Vikan


Vikan - 13.01.1966, Page 25

Vikan - 13.01.1966, Page 25
inétBin og koni 6 sinum fyrstir í marh Bílarnir skullu all-harkalega saman og ég sé á eftir keppinaut mínum þar sem hann fór í gegnum tvöfalda öryggisgirðingu og þeyttist út í móa. Ég hélt áfram, en þegar ég kom í næstu beygju á um 200 , kílómetra liraða, lét bíllinn ekki að stjórn. Hann kastaðist til á brautinni, svo að ég varð að minnlca hraðann og láta mér nægja áttunda sæti. Þegar ég hafði stöðvað bílinn, sá ég að hjóla- og stýrisútbúnaðurinn var allur úr lagi genginn. Bíllinn var þá orðinn heldur óhrjálegur og vélin farin að gefa sig. Ég hafði engan bifvélavirkja né hefi haft; alltaf þurft að gera við bílinn sjálfur.“ Ég kom svo heim í september þetta ár og vann hér þar til í marz í fyrra. Þá fór ég aftur út og til sama mannsins. Nú keppti ég fyrir skólann sem ökumaður „númer eitt“. Ég var sendur til að aka í erfiðustu keppnunum. Ég fékk nýjan bíl, Brabham-FORMULA þrír. Það kom síðar í ljós að þetta var óláns farartæki. Ég átti í eilífu basli og erfiðleikum með hann. Vélin var kraftlítil og alltaf að bila. Ég reyndi að fá þetta í lag, en það var alltaf eitthvað að gefa sig í vagninum. Fyrsta keppnin, sem ég tók þátt í þetta vor, var á Ítalíu. Ég ók þangað. Hafði kappakstursbílinn á vagni, sem ég festi síðan aftan í lítinn bíl, er ég átti og á reyndar ennþá. Maður svífur ekki á bleikum amerískum kvikmyndaskýjum á þessum ferðalögum. Við fáum ekki krónu, nema ef að við sigrum. Umboðsmenn okkar, sem í mínu tilfelli er skólinn, koma okkur aðeins í samband við stjórnendur kappaksturs- brautanna. Annað gera þeir ekki. Þeir vita sem er þessir karlar, að við fórnum öllu til að fá að taka þátt í orrustu á frægri braut, þar sem ekki eru tómir kálfar og nýliðar og sæmileg verðlaun í boði. Þetta er ein greinin í leikreglunum. Við þurfum að hafa náð talsverðum árangri áður en þessir fuglar fara að gera eitthvað fyrir okkur! Ég keppti tvisvar á Ítalíu, en vélin gerði sigurvonir mínar að engu. Ég fór aftur til Lundúna og fékk nýja vél. Hún var mér á engan hátt hliðhollari. Þó fékk ég sérstök verðlaun í einni keppninni fyrir að fara einn hring á skemmri tíma en nokkur annar keppandi. f sjálfri keppninni beið ég ósigur. Þá komum við að þeim kafla á kappakstursferli mínum, sem flestir hér heima kannast við. Það hefur líklega verið í fyrsta sinn, sem Tslendingar heyrðu talað eða sagt frá íslenzk- v VIKAN 2. tbl. 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.