Vikan - 13.01.1966, Page 19
orrustunni viÖ fylgdarsveina Lish-
mans. Þiálfarinn stundi og lá kyrr.
Craig sneri sér að Loomis, og Grier-
son minntist fyrirmæla sinna og bjó
sin undir stökk.
— Nokkuð fleira? spurði Craig.
Grierson stökk á hann og greip um
handlegg hans með hörkutaki. Craig
tók heljarstökk áfram, hreif Grier-
son með sér, sem enn hélt um úln-
lið Craigs. Hann lenti undir og Craig
vatt sér til hliðar og sló með hand-
ariaðrinum á upphandlegg Grier-
sons. Sársaukinn breiddist út um
vöðvana og hann losaði takið.
Craig sieit sig lausan og tók með
öðrum handlegg um háls Grier-
son, þrýsti fastar og fastar að bark-
anum. Grierson barðist við að ná
andanum; augun virtust þrútna út
í tóftunum og hann sparkaði frá
sér með báðum fótum.
— Hvern á ég að afgreiða næst?
hreytti Craig út úr sér í áttina til
Loomis. — Þig?
— Nei, nei, ég hef séð nóg,
sagði Loomis. — En ég varð að sjá
þetta sjálfur. Þú hlýtur að skilja
það. Leyfðu nú Grierson greyinu að
anda svolítið.
Craig reis á fætur og dró Grier-
son með sér. Stundarkorn varð
hann að halda honum uppi, en að
lokum gat Grierson andað, án þess
að honum fyndist hver andardrátt-
ur þrengja sér í gegnum vindpípu,
sem væri full af stálull.
— Þú ert í afturför, Grierson,
sagði Loomis. Svo sneri hann sér
að þjálfurunum. — Þið eruð allir í
afturför.
Annar þeirra sagði ekkert; hann
var ennþá meðvitundarlaus. Hinn
sagði með morð í augunum: — Já,
sir.
Loomis sló Craig á bakið.
— Komdu, sagði hann. — Ég
held að þú hafir unnið fyrir sjúss.
Lengra inni f kjallaranum var
lítill, (burðarmikill bar. Loomis fór
inn fyrir barborðið og blandaði þrjá
hálfpotta af svörtu flaueli, Guinnies
beint úr tunnunni og kampavín úr
flösku.
Craig leit með tortryggnisaugum
[ krúsina sína.
— Hvað er [ þessu? spurði hann.
— Ástardrykkur?
— Gjörðu svo vel, sagði Loomis.
— Ég er fullkomlega ánægður, og
ég er viss um, að það' er Grierson
líka. Ekki rétt, Grierson?
Grierson kvakaði já, og lét sval-
andi drykkinn gæla við hálsinn.
— Ég hef áhyggjur, sjáðu til,
sagði Loomis. — Ég á að hafa
áhyggjur. Þessvegna reyni ég hlut-
ina fyrst. Eg hef aldrei reynt neinn
á borð við þig áður. Ég hélt, að
ég myndi aldrei fá tækifæri til
þess.
— Ég held, að það sé ekki ann-
ar eins og ég, sagði Craig. — Sé
svo, vorkenni ég honum. Sjáðu nú
til. Ég græddi mikið af peningum.
Hundrað þúsund pund. Loomis bKstr-
aði. — En þú aflar þér ekki pen-
inga á þennan hátt og lifir svo
hamingjusamur alla tíð síðan. Að
minnsta kosti ekki ég. Craig drakk
meira svart flauel, hikaði og hélt
svo áfram: — Ég vissi fyrir tveim-
ur árum, að ég var á listanum hjá
þeim. Ég vissi, að ég átti að deyja.
Þessvegna hélt ég áfram að læra
og þjálfa júdó. Þú getur ekki f-
myndað þér, hvað það var erfitt.
Ég varð að aka tuttugu mNur til
að geta æft mig — ég þorði ekki
einu sinni að láta tala um þetta,
þar sem ég bjó. Það var of mikil
vísbending. Svo var það byssan.
Eina leiðin til að verða flink skytta,
er að æfa, og æfa meira, og það
var heldur ekki auðvelt. Hann and-
varpaði. — Ég græddi peninga, rétt
er það, og ég naut þess. Ég hafði
ekki miklar áhyggjur af því, hvað-
an þeir komu. Nei, þetta var ekki
rétt orðað. Ég hafði engar áhyggj-
ur. En það færði mér enga ham-
ingju. Ég hafði ekki áhyggjur af
því heldur. Ekki fyrr en núna. Ég
valdi mína leið og græddi mitt fé,
og svo ekki meira með það. Ég bjó
mig aðeins undir átökin. Ég hélt
ekki, að það myndi verða Alice
og þessi vesalings bróðurræfill
hennar, sem myndu verða fyrir þv[.
Hann leit ofan í glasið sitt. — Ég
vissi ekki, að kampavín gæti gert
mann svona angurværan, sagði
hann.
— Það er bjórinn, sagði Loomis.
— Hvað ætlarðu að gera núna?
— Hitta stúlkuna mfna, sagði
Craig. — Ef þér er sama.
— Af hverju ætti mér ekki að
vera sama? spurði Loomis. — Við
höfum allir náttúru hér. Nokkuð
fleira?
— Mig langar að hitta mann,
sem heitir McLaren, sagði Craig, og
þegar Loomis spurði hversvegna,
reyndi hann að útskýra: — Ég
kynntist honum á Sikiley, sagði
hann, og sagði þeim hvað hafði
gerzt.
— Allt ( lagi, þetta er góð saga,
en ég skil ekki af hverju þig lang-
ar að hitta hann, sagði Loomis.
— Maður er alltaf að heyra um
ýmislegt, sem breytir Kfum manna,
sagði Craig. — Readers Digest efni,
og ég saka McLaren ekki um það,
sem gerðist með mína ævi, en
hann var sá eini, sem kom auga á
hvað ég var og hvað ég gat gert
mér úr því. Mig langar að vita,
hvort hann hefur farið eins að.
— Eins að með hvað? spurði
Grierson.
Craig barðist við óvanalegar
hugsanir; hugsanir, sem ekkert áttu
skylt við hleðslunótur, farmskrár
eða vopnaverzlun.
— Hann sagði mér hvernig heim-
urinn myndi verða, og hann hafði
rétt fyrir sér. Að minnsta kosti um
heiminn. Ég gerði það sem hann
sagði að ég ætti að gera. Ég sé
ekki, að það sé hans sök. Ég gerði
það bara. Mig langar að vita, hvort
hann hefur snúið sér að kennslunnl.
Einhvernveginn hef ég það á til-
finningunni, að hann hafi langað
til að fara sömu leið og ég.
— Og ef hann hefur nú ekki gert
það? spurði Loomis.
Craig yppti öxlum.
— Það skiptir engu máli. Það er
of seint nú. Mig langar bara að
vita það. Aftur varð hann að leita
að orðum. — Hér — ég hafði gert
sitt af hverju, áður en ég hitti hagn.
Ég hef gert margfalt meira síðan.
Og mér verður aldrei hugsað til
þess, aldrei. En mér verður hvað
eftir annað hugsað til þessara ár-
ans hvíldarbúða, söngsins ( McLar-
en, og hvernig ég horfði á þessa
vesalings hermenn dansa ( tungls-
Ijósinu. Mig langar að vita hvernig
hann er núna.
— Veit hann, hvað þú heitir?
spurði Loomis.
Craig hristi höfuðið.
— Hann vissi aðeins, að ég hét
John. Ég komst hinsvegar að hans
nafni, vegna þess að hann kynnti
sig.
Það rumdi í Loomis, meðan hann
hugsaði. Eftir stundarkorn sagði
hann: — Það ætti svo sem að vera
allt í lagi. En mig langar til að
þú segir öðrum manni þessa sögu,
áður en ég tek ákvörðun.
— Hverjum?
Loomis gaut augunum hálf feimn-
islega á hann.
— Sálfræðingi, sagði hann.
— Heldurðu, að ég sé vitlaus?
spurði Craig. — Mig langar ekki
að drepa hann. Mig langar aðeins
að tala við hann.
— Mig skiptir ekki máli, hvort
þú ert vitlaus eða ekki, sagði Loom-
is. Ég vil fá þig eins og þú ert.
Ef þú heldur, að þú sért tepottur,
verðurðu að halda áfram að vera
tepottur, þangað til þú hefur lok-
ið þessu starfi. Og ef þú talar við
McLaren, getur það breytt viðhorf-
unum. Ég get ekki átt það á hættu.
Hann sneri sér að Grierson. —
Farðu og sæktu Wetherly.
Wetherly kom til þeirra í barinn.
Hann var lítill, rósrauður og mildur
á svip, smáútgáfa af Pickwick, og
hann drakk hálfpott af svörtu flau-
eli og hiustaði á söguna af Mc-
Laren, meðan Loomis dró sig í hlé
og las velkta vasaútgáfu af bók,
sem hét „Morð f rauðum sokka-
böndum". Eftir stundarkorn yfirgaf
sálfræðingurinn Craig og truflaði
Loomis við lesturinn.
— Það er alltaf sama sagan,
kvartaði hann. — Þú vilt fá svarið
á mínútunni, þegar það tekur mig
að minnsta kosti nokkra daga að
komast til botns t málinu.
Loomis gaut augunum framan á
bókina. Jú, rauðu sokkaböndin voru
á sínum stað, Ijómandi góðum stqð.
— Allt ( lagi, hreytti Wetherly
út úr sér. — Hann er með fullum
sönsum en undir miklu tilfinninga-
iegu álagi, sennilega ótta. Þessi
McLaren er mikilvægur fyrir hann
á sérkennilegan hátt, sem ég á erf-
itt með að útskýra. Það er kannske
hægt að segja, að hann sé ( huga
hans einskonar Super Craig — per-
sónugervingur allra langana og
þarfa Craigs.
— Mér er sama hvernig þú orðar
það, sagði Loomis. — Þetta er ár(ð-
andi.
Wetheriy andvarpaði.
— Nú er hann ekki eins viss.
Hann er farinn að gruna að Mc-
Laren hafi sjálfan langað að taka
sinni ráðleggingu.
- Nú?
— Craig skammast sfn fyrir sjálf-
an sig. Hann hefur brugðizt ( hví-
vetna.
— Hann er auðkýfingur. Hefur
hugsun eins og rakblað og gæti
malað þig með annarri hendinni.
Hvernig i ósköpunum hefur hann
brugðizt?
Wetherly andvarpaði: — Þú notar
sömu orðin og ég, en með annarri
meiningu, sagði hann. — Hann hef-
ur brugðizt konunni sinni, brugð-
izt vinum sínum, og óttast að hann
muni einnig bregðast stúlkunni
sinni. Hann er mjög ofsafenginn
maður. Fólk, sem kynnist honum
náið, bíður tjón af því.
— Allt i lagi, meðan ég get val-
ið fólkið, sagði Loomis. — Hverju
máli skiptir þetta McLaren?
— Sé hann einskonar Super
Craig, og hafi hann einnig brugð-
izt, líður Craig ekki eins illa. Ef
honum hefur heppnazt. . .
— Hvað áttu við — heppnazt?
— Craig heldur að hann sé
kannske skólastjóri. Að mati Craigs
hefur hann þá náð sínu hæsta tak-
marki. Ég myndi ekki ráðleggja
fund þeirra, sé sú raunin. Hinsveg-
ar, ef hann er það, sem Craig
myndi álita misheppnaðan mann,
gæti fundur þeirra orðið nytsam-
legur tilgangi ykkar.
— Ég skal komast að því, hvað
hann er að gera, sagði Loomis og
horfði enn á forsíðuna á bókinni.
— Hann lét mig hafa heimilis-
fang McLaren.
Loomis rétti fram höndina án
þess að horfa á hann.
— Það skiptir svo sem engu máli,
sagði Wetherly, — en ég fullvissa
þig um, að líkamsvöxtur þessarar
ungu konu er líffærafræðilega ó-
mögulegur.
Loomis leit upp, sár á svipinn.
— Við höfum allir okkar drauma,
sagði hann. — Við neyðumst til
þess. Annars værir þú atvinnulaus.
11. kafli.
Sama kvöld ók Grierson Craig til
upptökuhúss Express Television
Company í Lagonda bilnum sfn-
um. Hann var nýhættur að finna
til i handleggnum og var fúll t
skapi. Hann hafði andstyggð á
Craig, andstyggð á fyrirlitninguni
t fasi hans, þegar hann kastaði
honum og meiddi hann, og nú var
honum kappsmál, að Craig yrði
fyrir áhrifum, ef ekki óttasleginn.
Stóri, þýðgengi bdlinn var eftir-
tektarverður ( öllu tilliti og sama
var að segja um ökuleikni Grier-
sons, þegar hann þræddi norður
til Hampstead, ( gegnum umferð
Lundúnaborgar; síðan yfir heiðina
og norður á A 1, setti á „super-
charger"-inn, fylgdist með snúnings-
hraðam.inum og stöðugum sttganda
hraðamælisnálarinnar, upp og upp
og upp, þangað til hún náði hundr-
Framhald á bls. 41.
VIKAN 2. tbl. jg