Vikan


Vikan - 13.01.1966, Síða 27

Vikan - 13.01.1966, Síða 27
*0 Sverrir og Lótusinn. Á leið suður til Ítalíu með Lotusinn á aftanívagni. Þá biluðu bremsurnar á Mimi Morris-Coopernum á hættulegum stað í Ölpunum og þá var ekki um annað að ræða en skifta um borða. Að neðan til vinstri: Þessir bílar eru mjóir og þröngir, og helzta ráðið að smeygja sér ofan í þá. vald á bílnum. Hann lyftist fyrst upp að aftan og framend- inn rakst í brautina af heljarafli. Eg sá hvernig bíllinn bók- staflega lagðist saman að framan. — Það minnti helzt á kökudeig, sem ldesst er niður á borð. — Því næst flaug bíllinn upp í loft og snerist nokkra hringi án þess að koma við jörðu. Hann snerist eins og blýantur, sem maður hefur haldið í oddinn á og fleygt frá sér. Ég reyndi að halda í stýrið, en það var tilgangslaust. Annars get ég litla grein gert mér fyrir því hvað gerðist þessar sekúndur þar til bíllinn og ég lentum eftir flugferðina. Sjónarvottar sögðu mér, að ég hefði kastazt út úr bílnum í einni sveiflunni og flogið fram fyrir hann. Við lentum báðir í skógarkjarri. Ég talsvert fyrir framan bílinn, en báðir fyrir utan brautina. Ég held ég hafi stokkið strax á fætur, enda varð ég fyrstur að bílnum og stóð þar bölvandi og ragnandi, þegar sjúkraliðarnir komu. Þeir vildu fá að leggja mig á sjúkrabörur, en ég neitaði algjörlega; sagði þeim, að ekkert amaði að mér. Þeir stóðu lengi hjá mér og voru af og til að spyrja hvort ég væri viss um að ekkert væri að mér. Það var mikið ritað um þennan atburð í dönsku blöðin og þannig bárust fréttirnar hingað heim. Bíllinn var mikið skemmdur og ég fór með hann heim til Bretlands daginn eftir. Þar tókst að tjasla honum saman aftur og eftir þrjár vikur var ég kominn heim til Svíþjóðar. Þar tók ég þátt í einni keppni, en var dæmdur úr leik, þar eð olía lak úr bílnum mínum á brautina. Ég var þriðji í röðinni er það gerðist. Frá Svíþjóð fór ég til Parísar. Þar tók ég þátt í öðrum kappakstri. Hamingjan var mér ekki hliðhollari þá en í fyrri keppnum þetta sumar. Kælivatnskerfið í bílnum bilaði. Þetta var síðasti kappaksturinn, sem ég tók þátt í á Framhald á bls. 50. Radfords. Sérstök verksmiðja, sem sér- hæfir sig í body smíðum. Meðal ann- ars smíðuðu þeir hinn fræga Aston- Martin fyrir James Bond (kvikmynd- ina), og til gamans má geta þess, að Peter Sellers lætur þá alltaf flikka upp á bílana sína áður en hann sezt upp í þá. VIKAN 2. tbl. 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.