Vikan


Vikan - 13.01.1966, Síða 13

Vikan - 13.01.1966, Síða 13
upp [ rúmið, þar féll hún á grúfu og hann sló hana fast með kreptum hnefanum f öxlina. Svo gekk hann út að glugganum og horfði út, al- veg eins og hann hafði gert svo oft fyrir sex árum, þegar þau voru ósammála. Og nú vissi hann og ást þeirra var ekki slokknuð, hann vissi það vegna þess að þau gerðu alltaf sömu hlut- ina eins og áður. Og þegar hann stóð við glugg- ann, ennþá andstuttur og var að bera saman friðsæld trjágarðsins og hugarofsa sjálfs sín, heyrði hann hæðnislega rödd konunnar: — Þetta er þá ástin, að þínu áliti. Hann svaraði án þess að snúa sér við: — Astin getur verið grimmdarleg og þú villt víst helzt hafa það þannig. — Líttu við. Þetta er regluleg ást. — Hvað? spurði Silvio og sneri sér við. — Astin milli þeirra tveggja sem búa í þessu herbergi. — Hvernig veiztu það? — Eg finn það. Slíkt finnur maður á sér. Mikil og einlæg ást. Dyrnar opnuðust og stúlkan kom inn. — Hafið þið skoðað herbergið? Hjónin sem búa hér fara á morgun. — Hver eru þau? — Utlendingar. — Og — eru þau hrifin hvort af öðru? Andlit stúlkunnar varð að einu spurningar- merki. — Hvernig þá? — Eg er að spyrja hvort þau elski hvort ann- að. — Það veit ég ekkert um. — En það er hægt að sjá hvort fólk elskast. Stúlkan varð hálfvandræðaleg á svipinn. — Þau eru bæði mjög gömul, hvernig ætti ég að vita það? Þau eru hljóðlát og róleg og hafa ofan af hvort fyrir öðru. — Gömul? Hve gömul? — Það veit ég ekki. Þau eru bara gömul. — Ég skil, sagði Silvio. — Ert þú trúlofuð, hélt hann áfram. — Já. — Kemur ykkur vel saman, þér og kærast- anum? — Stundum. — Hvað meinarðu með þvt? — Hann hefur svo erfiða lund. — En þú? — Hann segir að það sé ég sem sé geðvond. — En ertu þá viss um að þið elskið hvort annað? — Hvernig gætum við þá verið saman, ef við elskuðumst ekki . . . ? Hann gretti sig á skringilegan og ástleitinn hátt, samt sýndi hann einhverja vanmáttka reiði. Fyrst langaði hann til að kyssa hana, en svo stjakaði hann við henni og hrinti henni upp í rúmið, þar féll hún á grúfu og hann sló hana fast með krepptum hnefanum. eftir Alberto Moravta ★

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.