Vikan


Vikan - 13.01.1966, Síða 26

Vikan - 13.01.1966, Síða 26
Ævíntýralegir peningar ef vel gengur um kappakstursmanni, og ekki hefur sú saga orðið til að auka hróður minn né íþróttarinnar. Það var þegar bíl mínum hvolfdi í kappakstri á Hróarskelduhringnum. Þegar ég hélt að bíllinn minn væri kominn í sæmilegt lag, fór ég til Danmerkur til að taka þátt í svonefndri Danish Grand Prix. Okuhringurinn í Hróarskeldu er 1100 metra lang- ur. Þetta er ólánsbraut að allra dómi, óslétt og illa löguð. Keppninni var þannig hagað, að allir þáttakendur voru látn- ir spreyta sig í tveimur hópum í forkeppni. Þeir, sem beztum árangri náðu, tóku síðan þátt í aðalkeppninni. Ég var settur í fyrri hópinn í forkeppninni. Þegar stjórnandinn gaf merki um að kappaksturinn skyldi hefjast og ég ætlaði að leggja af stað, snerist drifskaftið í sundur. Ég varð því úr leik í það skiptið. Mér tókst að ná í annað drifskaft og koma því á sinn stað og gat varla verið með i seinni hópnum í forkeppn- inni. Ég náði mjög góðum tíma og tryggði mér þátttöku í aðalkeppninni. Hún hófst eftir hádegi á sunnudegi og voru áhorfendur um 30 þúsund. Ég var sjötti í röðinni á marklínunni er keppnin hófst, en bílarnir voru alls 20. Þegar eftir að við vorum lagðir af stað komst ég í fjórða sæti. Skömmu síðar fór bíllinn, sem var á undan mér, útaf og var ég þá kominn í þriðja sæti. Við átt- um að aka átta hringi. I sjötta hringnum varð slysið. Við ókum upp á hæð, síðan undir brú og þá kom beygja til vinstri. Bíllinn, sem var á undan mér, fór aðeins út fyrir akbrautina og þeytti smásteinum inn á hana. Það hlýtur að hafa verið þetta grjót, sem olli því að það sprakk hjá mér. Á kapp- akstursbílum eru mjög þunnir hjólbarðar. Það eru aðeins tvö strigalög í þeim. — En hvað um það, — ég missti algjörlega

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.