Vikan


Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 50

Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 50
Heimskir negrar r APPELSÍN SÍTRÖN LIME Svalandi - ómissandi á hverju heimili iSunfiesK Framhald af bls. 25. Meðal plantekrueigendanna er jörðin sjálf miklu meira virði en stjórnmálaviðhorfin. Hér hafa menn lagt allt sitt lífsstarf í jörðina, og margir eru hér, eins og í Kenya, reiðubúnir til að sitja sem fastast þótt til pólitískra óeirða komi í framtíðinni. — Þið Evrópumenn sem hafið byrjað leik hér á meginlandinu, ger- ið það á eigin ábyrgð, segir Ham- mond. — En það verður aldrei fyr- irgefið. Við höfum unnið stórvirki hér, en það líða hundrað ár áður en aliir okkar draumar rætast. Þá blómstrar alit þetta stóra land eins og trjágarður vegna tiikomu nýrra vatna og stíflugarða. Þá verður líka komin hér ný miðstétt af inn- fæddum Afríkubúum, sem hafa góða afkomu. En við verðum að vekja þá til lífsins. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur fylgi á- kvörðunarrétti meiri hlutans þeg- ar meiri hlutinn er ekki fær um að stjórna. Við þolum ekki að heyra nefnt nýtízku samveldi. Þegar því er stjórnað af hvítum mönnum var allt í lagi og maður gat reiknað með samveldinu. Nú verðum við að reyna að bjarga okkur eins og við bezt getum. Það var Macmillan sem byrjaði þessa nýju stjórnmála- stefnu. Macleod hélt í uxann og Duncan Sandy seldi hagsmuni okk- ar. Þessi þrenning eru hinir raun- verulegu negravinir! Þótt herra Hammor.d sé fæddur og uppalinn í Rodesiu og hafi bú- ið þar allt sitt líf og sömuleiðis kon- an hans, hefir honum tekizt að skapa sér al-enskt heimili. Húsið gæti alveg eins verið prestssetur í Sussex. Vogue, Punch og Country Life liggur þar á borðunum og það er kroketvöllur á grasflötinni. í bókahillu er hægt að finna Kipling og frú Hammond býður upp á te. En þarna eru líka blöð og tíma- rit sem gefin eru út í Rodesiu og félagslíf er töluvert, ýmist í heima húsum eða í klúbbnum, sem plant- ekrueigendur byggðu sjálfir árið 1958. I trjágarðinum blómstrar boug- ainvillea og orkideur. Nóttin kemur með þægilegum svala. í fjarska heyrum við Afríkubúa skemmta sér í vikulokin. — Ég reikna með að þeir drekki sig fulla, segir Hammond, — og þv( skyldu þeir ekki gera það. Þeir hafa ekki margt annað að skemmta sér við. Það sem ég er mest undr- andi yfir er að þeir hafa einhverja aðferð til að takmarka barnsfæð- ingar. Þeir nota til þess einhverja dularfulla jurt. — Já, kæru vinir, segír frú Ham- mond, — þegar Afríkubúar fara að kynnast menningunni þá eru ham- ingjudagar þeirra á enda. Við get- um setið hér og talað þangað til við blánum í framan, en við getum ekki breytt framgangi málanna. ★ V eizlnmáltíð Veizlumáltíð þarf ekki nauðsynlega að hafa fjóra rétti. Uppástungurnar hér á eftir, eru allar með þremur réttum, en auðvitað má bæta millirétti inn á milli. Skjaldbökusúpa. Hreindýrshryggur. Melbaperur. Kaupið skjalbökusúpu í dós og gerið hana eftir leiðbeiningum á dósinni. Ber- ið fram sjóðandi heita í súpudiskum eða súlubollum. Ostastengur eða lítil heit rúndstykki borin með. Hryggur 2\2 — 3 kg. að þyngd fyrir átta manns. Nuddið með salti og pipar og steikið í ofni við 200 — 225 gr. hita. Reiknið með 45 mín. á hvert kíló. Þeg- ar steikin er vel brún er blandi af vatni og mjólk hellt yfir og þegar 30 mín. eru eftir af steikingartímanum, er hellt pela af rjóma út í soðið. Þá eru skorn- ar þunnar sneiðar báðum megin við hrygginn, en kjötið lagt aftur á sama stað. Sósan er bragðbætt með salt- og sólberjagelé, jöfnuð upp með maisena- mjöli og dekkt með sósulit. Þetta er skreytt með ristuðum sveppum og tómöt- um, sem hafa verið fylltir með: hökkuðum sveppum, saxaðri skinku og svo- lítilli chilisósu, öllu steiktu í smjöri svolitla stund á pönnu. Kartöflukúlur bornar með. Melba ísinn er gerður 2 hálfum perum á mann, mega vera niðursoðnar. í ábætisskál er settur vanilluís, perurnar þar ofan á og yfir er hellt sósu af mörðum, frystum jarðarberjum, sem hrærð hafa verið með svolitlum legi af perunum. Ristuðum möndlusneiðum stráð ofan á. Við þennan málsverð er vel viðeigandi að bera fram þurrt sherry með súp- unni, rautt búrgundarvín með hryggnum og hálfsætt kampavín með ísnum. Tartalettur. Glaseraðar nautalundir og tunga. Frönsk eplakaka. Fyllið tartaletturnar með jafningi úr rækjum og sveppum. Kjötið má mat- búa daginn áður og er það þunnar sneiðar af nautafilet og reykt tunga, en er glaserað með kjötgelé. Hrásteiktar kartöflur bornar með. Eplakakan er epla- mós þakið af möndludeigi, sem steikt er inni í ofni þar til deigið er ljósbrúnt. Borin fram með köldum rjóma. Snittur. Sveppagratineraður kjúklingur. Sítrónufromage. Þunnar snittur með reyktum lax, gæsalifur úr dós eða annarri góðri lifrar- kæfu, svörtum kavíar, rækjum, humar, osti og olívum, og reiknað er með 3 — 4 á mann. Að'alrétturinn er kjúklingur, skorinn 1 hluta, en áætlið y2 kjúkling á ™an”- Þekið stykkin með sveppajafningi og bakið í ofni. Borinn fram með hnsgrjónum og grænum baunum. Ábætirinn er sítrónufromage með litlum möndlumakkarónum. gQ VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.