Vikan


Vikan - 13.01.1966, Síða 12

Vikan - 13.01.1966, Síða 12
Þau beygðu inn á götuslóðann þar sem þau höfðu gengið svo oft fyrir sex árum og rifust, þrákelknisleg og gröm. — Hvað meinarðu eiginlega þegar þú seg- ir að við ættum að geta verið hamingjusöm? Við höfum verið svo hamingjusöm sem hægt er að vera. Það er ósköp einfalt. — Þú skilur nú aldrei neitt. Þú ert svo há- gáfaður, þegar þú talar um starf þitt, en hvað ástinni viðkemur ert þú hreinn asni! — Þú getur sjálf verið asni. — Eg átti við að við hefðum getað verið hamingjusöm, ef við aðeins hefðum gert okkur það Ijóst að þetta voru beztu árin okkar og að við hefðum átt að nota þau vel. Þess í stað höfum við eyðilagt þau. — Þetta er sama gamla vfsan. Hvað höfum við eiginlega eyðilagt? — Ást okkar. Ekki eingöngu hana, heldur allt. — Hvernig? — Þú veizt það. Með rifrildi, skapvonzku, reiðiorðum, kulda og slagsmálum. — Nei, ekki slagsmál. Ég hefi aldrei sleg- ið þig. — Jú, það hefurðu gert. Daginn sem ég lok- aði mig inni í herberginu mínu og vildi ekki opna. Þú slóst mér utan í vegginn svo að það var lán að ég höfuðkúpubrotnaði ekki. — Ég barði þig ekki. Ég sparkaði hurðinni upp og fylgdi auðvitað vel á eftir. Þú stóðst fyrir innan dyrnar og þú veizt vel að ég stjak- aði óviljandi við þér svo að þú slengdist utan í vegginn. — Það gerir svo sem ekkert til. Hvaða þýð- ingu hafa allir þessir smámunir? Það eina sem ég veit er að við hefðum getað verið óendan- lega hamingjusöm, en það höfum við ekki ver- ið. Og að þau ár, sem hefðu getað verið ham- ingjusömustu ár ævi okkar, hafa verið eyðilögð, sorglega eyðilögð . . . — Svo hamingjusöm, dásamlega hamingju- söm, eyðilögð, — sorglega eyðilögð. Hvers- vegna ertu alltaf með þessar leiðinlegu upp- talningar? — Farðu til fjandans! Þau voru komin hálfa leiðina milli stein- veggjanna, sem voru snyrtilega hlaðnir úr falleg- um, gráum steinum. Yfir veggjunum gnæfðu fíkjukaktusarnir, teygðu þétta og göddótta anga sína í allar áttir. Svo tók brekkan við, þurr, eyðileg og hrjóstrug, með snjóþöktum olivu- trjám á stangli, en milli þeirra kom maður auga á hafið í fjarska, blátt, skínandi, næsta einfalt og óumbreytanlegt. Konan leit til hafsins og hrópaði í syngjandi nöldurtón: — O, hve við hefðum getað verið hamingju- söm. Við vorum bæði tuttugu og tveggja ára, við vorum nýgift og höfðum allt til alls. Stund- um vakna ég á miðjum nóttum, þegar þú sef- ur, eða réttara sagt hrýtur, og þegar ég hugsa um þetta allt saman, fer ég að gráta. Ég græt þegar ég hugsa um þá hamingju sem við hefð- um getað öðlazt, en höfum glutrað niður. Orð hennar voru svo bitur að Silvio smit- aðist og var sjálfur gripinn einhverri saknaðar- kennd. Ef hún hefði nú á réttu að standa? En hann náði sér fljótlega og spurði reiðilega: — Hvernig hafðir þú hugsað þér þessa ham- ingju okkar? Hún svaraði hægt og dreymandi: VIKAN 2. tbl. — Við hefðum átt að elska hvort annað hvert einasta andartak, við hefðum átt að tilbiðja hvort annað, ekki vera tvær, heldur ein sál. — Þessi hamingja sem þú ert að rausa um er ósköp venjuleg og hversdagsleg. Veiztu hvað hún minnir mig á? — Nei, hvað? — Á póstkort sem fást í tóbaksbúðum. Þú veizt, þessi glansandi litafjörugu kort, þar sem ungi maðurinn, gljáfægður eins og snigill þrýst- ir ungu stúlkunni með máluðu augun upp að brjósti sér. Og í horninu er venjulega falleg fjóla eða rós. — Þú ert asni! — Þú getur sjálf verið asni, að minnsta kosti ertu asnaleg þegar maður heyrir þessar hug- myndir þínar um ástina. Viltu nú ekki hlusta á hvað ég álít hamingju? — Ég hlusta ekki á þig. — Jú, þú skalt hlusta á mig. — Nei, ég vil ekki vita neitt um það. Konan stakk fingrunum í eyrun og horfði þrákelknislega út á sjóinn. Silvio varð ofsa- vondur, greip um úlnlið hennar oð rykti hönd- um hennar frá eyrunum, sveigði hana til hlið- ar og sagði hratt: — Hamingja er það að vera fullkomlega trúr sjálfum sér, í fullri alvöru og án allrar meðalmennsku, jafnvel þótt við eigum það á hættu að verða óhamingjusöm. Skilurðu það? Við vorum hdmingjusöm þessi tvö ár einmitt vegna þess að við elskuðum hvort annað og ástin gerir mann og konu sjálfum sér sam- kvæm, án þess að vera með þessa hversdags- legu smámunasemi sem þú ert svo hrifin af. Einmitt vegna þess að við vorum ekki alltaf á eitt sátt, við þrefuðum, slógumst og skömm- uðum hvort annað, meðal annars þess vegna vorum við hamingjusöm. Skilurðu það? — Slepptu mér! Silvio kyssti hana á annað munnvikið, hvort það var í ofsareiði eða í blíðu, gat hún ekki fundið. Svo sleppti hann henni og þau héldu áfram, eins og ekkert hefði í skorizt. Þau komu loksins auga á girðinguna og hliðið að vill- unni við enda götuslóðans. Húsið var alþakið vafningsviði, með smávöxnum blöðum og blá- um blómum. Fyrir ofan hliðið sást I gafl húss- ins, hvítan og einfaldan með beinu þakskeggi og þakrennu sem náði niður að jörðu, tveim gluggum með grænum hlerum, sem voru opn- ir. Silvio leit upp í gluggana og eftir því sem hann bezt mundi voru þetta gluggamir að her- berginu sem hann og konan hans höfðu búið í í tvö ár, og hann fékk allt ( einu sting í hjart- að. Já þarna uppi höfðu þau verið hamingju- söm og elskað hvort annað, það var ástríðu- full ást, en ekki þessi hversdagslega lognmolla, sem hana dreymdi um. — Nú sný ég við, sagði konan óþolinmóð. — Nei, ég ætla að fara inn. — Hversvegna? — Vegna þess að ég veit að í þessu húsi vorum við ástfangin og hamingjusöm og ég vil sjá staðinn þar sem ég var þeirrar sælu að- njótandi. — Það var þokkaleg ást, eða hjtt þó heldur. Silvio yppti öxlum og tók í klukkustrenginn og vingjarnlegt hljóðið í dyrabjöllunni heyrð- ist út til þeirra. Þau biðu um stund, svo heyrð- ist einhver hreyfing hinum megin við hliðið með vafningsjurtunum. Svo var hliðið opnað og ung stúlka, á að gizka 15 ára kom til dyra. Hún var lítil og lagleg, klædd í þrönga alltof flegna peysu og stutt pils. Andlit hennar var fullorð- inslegt; hún var píreygð, hafði þykkar rauðar varir og glaðlegan stríðnislegan svip. — Hvers óskið þér? Frúin er ekki heima. — Leigir hún ennþá út herbergi? - Já. — Við vildum gjarnan fá leyfi til að líta á eitt þeirra. — Það er ekkert laust ( augnablikinu. — Það gerir ekkert til, okkur langar til að líta á það og svo tökum við það, þegar það losnar. — Gjörið svo vel, komið þið inn. Þau gengu í gegnum trjágarðinn, gamlan, þéttvaxinn og illa hirtan. Þarna voru tröppurn- ar upp að húsinu, þaktar nálum frá furutrján- um, sem slúttu yfir gangstíginn. Stúlkan taut- aði eitthvað um pott sem stóð yfir eldi og tók til fótanna inn ( húsið. Silvio og konan hans gengu upp stigann, fóru inn um dyr með mislitum rúðum í hurð- inni og komu inn í stórt herbergi með tveim gluggum. Þetta var herbergið þeirra, engu hafði ver- ið breytt; þarna var breiða rúmið, með rós- rauðu rúmteppi úr hör, sveitaleg húsgögn í enskum st(l, rauðar gólfmottur og hvítir nakt- ir veggir. Herbergið bar þess greinileg merki að þarna bjuggu hjón. Karlmanns og kven- fatnaður var á víð og dreif um herbergið, hékk bæði á stólbökum og herðatrjám, mörg- um krukkum með kremi og öðrum snyrtivörum var snoturlega raðað á marmaraplötuna á kom- móðunni. Undir koddunum í rúminu sáust blá náttföt og Ijós, þunnur náttkjóll. Móti vilja sín- um varð Silvio hrærður og tautaði lágt, eins og með sjálfum sér: — Ennþá er ég hárviss um að hér f þessu herbergi vorum við alsæl. — Hættu þessu, heyrirðu það! sagði konan, frávita af reiði. — Sjáðu hvað ég gef fyrir þessa svokölluðu hamingju þína. Hún beygði sig nið- ur og spýtti á gólfið. Silvio vissi að hún gerði þetta til þess að ögra honum. Þetta var svo óllkt öllu sem hana dreymdi um. Hann sór ævinlega og sárt við lagði að láta hana ekki lokka sig ( gildruna, vera rólegur, en svo hljóp skapið alltaf f gön- ur með hann. Það gerði það í þetta skipti líka. Áður en hann gerði sér Ijóst hvað hann var að gera hafði hann gripið höndum um ávala handleggi hennar, svo fast að þrýstin brjóstin komu í Ijós úr hálsmáli blússunnar. Svo más- aði hann beint framan í fallega, reiða og hræðslulega andlitið: — Það ert þú sem ekki kannt að elska, þú sem spýtir á gólfið ( stað þess að verða svo- Ktið hrædd, hérna f herberginu sem við bjugg- um saman í í tvö ár. Hann gretti sig á skringilegan og ástleit- inn hátt, samt sýndi hann einhverja vanmáttka reiði. Fyrst langaði hann til að kyssa hana, en svo stjakaði hann við henni og hrinti henni

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.