Vikan


Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 11

Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 11
^wSíííísSiS íMtii r | ff Í í uu M, j II Éll ' 1;?.. j »:| v íU J§ ■ i g ^ ÉJ i i stök spurning, og ég hafði ekki lengi setið ( þessum notalega, dó- lítið slitna skrifborðsstól, þegar ég bar hana fram. — Ert þú Hjalti litli? — Hélztu það? Nei, ég er ekki Hjalti, en þó erum við dólítið lík- ir, eins og ég var barn. Sveimhuga, draumlyndir, dólítið gruflandi. En það er ekki mín bernska, sem ég lýsi í sögunum um Hjalta. Að vísu ólst ég ekki upp hjá föður mínum, fyrr en eftir 8 ára aldur, fluttist með móður minni á milli bæja, eins og Hjalti litli. En heimilin í sögum Hjalta eru ekki lík þeim heimilum, sem við dvöldumst á. Og mæður okkar voru ekki líkar, báðar ósköp góðar að vísu, en móðir Hjalta var ekki eins skyn- söm og móðir mín. Eða fannst þér hún skynsöm? Ég hafði reyndar ekki leitt hug- ann að því, en þegar ég hugsaði mig um, mundi ég, að hún var fyrst og fremst góð. — En auðvitað byggir maður allt- af eitthvað á eigin reynslu. Þú sérð t.d. Borgarfjörðinn 1 flestum mín- um sögum. Og persónurnar eru sprotnar upp úr fólki, sem ég hef kynnzt, börnunum, sem ég hef kennt. — Hvað kom þér til að gerast kennari? — Það verður nú eiginlega að skrifast á reikning Sigurðar heitins Thorlaciusar. Hann kenndi mér í Héraðsskólanum að Laugarvatni á sínum tíma, og okkur kom vel sam- an. Þegar hann var orðinn skóla- stjóri Austurbæjarbarnaskólans, hafði hann orð á því, að sig vant- aði kennara og dreif mig eigin- lega þar með í Kennaraskólann. Eg réðst svo til hans strax að loknu prófi og hef ekki fundið hvöt hjá mér til að skipta um starf eða starfsstað þau 32 ár, sem liðin eru síðan. — Er ekki starf barnakennarans dálítið erfitt? — í það starf skyldi enginn fara, sem ekki hefur áhuga á mannin- um sjálfum. — Og samskipti þin við börnin hafa kannski orðið til þess, að þú fórst að skrifa barnabækur? — Það er ekki víst, að ég hefði lagt út á þá braut annars. — Lestu ekki stundum þín eigin verk fyrir nemendur þína? — Jú, ég hef stundum lesið fyrir þau úr handriti. — Prófar sem sagt sögurnar á þeim? — Það má kannski segja svo. Annars er þeirra álit ekki góður prófsteinn. Þau vita, að þetta er eftir mig og vilja gera mér til geðs með því að hafa gaman af þessu. — Þú ert hógvær, Stefán. — Ja, kannski það. Annars get ég nú verið dálítið grobbinn lika! — Hefurðu ekki eignazt marga góða vini í gegnum starfið? — Jú, jú, það hef ég sannarlega. Annars hefur barnakennarinn dá- litla sérstöðu í hugarheimi fólks. Það skapast oft náið samband milli kennara og barns, en svo þegar barnið þroskast i fullorðna mann- eskju, verður það oft feimið við gamla kennarann sinn, einkum ef það hefur ekki staðið sig upp á 10 hjá honum. Okkur finnst þetta allt svo barnalegt, sem við aðhöfð- umst í bernsku. Og við erum 'elm- in við það. Er það ekki? — En þetta er ekki alltaf svona. Til dæmis komu til mín í vor fimm ungar stúlkur með hvítu húfurnar sínar til að þakka mér minn hlut í þeirra heiðursdegi. Svoleiðis ylj- ar manni. — Þú sagðist lesa sögurnar þín- ar stundum fyrir nemendur þína. Hvernig finnst þér annars búið að islenzkum börnum með lesefni? — Það er búið að venja þau á að lesa þvaður, og það er auð- vitað fullorðna fólkinu að kenna. Þetta hefði alls ekki þurft að fara svona. Þú hefur kannski tekið eft- ir því, að af um 300 bókatitlum, sem nú eru á markaðinum, er einn fjórði hluti barnabækur. Það er eitthvað skrítið við það. — Fyrir nokkrum árum, — ja, kannski 10 árum, gerði ég svo- litla könnun á bókaeign 200 barna frá 8 til 12 ára í Austurbæjarbarna- skólanum. Og jú, mikil ósköp, það voru góðar bækur innan um, en megnið var þýtt rusl. Og ekki hef- ur það batnað siðan. Það eru allt- af uppi raddir um, að ástandið sé ekki sem bezt. En hvað er gert? — Nei, meinið er, að það er alltaf verið að græða á blessuðum börnunum og unglingunum. Hverj- ir eru það t.d. aðrir en ungling- arnir, sem verða af með stjarn- fræðilegar fjárupphæðir [ vasa há- vaðahljómsveita, sem þeytast hver - Fyrir nokkrum árum, - jo, kannski 10 árum, gerði ég svolitla könn- un á bókaeign 200 barna frá 8 til 12 ára í Austurbæjarbarna- skólanum. Og jú, mikil ósköp, það voru góðar bækur innan um, en megnið var þýtt rusl. Og ekki hefur það batnað síðan. Framhald á bls. 34. VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.