Vikan - 13.01.1966, Page 17
Athénais de Montespan stökk upp. Hún rauk til Angelique og þreif
um úlnliði hennar. — Láttu þér ekki detta í hug, að það sem ég sagði,
hafi verið vörn, eöa að ég muni rýma til fyrir þér. Ég á kónginn. Hann
er minn. Þú skalt aldrei fá hann! Eg skal rífa ást hans til þín út úr hjarta
hans með rótum, og ef ég get það ekki skal ég uppræta þig, já, uppræta
þig úr landi hinna lifandi. Hann er ekki sá maöur, sem heldur áfrani
að elska draug.
Hún gróf neglurnar í handlegg Angelique. Sársaukinn vakti blundandi
hatur Angelique. Hún hafði svo oft séð á öðrum, hvílík eyðileggingartil-
finning það var, hvernig hatrið át þá og tærði eins og sýra, en þetta
andartak hafði hún aldrei hatað neinn eins mikið á allri sinni ævi.
öll hennar andstyggð á Madame de Montespan gaus upp úr henni eins
og logandi hraun, og allsráðandi reiði gagntók hana. Hún reif annan
handlegginn lausan og sló ástmær konungsins af öllum kröftum í and-
litið. Athénais æpti.
Madame Scarron kastaði sér á milli þeirra. — Hættið hrópaði hún. —
Þið lítillækkið ykkur báðar! Munið að þið eruð báðar úr sömu sveit.
Við erum allar þrjár frá Poitou.
Rödd hennar var undarlega valdsmannsleg og ró hennar náði yfir-
höndinni yfir hinum, virðuleikinn og gáfurnar skinu úr svörtum aug-
um hennar. Angelique vissi ekki, hversvegna það, að minnzt var á fæð-
ingarsveit þeirra, lægði svo reiðiöldurnar. Hún snerist á hæl og gekk
skjálfandi niður stigann. Naglar svarksins höfðu skilið eftir djúpa,
dökkrauða hálfmána á hörundi hennar og blóðið var tekið að streyma
úr þeim. Hún nam staðar í anddyrinu til að þurrka það. Þar náði
Madame Scarron henni. Hún var of mikil heimskona til að láta frá
sér fara, án frekari viðræðna, konuna, sem ef til vill myndi verða hið
nýja uppáhald Versala á morgun.
— Hún hatar þig, Angelique, hvislaði hún. — Gættu þín vel. Og þú
skalt vita, að ég stend með Þér.
— Brjálæðingur! sagði Angelique hvað eftir annað við sjálfa sig,
til að róa sig.
Það var verra en svo. Hún vissi fullvel, að Athénais var ekki brjál-
æðingur, heldur hafði hún fullkomna stjórn yfir skilningarvitum sin-
um, og var til alls vís. Nú var hún hötuð, nokkuð sem hún hafði aldrei
verið áður. Ef til vill hafði Philippe hatað hana, meðan hann barðist
við þau áhrif, sem hún hafði á hann, en Það var ekki eins og Þetta ólg-
andi hatur, sem nú flæddi yfir hana eins og göróttur drykkur, og í
vindunum, sem blésu yfir sandbakka Vaugirard, var sem hún heyrði
skæra rödd litla, horfna drengsins sins:
Or liljum hvítum lúmskan vönd,
lævís óf drottningar hönd,
Af þeim grimma galdraseið,
á gólfið brúður dáin leið.
25 KAFLI
Eftir messu næsta sunnudag fór kóngurinn til að snerta hina kýla-
sjúku. Skrúðgangan gekk úr kapellunni í Diönusalinn, niður í stóra sal-
inn, yfir Friðarsalinn og út í gangana. Hinir sjúku biðu neðan við
stigana ásamt síðklæddum læknum og nokkrum ölmusumönnum. Ange-
lique fylgdist með hirðmeyjunum. Fyrir einhverja tilviljun var Madame
de Montespan ekki viðstödd, né heldur drottningin. Mademoiselle de
la Valliére læddist til hennar og sagði henni, hvað hún væri glöð að
sjá hana aftur. Þessi einlæga, fyrrverandi ástmær, hélt dauðahaldi í
vonina, meðan nokkur von var möguleg. Enginn gat villzt á brosi og
augnaráði konungsins, þegar hann leit á Madame du Plessis-Belliére,
og öll hirðin vissi, að í kjölfar ónáðar hennar hafði siglt enn meiri
hylli.
Eftir tvær klukkustundir kvisaðist það, að hressing biði fólksins í
Maraislundinum. Þegar þangað kom, sá Angelique Madame de Monte-
span nálgast undir sólhlií úr bleiku og bláu satíni, bryddaða með silfri
og gulli, og litli negrinn hennar hélt á sólhlífinni. Hún brosti á báða
bóga og bauð þeim, sem hún sá, að fylgja sér í þennan uppáhaldslund
hennar. Hún hafði sjálf teiknað hann og fylgzt með, þegar hann var
igerður.
Allir kjölturakkar drottningarinnar hoppuðu glaðir niður tröppurnar
hjá Latona gosbrunninum. Á eftir þeim komu dapurlegir, ljótir dverg-
ar. Síðan drottningin, einnig döpur og ófríð. Hún var reið, vegna þess
að hún hafði ekki sólhlif eins og Madame de Montespan, til að skýla
benni fyrir sólinni. Konungurinn gekk til Angelique.
Dvergar drottningarinnar tóku að dansa afkáralegan dans undir
forystu Barcarole, dreifðu sér á meðal hirðmannanna, sem ýmist höfðu
gaman af eða voru hneykslaðir á skopstælingunni. Hás hróp þeirra
og hlakkandi hlátrar yfirgnæfðu tóna fiðlunnar.
Konungurinn horfði á Angelique við hlið sér, eins og hann væri dá-
leiddur.
— Að hafa yður nærri sér, er stundum gleði, stundum þjáning. Þeg-
ar ég sé æðarnar slá á snjóhvítum hálsi yðar, langar mig til að leggja
varir mínar að þeim, að hvíla enni mitt upp við þær. öll vera mín hrópar
á yl návistar yðar, fjarvist yðar er eins og is, sem hleðst að mér á alla
vegu. Ég þarfnast rósemi yðar, raddar yðar, orku yðar. Þó þrái ég
ekkert fremur en að þér sýnið mér veiklyndi. Hversu mjög ég þrái að
sjá yður sofa við hlið mér, sjá tárin skreyta bráhár yðar eins og perlur,
sjá yður sigraða í blíðu stríði okkar. Og að sjá yöur vakna á ný með
endurnýjaðan ástarhita, sem ólgar út úr yður eins og svaladrykkur úr
skógarlind, meðan dögunin gælir við kinnar yðar með rósrauðum fingr-
um sinum. Þér roðnið svo auðveldlega, að maður skyldi ætla, að þér
væruð áhrifagjörn, en í rauninni eruð þér hörð eins og demantur. Ég
heí svo lengi elskað hinn dulda hita yðar, að það fer hrollur um mig,
þegar mér verður hugsað til þess, að einn góðan veðurdag mun hann
hrífa yður úr örmum mínum.... Hjarta mitt, sál mína!
Snöggur árekstur truflaði þau. Diskur Angelique flaug úr höndum
hennar, þegar hún var að bera hann að vörum sínum og brotnaði í
smátt. Ávaxtabúðingurinn fór á jörðina, hluti af honum lenti á kjól
hennar og skildi eftir marglita tauma. Barcarole hafði misreiknað fjar-
lægðina og stokkið á olnboga hennar.
— Plágan hirði þessa skratta, hrópaði konungurinn reiður. líann þreif
göngustafinn og sló þvert yfir bak dvergsins sem flýtti sér burt, gjall-
andi eins Qg veiðibjalla. Þegar drottnlngin reis honum til varnar, sagði
konungurinn henni reiðiiega að Þegja. Einn hundanna át það, st’m
farið hafði niður af ávaxtabúði»gnum.
Tuttugu konur flýttu sér að hjálpa Angelique að strjúka blettina
af kjólnum og færðu henni munnþurrkur og vatn. Dýrð hennar í dag
hafði verið of mikil. Nú varð skyndilega öllum ljóst, að sólin myndi
brátt setjast og skuggarnir myndu leggja undir sig litla lundinn, og
flýttu sér burt til að njóta birtunnar meðan hún entist.
Litli hundurinn engdist í kvölum á jörðinni, þegar Barcarole kom
aftur á staðinn, þar sem engin mannvera var nú eftir nema Angellque.
Hann gaf Angelique bendingu, og leiddi athygli hennar að hundinum.
— Sérðu þetta? Nú vona ég að þú skiljir, Marquise des Anges. Eg
vonast til að koma því einhvernveginn inn í höfuðið á þér. Það var
endir hans að éta búðinginn, sem þér var ætlaður. Auðvitað hefði það
ekki haft svona hræðileg áhrif á þig. Núna hefirðu verið farin að
finna til ofurlítillar ógleði, en nóttin hefði verið hræöileg og í fyrra-
máliö hefðirðu verið dáin.
— Barcarole, hverskonar vitleysu ertu að segja! Ertu svona reiður,
af því að konungurinn sló þig?
— Svo þú skilur ekki? spurði dvergurinn. — Sástu ekki hundinn éta
ávaxtabúðinginn ?
— Nei, ég var of önnum kafinn við að hreinsa kjólinn minn. Hund-
urinn getur verið að sálast af hverju sem er mín vegna.
— Þú trúir mér ekki, vegna þess að þú villt ekki trúa mér.
— En hverjir skyldu vilja mig feiga?
— En sú spurning! Til dæmis konan, sem óttast að missa konung-
inn I þínar hendur. Heldurðu, að hún elski þig?
—■ Madame de Montespan? Það er ómögulegt og afkáralegt. Hún
er köld og grimm, og gefin fyrir að breiða út hneykslissögur, en hún
myndi aldrei ganga svo langt.
— Hversvegna ekki? Það er ekki laust, sem hún heldur.
Hann tók upp hundinn, sem hafði nú gefið upp andann og kastaði
honum milli trjánna.
—■ Það var Duchesne, sem gerði það. Naaman, litli negrinn, sagði
mér það. Hún trúir honum fyrir ýmsu. Af því að Naaman hefur skrýt-
inn hreim, heldur hún að hann skilji ekki frönsku. Hann sefur á legu-
bekk úti í horni á herberginu hennar, og hún veitir honum ekki meiri
athygli en hundi. I gær var hann inni í herberginu, þegar hún tók á
móti Duchesne. Hún er hans vondi andi. Það var hún, sem útvegaði
honum stöðu sem þjónn konungsins. Naaman heyrði þau nefna nafn
þitt, og hlustaði, vegna þess að hann Þekkir þig. Þú varst fyrsti eig-
andi hans og hann elskar Florimond, sém lék sér oft við hann í Ver-
sölum og gaf honum sætindi. Hún sagði við Duchesne: — Þessu verð-
ur að ljúka á morgun. Meðan á veizlunni stendur, finnur þú tækifæri
til að færa henni eitthvað, sem þú hefur látið svolítið í. Svo gaf hún
honum flösku. Duchesne spurði: — Bjó La Voisin þetta til? Og Monte-
span svaraði: — Já, það sem hún gerir, hefur sín áhrif. Naaman vissi
ekki, hver þessi La Voisin var, en ég veit það. Ég vann hjá La Voisin.
Já, hún kann margar leiðir til að senda fólk yfir í annan heim.
Hugsanirnar þutu um heila Angelique eins og myndir úr erfiðri
stykkjaþraut.
— E?f það er satt, sem þú segir, var Florimond ekki að ljúga. Heldurðu
að hún myndi einnig reyna að eitra fyrir konunginn? Hvaða tilgangi
gæti það þjónað?
Dvergurinn varð efins á svip: — Eitra fyrir hann? Eg efast um
það. En hún hefur látiö strá dufti, sem La Voisin gaf henni, í matinn
hans, til að töfra hann. Þetta duft hefur engin áhrif haft á konung-
inn, hvorki góð né ill. Það er bezt fyrir okkur að forða okkur héðan,
áður en Duchesne kemur hingað með þjónum sínum.
Nóttin var að breiðast yfir með koparrauðum himni. Svalir gos-
brunnar gljáfruðu og Barcarole trítlaði við hlið Angelique eins og
vanskapaður skuggi.
— Hvað ætlarðu að gera núna, Marquise?
— Ég veit það ekki.
— Ég vona, að þú ætlir að dansa með.
— Hvað áttu við?
— Vernda þig á sama hátt. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, segja
þeir. Þú getur sett eitthvað í súpu Montespan, úr því hún leikur þann
leikinn. Fáeinir ryðgaðir hnífar, helgaðir reglunni, og dimm nótt á
Pont Neuf dugar fyrir Duchesne..Þú þarft ekki annað en að gefa fyrir-
mæli.
Angelique varð þögul. Köld þokan setti að henni hroll. Enn vildi hún
ekki trúa honum.
— Það er ekkert annað að gera, Marquise, hvíslaði Barcarole. —
Nema bú viljir gefast upp. Hún ætlar að halda kónginum, og við heiður
Mortemart, eins og hún segir, mun djöfullinn hjálpa henni.
Nokkrum dögum seinna sameinaðist hin konunglega fjölskylda í
Versölum. Monsieur og Madame voru viðstödd með sínu fólki. Flori-
mond kom í fylgd með kennara sínum og heilsaði upp á móður sína,
meðan hún var að tala við konunginn hjá Latona gosbrunninum. Dreng-
urinn var fullkomlega rólegur meðal hinna stóru, því hann vissi, að lag-
legt andlit hans, umkringt brúnum lokkum, og sakleysislegt brosið,
hafði sín áhrif á þá. Hann var klæddur í hárauð föt og svarta sokka
með gullskó á fótunum. Hann hneigði sig fyrir konunginum og kyssti
á hönd móður sinnar.
— Svo þetta er liðhlaupinn, sagði konungurinn góðlátlega. — Gezt
þér vel að þínu nýja starfi, drengur minn?
— Sire, mér fellur vel á heimili Monsieur, en ég tek Versali fram-
yfir.
— Ég virði hreinskilni þína. Hvers saknarðu mest frá Versölum.
— Návistar yðar hágöfgi.... og gosbrunnanna.
Þetta var vel sagt. Ekkert var Lúðvík XIV kærara en gosbrunnarnir
og aðdáunin, sem þeir vöktu. Og hann var einnig móttækilegur fyrir
gullhamra, jafnvel af vörum þrettán ára gamals pilts.
— Þú skalt fá að sjá þá aftur. Ég skal sjá um það, þegar þú hefur
lært að fara ekki með ósannindi.
— Ef til vill lært að þegja, sagði Florimond, — en ekki að segja ó-
satt, vegna þess að það hef ég aldrei gert.
Angeiique og de Lesdiguiéres djákni, sem stóð hæversklega nokkur
skref frá þeim, setti upp áhyggjusvip, því konungurinn varð Þung-
brýnn yfir drengnum, sem horfði svo hreinskilnislega upp til hans.
Frh. á bls. 48.
VIKAN 2. tbl. JY