Vikan


Vikan - 13.01.1966, Page 23

Vikan - 13.01.1966, Page 23
nú reyndar að því síðar, að það stekkur enginn upp á verðlaunapallinn í þessari grein né annarri, án þess að á undan sé gengið þrotlaust erfiði. Árið 1963 fór ég til Bretlands og lieimsótti þá kapp- akstursskóla, sem er í eigu manns að nafni Jim Russel. Þá ók ég raunverulegum kappakstursbíl í fyrsta skipti. — Áður en lengra er haldið er bezt að segja frá því, að bílar, sem atvinnukappakstursmenn nota, eru nefnd- ir FORMULA eitt, tvö og þrjú. Nýliðar byrja að aka FORMULA þrjú. Allir þessir bílar, af hvaða gerð sem þeir eru, eru smíðaðir eftir ákveðnum reglum. Þungi þeirra er ákveðinn, vélina verður að smíða eftir settum reglum, og ýmislegt fleira kemur þar til greina. Allir eru bílar þessir ákaflega dýrir og þá sérstaklega FOR- MULA eitt, sem venjulega er aðeins smíðaður fyrir þekktustu og snjöllustu ökumennina. Oftast eru það olíufélög, hjólbarðaframleiðendur, bifvélaframleiðendur og slík fyrirtæki, sem kosta smíði þeirra. Allt er þetta gert með það fyrir augum, að ef bifreiðin kemur fyrst í mark, geta verksmiðjurnar, olíufélögin eða þeir, sem í hlut eiga, sagt í auglýsingum: NN, sem sigraði í hin- um erfiða kappakstri í Monaco, notaði þessa olíu, þessa hemlaborða og svo framvegis. Auk þess fæst auðvitað dýrmæt reynsla í sambandi við eiginleika hinna ýmsu vélarhluta, til dæmis blöndungs og gírkassa, og aksturs- eiginleika bifreiða og fleira, sem bifreiðaverksmiðjurnar geta notfært sér til endurbóta á framleiðslunni. En það er nú fyrst og fremst Mammon, sem stjórnar þessu öllu. Peningaverðlaunin eru oft ævintýralega há, ef vel geng- ur. Kappaksturshetjurnar fá ríkulegan hluta af þeim peningum, sem áhorfendur greiða fyrir að fá að horfa á þá aka og það eru háar upphæðir, sem skipta um eigendur, þegar hin voldugu fyrirtæki kaupa beztu mennina til að keppa fyrir sig. Einn þekktasti kapp- akstursmaður veraldar, Jim Clark, hafði á síðasta ári Á braut í Mallory Park, Englandi. Lotus. Rétt fyrir start f Snetterton. Bílunum hef- ur verið raðað upp, kcppni hcfst cftlr þrjár mínútur. Nr. 16 á bróðir Profumos hins fræga, og það er hann sem er f úlpunni. VIKAN 2. tbl. 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.