Vikan - 13.01.1966, Side 50
Mammon
T
APPELSÍN
SÍTRÓN
L I M E
Svalandi - ómissandi
á hverju heimili
Sunfíesk
Framhald af bls. 27.
nýliðnu ári. Ég kom heim í
október síðast liðnum.
Ég fer aftur út nú í febrúar.
I vor og sumar mun ég taka
þátt í öllum aðalkeppnum FOR-
MULA 3 bíla í Evrópu, og þá
meðal annars í hinum fræga
kappakstri í Monaco. Ég mun
halda áfram að keppa á vegum
skólans, en nú verða það aðeins
úrvals ökumenn, sem ég mun
berjast við. Gangi mér vel kemst
ég kannski í svokölluð „team“,
en það eru hópar hinna beztu
ökumanna, sem olíufélög eða
aðrir fjársterkir aðilar gera
samninga við. Þá fer að hilla
undir FORMULA tvö. Ég hefi
fyrir nokkru gert samning við
BP-olíufélagið. Samkvæmt hon-
um er mér gert að nota ein-
göngu BP-olíur og benzín, sem
ég fæ ókeypis. í staðinn verð ég
að bera BP-merki þegar ég ek
í keppni.
Þessi saga mín kemur ugglaust
ýmsum spánskt fyrir sjónir. Ein-
hverjir kunna að álíta að ég sé
snarvitlaus eða bara bölvað
flón. Þetta getur hvort tveggja
verið rétt. En ég hef þetta í blóð-
inu, eins og sagt er um sjómenn,
sem ekki geta hangið í landi
deginum lengur. Ég held að ég
geti þetta, og verður maður ekki
að hafa traust á sjálfum sér til
að komast áfram á þeirri braut,
sem maður hefur valið? Það er
ekki beinlínis hægt að segja,
að menn hafi talað í mig kjark-
inn hér heima, enda kannske
ekki eðlilegt. En það eru nokkr-
ir, auk mín, sem hafa trú á því
að ég eigi eftir að ná árangri.
En þetta er allt undir sjálfum
mér komið, og það veit sá, sem
allt veit, að ég ætla ekki að gef-
ast upp.“
Svar við bréfi frá B.B.
Framhald af bls. 46.
ekki nein íslenzkuð nöfn á þessum
efnum, en mundi fara með þau beint
í apotek og láta það útvega mér þau.
Fylgdi með, að annaðhvort œtti að
renna þeim í gegnum blettinn á efninu
með skál undir (efnið fest yfir skál-
ina með teygjubandi), en sé munstur-
bekkurinn nálægt blettinum er viss-
ara að setja hreinsunarefnið á með
dropateljara, svo að það renni ekki á
það rauða. Hreinsað á eftir með köldu
vatni og endurtekið ef bletturinn fer
ekki. Líka má leggja blettinn á þerri-
pappír og nudda hann eða réttara sagt
þrýsta á hann með glertappa eða gler-
stöng með hreinsiefninu á hvað eftir
annað og taka pappírinn undan jafn-
óðum og bletturinn færist yfir á hann.
En í þeirri bók stóð líka, verð ég að
hryggja B.B. með, að gömlum blett-
um væri yfirleitt ekki hægt að ná
burt, því að myglan væri sveppur, sem
leggðist á og eyðilegði smám saman
þræðina í efninu.
Nokkrar
reglur um
samsetningu
máltíða
Kaldir réttir á móti heitum.
Haröir á móti uijúkum.
Bragömildir á móti mikiö krydd-
uöum.
Daufir litir á móti sterkum.
Létt á móti þungu.
Þannig mundi kaldur forréttur
fara betur viö heitan aöálrétt og
öfugt, en reglan er yfirleitt sú,
aö aöalrétturinn og sá veigamesti
sé í miöiö. Ef einhver litur er
ríkjandi í aöalréttinum, er ekki
heppilegt, aö bæöi forréttur og
ábætisréttur beri sama lit. Sé kjöt
aöálrétturinn, er ekki gott aö for-
réttur sé líka úr kjöti, nema þá
aö litlu leyti. Skeldýr, fiskur,
grænmeti eöa eggjaréttir eru
skemmtilegri meö kjötrétti. Á eft-
ir þungri aöálmáltíö eru ábaetis-
réttir yfirleitt haföir káldir, en hafi
aöalmaturinn veriö léttur, mega
ábœtisréttir gjarnan vera heitir
og matarmiklir. Súpa er góö byrj-
un á fiskmáltíö, eöa e.t.v. sálat
eöa einhver pæréttur. Síldarréttir
eru oftast á undan lcjöti eöa fugl-
um, en sjáldan á undan fiski.
Forrétturinn þarf ekki álltaf aö
vera borinn á borö. Sé drykkur
borinn fyrir máltíö, getur veriö
skemmtilegt aö bera forréttinn
meö, sé hann ekki því íburöar-
meiri.
FYLLTAR PÖNNUKÖKUR
Litlar, ósætar pönnukökur með
góðri fyllingu eru skemmtilegur
forréttur. Það má fylla þær með
ýmsu og búa þær þannig til fyrir-
fram, sem getur verið þægilegt
við gestakomur, en rétt áður en
þær eru bornar á borð, eru þær
settar í eldfast fat, rifnum osti
stráð yfir og pönnukökurnar bak-
aðar þar í 20 mín. eða þar til ost-
urinn hefur fengið góðan lit og
kökurnar heitar. Fyllingin getur
verið eitthvað af þessu.
1. Humar, rækjur, kræklingar og
eitthvað grænmeti, t. d. smjör-
soðnir sveppir, spergill og dill, en
bragðbætt með karrý eða chili-
sósu og nokkrum dropum af hvít-
víni eða wermouth. Þessu er hald-
ið saman með örlítilli, góðri majo-
nes (sé hún ekki bragðgóð eða jafn-
vel aðeins þrá, kemur það óþægi-
lega í ljós, þegar hún hitnar).
2. Sveppajafningur, e.t.v. með
kjúklingabitum eða öðru smásöx-
uðu kjöti saman við.
3. Tvær ostasneiðar eru lagðar
á hverja köku og ein góð pylsa
ofan á, sem kökunni er vafið um.
4. Reykt skinka eða bacon saxað
og blandað saman við púrrusneið-
ar og saxaða persilju ásamt svo-
litlu sinnepi og annaðhvort rjóma
eða majones, en hvorki rjóminn
eða majones má vera nema lítið,
svo að fyllingin verði ekki of þunn.
5. Sardínur með harðsoðnum eggj-
um, persilju eða dilli og e.t.v. svo-
litilli chilisósu og örlitlum rjóma
eða majones.
RJÚPUR
Bindið spekk vel um rjúpurnar
og steikið þær í smjöri, en ekki
annarri feiti. Það þarf ekki svo
mikið smjör, að neinn muni um
það, en það hefur úrslitaáhrif á
bragðið.Sjóðið þær I rjómablandi,
(rjóma og vatni) með nokkrum
sveskjum i u.þ.b. 1% tíma, eða
þar til þær eru hæfilega soðnar.
Sósan síðan jöfnuð upp með hveiti
oð e.t.v. svolitlu ripsgelé bætt í.
Sveskjunum raðað kringum rjúp-
urnar á fatinu, ásamt öðru sem fal-
legt og bragðgott þykir, t.d. perum
fylltum með rifsberjahlaupi, rauð-
káli, brúnuðum kartöflum o.fl.
'ÓBÖKUÐ EPLAKAKA
1% kg. epli, % 1. vatn, 100 gr.
:sykur, 125 gr. rasp (ólitað eða
muldar tvíbökur), 50 gr. smjör,
2% dl. rjómi, kanill, sulta.
Eplin flysjuð og skorin í 4 stykki
'og soðin með helmingnum af sykr-
inum þar til þau eru orðin að
mestu að mauki. Helmingnum af
:sykrinum blandað í raspið ásamt
dálitlum kanil og það siðan steikt
'i smjörinu á pönnu þar til það
*er ljósbrúnt. Eplin, raspið og góð
fsulta lagt til skiptis á fat og gerð
úr því kringlótt kaka, en hlið-
unum þá þjappað vel saman um
leið og hún er búin til. Hún er
svo borin fram á sama fati og hún
er gerö 4. Þvi að hún er það lin,
:að erfitt er að flytja hana. Þann-
ig má geyma hana nokkra daga,
-en þegar hún er borin fram, er
hún þakin með þeyttum rjómanum,
•og annað hvort skreytt með sultu-
toppum og eplum, eða örlitill kan-
311 er látinn I svolitið af rjóm-
anum og kakan þannig gerð að-
•eins mislit.
-Q VIKAN 2. tbl.