en ætlazt er til þess,
að aðeins ein kona sé úr hverri starfsgrein (
klúbbnum í senn, nema þá að þær starfi á
ólíkum sviðum innan sinnar starfsgreinar. í okk-
ar hópi eru t.d. tvær læknismenntaðar konur,
sem starfa hvor á sínu sérsviði.
— Hver var upphafsmaður þess að stofnað-
ur var Zontaklúbbur á íslandi?
— Það var frú Helga Sigurðsson Potter. Hing-
að kom kona á vegum alþjóða Zontaklúbb-
anna til þess að stofna hér klúbb og varð frú
Helga fyrsti formaðurinn 1941, en alls voru
stofnfélagar 16 konur.
— Hefur aðstoð við mál- og heyrnarlaust fólk
verið á stefnuskrá klúbbsins frá upphafi?
— Nei, aðeins frá því að styrktarsjóðurinn
fyrir bágstadda málleysingja var stofnaður ár-
ið 1944.
— Einn af klúbbfélögunum frá upphafi var
frú Margrét Bjarnadóttir Rasmus, skólastjóri Mál-
leysingjaskólans. Þegar hún lét af störfum sak-
ir aldurs árið 1944, var stofnaður sjóður henni
til heiðurs, sem bar hennar nafn. Samband-
inu við nemendur sína hélt frú Margrét, þó
hún væri hætt skólastjórn, og þekkti manna
bezt örðugleika þeirra, ekki sízt þegar út í
atvinnulífið kom. Lagði hún til að sjóðnum yrði
varið til að styrkja bágstadda málleysingja að
aflokinni skólavist.
— Voru árlega veittir styrkir úr sjóðnum?
— Já, svo mátti heita. En auk styrkveiting-
anna höfum við árlega skemmtisamkomu fyrir
mál- og heyrnarlaust fólk á öllum aldri, og
framan af voru þetta ákaflega hljóðlát sam-
kvæmi, því allir gestirnir töluðu saman fingra-
mál. Þetta eru mjög vinsælar skemmtanir. Auk
veitinganna eru einhver skemmtiatriði, og mik-
ið fjör er í dansinum, því þó heyrnin sé lítil,
nemur fólk sveiflurnar frá tónlistinni og það
dansar sannarlega eftir hljóðfalllnu.
— Hversu margt mállaust fólk sækir skemmt-
anirnar?
— Oftast í kringum 50 — 60 manns, þar með
Skammdegið nær engum tökum inni í þess-
ari stofu. Þar endurvarpast Ijósin frá björtum
veggjum, gulum gluggatjöldum og margbreyti-
legum málverkum. Olýsanlegum hefðarbrag lið-
inna alda stafar frá fagurgerðum, gömlum hús-
gögnum, sem þó eru í fyllsta samræmi við
nýtízkulega, þægilega stólana.
Húsfreyjan Friede Pálsdóttir Briem, sameinar
siðfágun og atorku. Aldrei bregzt alúð hennar
fremur en óbrigðul orðheldni um allt, er lýtur
að atvinnurekstri hennar, en hún hefur um
þrjátíu ára skeið haft vélritunar- og fjölritunar-
stofu í Reykjavík.
Þó er heimsóknin til hennar ekki gerð að
þessu sinni til að fá snyrtilega ritað skjal, held-
ur til að fregna um starfsemi kvenfélags, sem
heitir Zontaklúbbur Reykjavíkur og starfað hef-
ur nær aldarfjórðung hér á landi.
Hver voru tildrög þess, að hinir alþjóðlegu
Zontaklúbbar voru stofnaðir?
Segja má að það hafi verið fyrir áhrif þess,
er konur gengu í fyrsta sinn í stórum stíl út í
hið almenna atvinnulíf á árum fyrri heimsstyrj-
JQ VIKAN 2. tbl.
í0M
i '
. . . 'V
11111111