Vikan - 13.01.1966, Page 49
Diönustiginn gnæföi frammi fyrir þeim í myrkrinu, sem var svo þétt,
að þau gátu aðeins getið sér til um vinnupallinn efst uppi. Verkamenn-
irnir voru þegar farnir. Það var í áttina að þessari dökku hit, sem
Florimond hafði hlaupið. Angelique lagði af stað upp og fæturnir skulfu
undir henni.
— Bíðið, hrópaði vörðurinn, — bíðið, meðan ég næ í tundurstokkinn
minn. Þið dettið ofan í. Það er að vísu vinnupallur þar, en þið verðið
að vita hvar hann er.
Angelique þreifaði sig áfram milli steinahauga og gipsmulnings,
þangað til varðmaðurinn náði þeim.
— Stanz! hrópaði hann. — Sjáið þið!
Loginn af tundurstokk hans sýndi gapandi gjá, aðeins tvö fet fram-
undan þeim.
— Þeir hafa tekið vinnupallinn, sagði varðmaðurinn.
Hné Angelique sviku hana, þegar hún leit út fyrir svart hyldýpið,
sem hafði gleypt barn hennar.
■— Florimond!
Rödd hennar var framandleg. Dragsúgur blés fúlu lofti upp úr gjánni
framan í hana. Bergmálið var hið eina svar.
—• Florimond!
Varðmaðurinn reyndi að rjúfa myrkrið með flöktandi loga sínum.
—■ Ég get ekkert séð. Ef hann hefur dottið, hlýtur hann að vera
þarna niðri ennþá. Við verðum að ná i kaðla og stiga og kyndla. Fað-
ir, haldið henni, svo hún detti ekki líka. Verið ekki hér. Við skulum
ná í hjálp.
Stíf af örvæntingu klöngraðist hún aftur niður þrepin. — Þeir hafa
drepið drenginn minn, stolt mitt og gleði.... Litla drenginn, sem
aldrei framar mun tala.... Florimond vissi Það ekki....
Varðmaðurinn og djákninn hjálpuðu henni að bekk í dimmum for-
salnum. Naaman litli og negrinn, sem bar slóðann hennar, vældu eins
og illir fyrirboðar.
Þjónustustúlka með sex arma ljósastiku kom eftir ganginum, sem lá
fram á aðalhlaðið.
— Er yður illt, Madame? Ég er með ilmsölt.
— Sonur hennar hefur fallið af vinupallinum, sagði varðmaðurinn.
— Vertu hér með kertin. Ég er farinn að sækja hjálp.
Allt í einu hentist Angelique á fætur: — Hlustið! Rödd hennar Þagg-
aði niður í svertingjunum. Síðan heyrðist úr fjarska, að einhver kom
hlaupandi á léttum fótum. Allt í einu skauzt Florimond á fullri ferð
út úr sama ganginum og stúlkan. Hann hefði farið fram hjá þeim, án
þess að gefa þeim gaum, hefði varðmaðurinn ekki verið nógu fljótur
að loka honum leiðinni með atgeirnum sínum.
— Hleypið mér! Hleypið mér! hrópaði Florimond. — Ég er orðinn
of seinn að ná í það sem Monsieur de Caraport sendi mig eftir fram
i eldhúsið.
— Stanzaðu, Florimond! hrópaði de Lesdiguiéres djákni og reyndi
með skjálfandi höndum að halda aftur af honum. — Þessi stigi er
hættulegur. Þú myndir bíða bana ef.... Hann náfölnaði allt í einu
og lét fallast á bekkinn, við hlið Angelique. Eitt andartak hafði þeim
virzt, að Florimond myndi vaða beint í dauðann fyrir augum þeirra, en
varðmaðurinn hafði náð traustu taki á hálsmáli hans.
— Rólegur, asninn þinn! Var ekki verið að segja þér, að þetta væri
hættuleg leið!
—• En ég er orðinn svo seinn!
—• Þú ert aldrei of seinn að deyja! Rólegur sonur, og þakkaðu heilagri
jómfrú og verndarenglinum þinum.
Ennþá andstuttur og másandi útskýrði Florimond hvað gerzt hafði.
Þegar hann var kominn þangað, sem þau voru núna, hafði hann rekizt
á litla d’Anjou hertoga, þriðja og yngsta konungssoninn, aðeins eins
og hálfs árs að aldri, kjagandi um i gullknipplingunum sínum með
perluhúfuna og knipplingahálsmálið og hinn fyrirferðarmikla Saint-
Louis borða festan á svörtu flaueiisfötin. Hann hafði sloppið frá barn-
fóstrunum og ráfaði nú um þetta völundarhús með epli í höndunum
eins og lítill, týndur guð.
Florimond, sem var hugsunarsamur og trúr, hafði tekið konungsson-
inn upp og borið hann aftur til barnfóstranna í íbúð krónprinsins og
systur hans. Á sama tima og næstum hafði liðið yfir Angelique, þegar
hún hallaði sér út yfir svart, gapandi hyldýpið, hafði Florimond tekið
á móti hjartanlegustu þökkum þjónustuliðs konungsbarnanna. Síðan,
meðan þjónustufólkið var að hrósa sjálfu sér fyrir heppnina, hafði
Florimond þotið af stað eins og örskot til að ljúka erindi sinu.
Angelique tók hann í fang sér og þrýsti honum að sér. Hún vissi
varla hvað hún sagði.
—• Ef hann hefði yfirgefið mig líka, eins og Cantor, hefði ég dáið.
Allt, sem tengir mig við þig, ástin mín, hefði verið horfið. Ó, hvenær
kemurðu aftur og frelsar mig?
Hún vissi ekki einu sinni, hvern hún var að tala við, svo æst var
hún. Aldrei framar myndi hún gleyma mildum ljósaskiptunum í Ver-
sölum, þegar lítil svört þrælshönd tók í pilsfald hennar: — Ma’m, yður
drengur deyja....
Hún svipaðist um eftir Naaman en hann var horfinn. Nú, þegar
Monsieur Florimond var heill á húfi, hafði hann snúið aftur til hús-
móður sinnar — ,,hinnar“. Vafalítið myndi hann verða að þola högg
af gimsteinum prýddri liönd hennar, fyrir að vera svo lengi í burtu.
Stúlkan hafði farið eftir víni og glösum. Angelique neyddi sig til
að drekka lítið eitt, jafnvel þótt háls hennar væri enn aðþrengdur af
áhyggjum.
— Fáið ykkur drykk líka, sagði hún. — Drekkið, góði hermaður. Án
yðar og tinnustokksins yðar, værum við nú öil á botni hyldýpisins.
Varðmaðurinn drakk í einum teyg úr glasinu sem hún rétti honum.
— Ég skal ekki neita, ég má einnig prísa mig sælan. En ég get ekki
skilið hversvegna þessi vinnupallur hefur verið tekinn burt. Ég verð
að skýra yfirnifinni mínum frá þessu svo hann geti kvartað við verk-
stjórana.
Angelique rétti honum og þjónustustúlkunni þrjá gullpeninga hvoru,
síðan sneri hún til sinnar eigin íbúðar, leiddi Florimond við hönd sér,
og djákninn og litli svertinginn hennar fylgdu henni eftir. Þegar þang-
að kom, féll hún saman á ný.
Þeir ætluðu að drepa son minn! var það eina, sem komst að í huga
hennar.
— Florimond, hver sendi þig út i eldhúsið? spurði hún.
— Monsieur de Caraport liðsforingi í borðhaldsþjónustuliði konungs-
ins, ég þekki hann vel.
Angelique tók um svitastorkið ennið. — Hvenær kemst ég að sann-
ieikanum?
I næsta herbergi heyrði hún de Lesdiguiéres segja „Sverðfinni” Mal-
brant frá atvikinu.
— Sagði þessi Monsieur de Caraport þér ekki, að Diönustiginn væri
hættulegur, og enginn hefði notað hann tímum saman.
— Nei.
— Hann hlýtur að hafa varað þig við, en þú hefur bara ekki hlustað.
— Nei, það er ekki rétt, mótmælti Florimond reiðilega. Hann sagði
meira að segja: — Farðu um Diönustigann, þú veizt hvar hann er. Það
er stytzta leið út i eldhúsin.
— Ég vildi óska, að ég vissi hvort hann er að ljúga til þess að losna,
sagði Angelique — Hún vissi ekki, hvað hún átti að halda — vinnu-
pallurinn hafði verið tekinn burtu.... hvað átti hún að gera? Hvað
átti hún að halda? Framliald í ncesta blaöi.
Öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris.
Kemur út mánaðarlega
Ffölbreytt aö efni
Fæst á næsta blaðsölustað eða bókabúð
Kostar 40 kr. heftið. Árgangurinn kr. 400.
BorSið eins mikið og þið getið
mark og 9 kg. hámarkJ. Þaö er ekki hollt aö
megrast of hratt, fiannig aö eftir fjórar vikur
ætti aö reyna aö grennast ekkí meira en 3%
kg. á mánuöi. Eftir því sem fitulag líkamans
minnkar, veröur matarlystin minni. Konur
ættu ekki aö láta hugfallast þótt þcer þyngist
meö tíöum, því aö þaö er annars eölis og hverf-
Framhald af bls. 46.
ur strax aö þeim loknum. Þegar eölilegri
líkamsþyngd er náö, má hverfa aftur aö venju-
legu mataræöi, en ráölegt er aö draga úr
neyzlu áfengis, sykurs og alls meö sykri í,
og öruggast er aö boröa til skiptis fitandi og
megrandi mdltiöir, þannig aö eftir hverja liita-
einingaaukandi máltíö komi ein einingaeiö-
andi máltiö. Hvenær sem þiö þyngist um 1—2
kg. er rétt aö byrja á megrandi fœöi aftur,
þar til réttri þyngd er náö.
Eitthvaö á þessa leiö var greinin í enska
blaöinu og endaöi Mhi á því, live állir mœttu
vera fegnir aö geta nú boröaö og boröaö enda-
laust meö góöri samvizku. ★
VIKAN 2. tbl. 49