Vikan - 13.01.1966, Side 48
ANGELIQUE OG KÖNGURINN
Framhald af bls. 17.
— Drengurinn er ekki mjög líkur yður í andliti, en það sést að hann
er sonur yðar, af því hvernig hann grípur málin. Það mætti efast um
skyldleika ykkar, ef framkoman kæmi ekki upp um hann. Við alla
hirðina eruð það aðeins þér og hann, sem getið horft á konunginn á
þennan hátt.
— Ég bið yðar hágöfgi að afsaka.
— Hversvegna? Þér iðrist einskis, hvorki fyrir hans hönd né yðar.
En hvað um það! Ég veit ekki, hvað ég á að halda. Það er sagt, að
sannleikurinn verði íundinn í munni barna, svo hversvegna ætti ég
að efast um það? Ég verð að tala við Duchesne. Madame de Montespan
mælti með honum við mig, en það er aldrei að vita.
séð de Lesdiguiéres djákna fyrir stundarkorni. Hann var þar enn, hjá
einum af hinum stóru marmaravösum, fullum af geraníum, þar sem
hann barðist hetjulega við stríðni Madame de Gramont og Madame de
Montbazen.
— Djákni! hrópaði hún. — Hvar er Florimond?
— Hann skrapp frá, Madame. Hann sagði mér, að hann hefði eitthvað
að gera í eldhúsinu, og að hann myndi koma fljótlega aftur. Þér vitið
hvað hann er fús að hlaupa í sendiferðir og taka til hendinni.
— Nei, nei! sgði Naaman og hristi vefjarhöttinn. — Hann segja:
— Ég losna við Florimond, þú veizt hvernig. Við vera þögul núna.
Hann tala ekki meira.
— Heyrirðu hvað hann segir? Drengurinn mun aldrei tala framar,
hrópaði Angelique og hristi djáknann. — Fyrir guðs skuld segið mér
hvert hann fór!
— Ég-ég-hann sagði mér það, stamaði djákninn. — E'ldhúsið. . ..
Hann ætlaði að fara um Díönustigann til þess að verða fljótari.
Nauman vældi eins og api í gildru, og rak út úr sér langa, bleika
©
BJÓflUM YIUR FLESTAR TECUNDIR TRYGGINGA
BEZTU KJGB • MUNUM VEITA GUDA ÞJONUSTU
Angelique minntist þess síðar, að einmitt meðan konungurinn sagði
þetta, kraup þjónn fyrir framan hann og hélt fram körfu með ávöxt-
um, ekki handa honum að snæða af — því konungurinn át aldrei án
þess að vera umkringdur af sínu venjulega borðhaldsÞjónustuliði —
heldur svo hann gæti dáðst að þeim. Konungurinn lofaði fegurð hinna
stóru, rauðu og grænu epla, hunangsgulra peranna og rauðblárra
ferskjanna. Svo var farið með ávextina í burtu og Þeir settir á lágt,
langt borð með svo hvítum dúkum, að helst líktist snjósköflum. Veðrið
hentaði mjög vel fyrir þá tegund skemmtunar, sem fram átti að fara
að þessu sinni, og kvöldið var svo milt, að hirðmennirnir dreifðu sér
um flatirnar og hlöðin uppi við höllina. Þegar hún var að horfa á
síðustu geisla sólarinnar, hvernig þeir lögðust yfir flatirnar, fann hún
litla hönd þrífa í pilsið.
— Ma’m! Ma’m Plessis!
Hún leit niður og sá Naaman, litla svarta sveininn, i páfagauksbláum
jakka, með vefjarhött, í viðum buxum. Jafnvel í rökkrinu sá hún hvít-
una i augum hans hringsnúast eins og billjardkúlur.
— Ma’m! Yðar drengur deyja! Yðar drengur deyja!
Málfar hans var þannig, að hún skildi hann ekki í fyrstu.
— M’sieu Florimond! Hann mjög veikur, mjög veikur. Deyja!
Þegar hún heyrði hann nefna Florimond, þreif hún í litla svertingj-
ann og hristi hann.
— Hvað er að Florimond? Talaðu!
— Veit ekki, Ma’m, veit ekki. Ég hræddur!
Angelique tók til fótanna upp á norðursvalirnar, þar sem hún hafði
tunguna í áttina að höllinni. Hann lyfti höndunum og glennti út fing-
urna með dramatískum tilburðum.
— Diönustiginn? Ö, mjög vont, mjög vont!
Hann tók til fótanna og hljóp eins hratt og fæturnir gátu borið hann
í áttina að höllinni. Angelique og djákninn fylgdu honum eftir. Móður-
tilfinningar hennar gáfu henni vængi, og þrátt fyrir þungan klæðaburð-
inn, háhælaða skóna og litla svertingjann hennar, sem hékk í slóða
hennar, fylgdi hún þeim nokkurnveginn eftir og kom að höllinni í sama
bili og þeir höfðu tekið að yfirheyra einn varðmanninn í anddyri suður-
álmunna.
— Lítill rauðklæddur hirðsveinn? spurði varðmaðurinn. Já, ég sá
hann fara framhjá fyrir stundarkorni. Ég varð hissa, því það fer varia
nokkur þessa leið síðan stiginn var rifinn fyrir endurbygginguna.
— En.... En.... stamaði djákninn.... Áður, þegar við bjuggum
hér, var Diönustiginn oft notaður. Það var hægt að fara hann upp á
svalirnar og komast þannig að suðurstiganum, sem lá niður í eldhúsin.
— Ekki lengur. Þeir hafa rifið niður heilan vegg til að stækka álm-
una. Diönustiginn er ónothæfur, það er ekkert nema vinnupallurinn
eftir.
— Florimond vissi það ekki. Florimond vissi það ekki, át djákninn
upp hvað eftir annað.
— Þið meinið þó ekki, að drengurinn hafi farið þangað upp? spurði
varðmaðurinn og bölvaði. — Ég hrópaði til hans að stanza, en hann
hljóp of hratt.
Naaman, djákninn og Angelique voru þegar komin af stað aftur.
VIKAN 2. tbl.