Vikan


Vikan - 13.01.1966, Qupperneq 22

Vikan - 13.01.1966, Qupperneq 22
„Kappakstursbrautin er okkar orrustuvöllur. Þetta er heiðarleg barátta. Það hafa allir samskonar vopn, og við vitum hvað bíður okkar, ef við beitum þeim ekki rétt, eða ef þau eru ekki í fullkomnu lagi. Við vitum líka, að það verður aðeins einn, sem hreppir fyrsta sætið. — Fyrir utan kappakstursbrautina erum við vinir. Við skemmtum okkur saman, kætumst, hlæjum, rífumst og ræðum um allt milli himins og jarðar. — En þegar rás-„ merkið hefur verið gefið, vélarnar nötra og hvína, það syngur í hjólbörðunum og bílarnir gleypa hvern kíló- metra af brautinni með ofsahraða, þekkjumst við ekki lengur. Þá er ekkert til, sem heitir tillitssemi. Við ieik- um allir sama leikinn og leikreglurnar þekkjum við. Við sjáum ekkert og skynjum ekkert, nema veginn og næsta bíl fyrir framan. Við beitum öllum brögðum til að kom- ast fram úr honum og síðan þeim næsta, og þannig á- fram, þar til framundan er aðeins auð brautin, sigur- inn, heiðurinn og verðlaunin. — Þetta getur verið hættu- legur leikur. Hann krefst kunnáttu, ódrepandi áhuga, reglusemi og góðra tauga. Þetta er ekki sami leikur og sumir iðka á kraftmiklum bílum á götum stórborga. Hjá þeim, sem beztum árangri hafa náð, er þetta ekki leng- ur íþrótt, heldur list.“ Þannig komst Sverrir Þóroddsson að orði, er Vikan ræddi við hann fyrir skömmu. Sverrir er eini íslending- urinn, sem hefur kappakstur að aðalatvinnu. Hann sagði, að fólki hér heima þætti ugglaust lítið til atvinnu sinnar koma, enda enginn neitt frá honum heyrt, fyrr en bifreið hans hvolfdi á kappakstursbrautinni í Hró- arskeldu í Danmörku síðasta sumar. Slíkur atburður væri lítt til álitsauka. En við skulum gefa Sverri orðið: „Ég er 21 árs og hefi haft áhuga á þessari íþrótt frá því að ég var 15 ára gamall. Ég sá þetta fyrst í ævintýraljóma, myndir í blöðum af skælbrosandi kappaksturshetjum. Ég komst Fyrir utan skólann í Norfolk í Englandi. Bíllinn er Lotus, skrcyttur Tovij Ánni fSt irinancc.ftn ir* fyrstu fjórum bikurunum, sem Sverrir fékk. " ■ ■■ CltUlliavUi 22 VIKAN Z. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.