Vikan - 13.01.1966, Page 16
Framhalcissagan 27. hluti
eftfr Sergeanne Golon
Francoise leit einnig niður. Það varð þögn í herberginu. — Hún er
í hræðilegu ásigkomulagi, sagði ekkjan. —Hún kemur við og við, ekki
til að sjá barnið sitt, heldur til að trúa mér fyrir áhyggjum sínum. I
Versölum verður hún stöðugt að halda brosinu, en það vita allir, að
hylli konungsins er tekin að breytast. Hún horfði beint framan í Ange-
lique: — Og að hann er ástfanginn af þér, Angelique.
Angelique reyndi að slá þessu upp í gaman. — Það er ekkert leyndar-
mál, að konungurinn lét taka mig höndum og varpa mér í fangelsi.
Það er þá ástarjátning í lagi!
Madame Scarron hristi höfuðið. Þær komust ekki lengra í samræð-
unum, því í sama bili vældi í vagnhjólum fyrir utan. Einhver kvaddi
óþolinmóður dyra, og andartaki siðar glumdi valdsmannleg rödd Athé-
nais í forstofunni. Francois föinaði. Hún reyndi að fá Angelique til að
fela sig í fataskáp, en hún neitaði. Húsið var lítið og þar voru engin
aftjölduð gluggaskot.
—• Ekki þessa heimsku! Við hvað ertu hrædd? Ég skal útskýra fyrir
henni, hversvegna ég er hér. Það hefur ekki verið lýst stríði milli okkar.
Hún hörfaði lítið eitt, þegar Madame de Montespan kom inn, hjúpuð
í blæju. Hún fleygði blævængnum sínum og handtöskunni á borðið,
síðan öskju með brjóstsykri, hönzkum sinum og jafnvel úrinu.
— Þetta er of mikið, sagði hún. — Ég var að frétta, að hann hitti
hana í fyrradag í Þetisarhellinum.
Svo sneri hún sér við og sá Angelique. Imynd keppinautar hennar
var greinilega greypt í huga hennar, því í nokkrar sekúndur hélt hún,
að hún sæi ofsjónir. Angelique notaði tækifærið til að bera fram vörn
sína.
— Ég verð að margbiðja þig fyrirgefningar, Athénais. Ég vissi ekki,
þegar ég kom hingað, að ég væri að ráðast inn á þitt heimili. Ég ætlaði
að hitta Francoise, sem gerði mig svo forvitna með þessu rápi sínu, að
ég elti hana hingað.
Madame de Montespan var orðin eldrauð í kinnum. Augu hennar
lýstu af reiðieldi.
— Þú verður að trúa mér, sagöi Angelique, — þegar ég segi þér, að
Madame Scarron gerði það sem í hennar valdi stóð, til að koma í veg
fyrir að ég kæmist að leyndarmáli þinu. Sökin er algjörlega min megin.
— Ó, ég trúi þér, sagði Athénais og hló grimmdarlega. — Francoise
er ekki svo vitlaus að hún geri slik mistök vitandi vits.
Hún lét fallast í hægindastól og teygði fram fæturna með bleikum
satinskónum. — Taktu af mér skóna, sagði hún við Francoise. — Þeir
eru að drepa mig.
Madame Scarron lagðist á hnén til að taka af henni skóna.
— Segðu þeim að færa mér fat með ylvolgu vatni.
Svo sneri hún sér aftur að Angelique. — Hvað þig snertir og þína
hræsnisfullu snertumigekki framkomu, þá blekkir hún mig ekki. For-
vitin eins og húsráðsmaður, njósnandi allsstaðar og of nízk til að borga
þjóni fyrir skítverkin! Verzlunarkonuhegðunin loðir allsstaðar við þig!
Angelique snerist á hæl og lagði af stað til dyra. Ef Athénais ætlaði
að byrja móðganirnar þegar i stað, var eins gott að fara. Angelique
var ekki hrædd við hana, en henni var lítið gefið um rifrildi við kon-
ur, sem báru fram ásakanir, sannar eða upplognar, með orðum, sem
skildu eftir eitraðan brodd.
— Kyrr!
Valdsmannsleg rödd Athénais stöðvaði hana. Það var erfitt að mót-
mæla de Mortemart í þessu skapi. Angelique fannst, að Athénais væri
að gera hana að þræii, og hún sneri við. Ef Athénais óskaði að draga
sverð úr slíðrum, skyldi hún ekki hika. Hún beið róleg og starði ótta-
lausum, grænum augum á Marquise de Montespan, sem Madame Scarr-
on.hafði nú náð úr öðrum sokknum. Það vottaði fyrir fyrirlitningu í
augum Angelique.
Mesti roðinn var horfinn úr kinnum Madame de Montespan. Hún
vissi, að það var ekki til neins aö reyna að auðmýkja keppinaut sinn.
Hún breytti um aðferð.
— Hversu frá-bær-leg-a-virð-u-leg Madame du Plessis-Belliére er!
sagði hún stríðnislega. — Bins og drottning. Svo ekki sé minnzt á hina
leyndu hæfileika hennar, sem eru þó eitt helzta einkenni hennar. Þann-
ig talar lconungurinn um þig. — Hefurðu tekið eftir því, sagði hann
við mig, ■— hve sjaldan hún brosir? Þó er hún glöð eins og barn. Ó,
hversu döpur er þessi hirð! Döpur þessi hirð! Þesskonar vitleysu kem-
urðu konunginum til að segja. Þannig hefurðu afvegaleitt hann með
þessari ópersónulegu framkomu þinni, þessum skorti á fágun, þessari
frekjulegu framkomu. — Þessi ópersónulega framkoma hennar, sagði
ég einu sinni við hann — á rætur sínar að rekja til baslsins, sem hún
átti í, áður en hún giftist du Plessis og seldi blíðu sína í undirheimum
Parisar. Veiztu hvað hann gerði? Hann sló mig. Hún rak upp móðursýkis-
hlátur. — Það var heppilegur tími fyrir hann til þess að slá mig! Þann
dag fundu þeir þig í rúminu hjá þessum Asíuglæpamanni með síða
yfirskeggið. Ó, hvað ég hló!
Hinn konunglegi hvítvoðungur vaknaði allt í einu og tók að skæla.
Madame Scarron tók hann upp úr vöggunni og bar hann til barnfóstr-
unnar. Þegar hún kom aftur, grét Madame de Montespan heitum tárum
í vasaklútinn og móðursýkishláturinn var orðinn að móðursýkisgráti.
—• Það er of seint, andvarpaði hún. — Ég hélt að það myndi gera
út af við ást hans til þín, en hún lifði það af. Hann var aðeins að refsa
sjálfum sér, með Því að refsa þér, og ég varð að þola geðillskuna í honum.
Ég var næstum farin að.halda, að hann gæti ekki stýrt ríkinu án þín.
— Mér hefði þótt gaman að spyrja Madame du Plessis ráða, sagði hann.
Það þoldi ég ekki. Hann hefur ekkert að gera við ráðleggingar kvenna.
Hann gerir sér sérstakt far um að gæta þess, að enginn geti með réttu
sakað hann um að gera nokkuð vegna þess, að kona hafi ráðlagt hon-
um að gera það eða beðið hann um það. Þegar hann gerir mér greiða
— hækkar einhvern skjólstæðinga minna í stöðu, eða því um líkt —
gerir hann það eins og hann sé að gefa mér gimstein í launaskyni
fyrir að vera ástmær hans, ekki vegna þess að hann treysti dómgreind
minni. En hún.... HÚN. Hann spyr hana ráða varðandi alþjóÖTeg
stjórnmál.
Madame de Montespan var farin að æpa. — Hann kemur fram við
hana eins og karlmann!
— Það ætti að vera þér nokkur léttir, sagði Angelique.
— Nei! Þú ert eina konan, sem hann hefur nokkurntímann, með-
höndlað á þennan hátt.
— Vitleysa! Fékk ekki Madame stjórnmálalega mikilvægt erindi
til Englands?
Madame er konungsdóttir og systir Charles II. Þar að aulti, jafnvel
þótt konungurinn hafi fengið henni þetta starf og sé henni þakklátur
fyrir að takast það á hendur, fyrirlítur hann hana jafnt fyrir þvl.
Madame heldur, að hún hafi unnið vináttu hans og jafnvel ást með þessu,
en hún fer hrapallega villur vegar. Konungurinn notar hana, já, en
hann fyrirlítur hana meira og meira fyrir að vera svona gáfuð. Hann
vill ekki, að kvenfólk sé gáfað.
Madame Scarron greip fram í fyrir þeim í tilraun til að bæta úr.
— Hvaða maður vill að kona sé gáfuð? andvarpaði hún. — Kæru,
kæru vinkonur, þið eruð að rífast um ekki neitt. Konungurinn er eins
og hver annar karlmaður, hann þarf tilbreytingu. Leyfið honum að
fylgja duttlungum sínum, þeir eru algengir. Hann vill fá að tala við
eina, en sitja meö annarri í þögn. Þú ert i öfundsverðri aðstöðu, Athén-
ais, og ég myndi ekki taka þessu svona, ef ég væri í þinum sporum.
Þegar þú reynir að öðlast allt, áttu á hættu að tapa öllu, og dag nokk-
urn muntu reka upp stór augu, þegar þú kemst að því, að konungurinn
hefur yfirgefið þig.... fyrir þá þriðju, sem þig hefur sízt grunað.
— Það er rétt, sagöi Angelique. — Gleymdu því ekki, Francoise, að
þú ert sú, sem konungurinn mun giftast einn góðan veðurdag, eftir
því sem nornin spáði, og við, Athénais og ég verðum ekki meir i taflinu.
Hún lagði skikkjuna á axlir sínar og bjóst til að fara. — Gleymiö þvi
ekki, að einu sinni vorum við allar vinkonur.
JQ VIKAN 2. tbl,