Vikan - 13.01.1966, Page 41
liti er sá, að hinn kurteisi lætur
skoðun sína eða athugasemd í Ijós
á friðsamlegan hátt og ef kostur er,
án þess að rýra virðingu þess, sem
við er rætt, en hinn ókurteisi tekur
ekki minnsta tillit til þeirra, sem við
er rætt, grípur fram í fyrir þeim,
ræðst á þá með háreysti og mis-
býður sómatilfinningu þeirra á hlið-
stæðan hátt. Hinn fyrrnefndi aflar
sér vinsælda og heldur rétti sínum
vegna þess, að hann hefur tamið
sér fagra, friðsæla og þar með
farsæla umgengnishætti við annað
fólk, en hinn síðari aflar sér óvin-
sælda og verður venjulegast lítið
ágengt í málflutningi sínum vegna
sinna Ijótu siða. Kurteisin, sem ekki
kostar peninga, er því venjulegast
einn af hagnýtari eiginleikum ein-
staklingsins í lífi og starfi, því hún
kallar fram það bezta í fari fólks
í samskiptum þess hvert við annað.
Sölumaður dauðans
Framhald af bls. 19.
að og hélt svo áfram, og bíllinn
ók fallega, var fallega ekið. Hana,
kvikindið þitt, öskraði Grierson í
huganum. Svona! Hann renndi sér
skáhallt á öllum fjórum fyrir
beygju, sló af án þess að snún-
ingum fækkaði nokkuð sem hét,
þrýsti síðan fætinum á bensíngjöf-
ina aftur. Craig, sem hafði í nokkr-
ar mfnútur ekki mælt orð af vör-
um, hallaði sér fram og lagði eyr-
un við gangi vélarinnar og sneri
sér síðan að Grierson.
— Það þarf að hreinsa kertin hjá
þér, sagði hann.
Eitt andartak varð Grierson svo
reiður, að hann hafði nærri því ek-
ið út af. Svo slakaði hann aðeins
á og hætti á að líta til hægri. Craig
var að hlægja að honum.
Grierson þrýsti fætinum niður aft-
ur svo bfllinn tók kipp áfram, síð-
an slakaði hann aftur á og tók að
hlægja.
— Allt í lagi, sagði hann. — Ég
gefst upp. Ég býst við að þú akir
Le Mans líka.
— Nei, sagði 'Craig. — Ég vildi
óska að ég gæti það. Ég átti Jag-
uar „E", en ég skipti honum fyrir
Bristol. Konan mfn — hann hikaði
— hún vildi hafa þak. Þú varst kom-
inn á dálaglega ferð þarna.
— Hann fer ekki hærra en í
hundrað og tíu, sagði Grierson. —
A hans aldri er ekki sanngjarnt að
biðja um meira. Hann sló meira
af. — Jæja, nú skulum við rifja
þetta upp. Ég er sá, sem auglýs-
ingadeildin sendi niður eftir, vegna
þess að þeir halda að ég geti
kannske fundið þarna eitthvað við
mitt hæfi. Þú ert gamall kunningi
minn, sem fylgir í sporin mín. A
þann hátt verður það ég, sem
fylgzt verður með.
— Ágætt, sagði Craig. — Að
hugsa sér. Gamli McLaren. Kominn
í sjónvarpið. Rödd hans var stríðn-
isleg, og Grierson leit á hann aft-
ur. Craig var ekki reiðilegur; það
var tvíræður glettnissvipur á and-
liti hans, vottur af vorkunnsemi.
— Hvað heitirðu? spurði Grier-
son.
— John Reynolds.
— Starf?
— Framkvæmdastj., sagði Craig.
— Hvað heitir auglýsingafirmað?
— Jansen, Caldecott and True,
sagði Craig.
— Rétt, sagði Grierson. — Það
er partý hjá McLaren, þegar öllu
er lokið. Við getum farið líka ef þú
vilt.
— Við sjáum til, sagði Craig.
— Láttu mig vita, sagði Grier-
son. — Segðu mér nú eitthvað frá
fyrirtækinu þínu.
— Express Television Company
var til húsa í stórri byggingu með
forhlið úr gleri og reis upp af
grasflötum, gosbrunnum og blóm-
um. Forðazt hafði verið að eyði-
leggja Hertfordshirelandslagið, til
að mýkja harðneskjulegt glerandlit-
ið, og í vornóttinni glóði glerið af
yl margra Ijósa. Þarna var ein-
kennisklæddur dyravörður og dyrn-
ar voru stórkostlegar, flekklausar
glerplötur, sem opnuðust af sjálfs-
dáðun. Lyfta, sem angaði af nellik-
um, og sjónvarpsstarfsmaður, sem
var svo önnum kafinn og svo ham-
ingjusamur yfir því að fá að þjóna
sjónvarpstækninni, að mennirnir
tveir skömmuðust sín fyrir að viður-
kenna, að þeir vissu ekkert um
sjónvarp. Framhald ( næsta blaði.
Heklað sjal
Framhald af bls. 47.
garninu um nálina og farið í næstu
loftl. og 3. loftl. í næsta boga og
heklið þær saman í eina langa I.
Fyllið síðan alla bogana á þennan
hátt og skiljið eftir 3 loftl. á báðum
endum. Hekl. 1 umf. með fastah.
yfir löngu stuðlana. Hekl. nú lausa
loftlykkjubekkinn. Byrjð í 1. upp-
fitjunarumf. * heklið 8 loftl. og
festið niður með 1 fastal. ( næstu
stuðlaumferð. * Endurtakið frá
3 sinnum. Heklið þá aftur 8 loftl.
og festið niður í fyrstu löngu lykkj-
una er fyllir loftlykkjubogana * *
B. S. Parket og Jaspelin
gólfdúkur - nýir litir.
Einnig linoleum parket-gólfflísar
í viðarlíkingu.
Eiynist nýja vini!
Pennavinir frá 100 löndum óska eftir
bréfaskriftum viS yður. Upplýsingar á-
samt 500 myndum verða send til yðar
án endurgjalds.
CORRESPONOENCE CLUB HERMES
Berlin 11, Box 17, Germany
8 loftl., 1 fastal. ( 4. I. * * Endurt.
frá * * til * * yfir allar löngu
lykkjurnar og endið á sama hátt og
þegar byrjað var.
Heklið þá aðra umf. á sama hátt
og fitjið upp 8 loftl. og festið með
1 fastal. í miðjan loftlykkjuboga
fyrri umferðar.
Hekl. ( allt 7 umf. á þennan hátt
nema hvað næstu 2 umf. eru með
10 loftl. og þarnæstu 3 umf. með
12 I.
Hnýtið að lokum 20 sm. langt
kögur í seinustu loftlykkjubogana
og hafið um 20 þræði í hvern
hnút.
Einnig má hekla þetta sjal á
þann hátt að hekla allar fasta-
heklumferðir með silkigarni og aðra
hverja loftlykkjuumferð í lausa
kantinum að neðan. Sé sjalið hekl-
að á þennan hátt fer vel að hnýta
kögrið með báðum garntegundun-
um.
VIKAN 2. tbl.