Vikan


Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 30

Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 30
urnar. Hann var alveg undrandi, en sagði svo: — Mér finnst grein- in ágæt, en ég er ekki hrifinn af yfirskriftinni ... Yfirskriftin var nefnilega: „Hinn glaðværi piparsveinn öld- ungadeildarinnar". 24. júní, nokkru eftir að þessi grein var birt opinberuðu þau trúlofun sína, hann og Jackie. Það kvöld flýtti öldungadeildar- þingmaðurinn sér ennþá meira en vant var, hann ætlaði að fljúga til Hyannis í trúlofunar- veizluna. Um leið og hann æddi út ú;r dyrunum hrópaði hann: — Á mánudaginn skrifum við lista yfir brúðkaupsgestina ... Það eiga aðeins að vera nokkrir góðir vinir. Á mánudagsmorgun byrjuðum við strax á listanum, cn eftir því sem iengra leið á daginn lengdist listinn. Þriðja júlí lokaði öldungadeild- in snemma svo Kennedy ákvað að spila golf þangað til hann flygi til Cape Cod. Hann hafði beðið Jackie að hitta sig á flug- stöðinni. Hann fór þangað á síð- ustu stundu, eins og vant var, en þar var engin Jackie. Hann hringdi þá til mín og spurði hvar hún væri, en ég vissi það ekki. — Finnið hana og hringið svo til mín. Ég hringdi í alla þá staði sem hugsanlegt var að ég gæti náð sambandi við hana, en það bar engan árangur. Meðan ég var að þessu hringdi hann sjálfur frá flugstöðinni og nú var hann reglulega ergilegur. — Hún er ekki komin ennþá og flugvelin er farin. Hversvegna hafið þér ekki náð í hana? Einmitt í sömu andrá kom Jackie spássérandi inn, mjög glaðleg á svipinn. — Hún er hér, andartak ... sagði ég í símann. Hvað hann sagði við hana veit ég ekki, en hún varð hálfvand- ræðaleg á svipinn og spurði hvernig hún kæmist sem fyrst til flugstöðvarinnar. — Ég var að skoða sængurfatnað og postu- lín, svo ég gleymdi alveg tím- anum, sagði hún við mig í af- sökunartón. Ég hefði getað sagt henni að það væri ekki hægt að gleyma tímanum, þegar John Kennedy ætti í hlut. Einn daginn sagði hann við mig: — Ég á von á pakka frá Tiffany, það er ábyrgðarpakki. Komið með hann inn til mín strax og hann kemur. Pakkinn frá skartgripaverzlun- inni kom og ég flýtti mér inn með hann. Nokkru seinna kom ég aftur inn á skrifstofuna hans, þá sat hann við skrifborðið með sex dásamlega falleg armbönd fyrir framan sig. Hann leit upp: — Ég held þessum þrem, en hin getið þér sent til baka. Ég ætla að gefa Jackie eitt þeirra f afmælisgjöf, en hún á að fá að velja sjálf hvert þeirra hún vill. 2Q VIKAN 5. tbl. Morguninn eftir minntist hann ekkert á armböndin og ég hélt að hann hefði gleymt öllu sam- an, eða gefið henni öll þrjú arm- böndin. En nokkrum dögum síðar kom bílstjórinn hans og sagði við mig: — Sjáðu hvað ég fann í hanzkahólfinu í bílnum. Er þetta nokkurs virði? Armbönd sem voru miklu meira virði en bíllinn höfðu leg- ið í ólæstu hanzkahólfinu í marga daga. LJLJUU LILUU LILUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð Ég og maðurinn minn fórum í brúðkaupið í Newport. Jackie hefur aldrei verið failegri en í brúðarkjól sínum, sem var úr fílabeinslitu tafti. Þegar Cushing kardináli hafði gefið þau saman kyssti John Kennedy brúði sína og hinn dásamlegi brúðarmars Mendelsons dunaði yfir mann- fjöldann meðan þau gengu hægt út úr kirkjunni, og gátu alls ekki leynt því hve óendanlega ham- ingjusöm þau voru. John og Jackie Kennedy fóru í brúðkaupsferð til Acapulco í Mexiko. Morguninn eftir að þau komu þangað hringdi hann til mín. Hann var í vondu skapi, sérstak- lega vegna þess að símasamband- ið var svo slæmt. — Hversvegna létuð þér mig ekki vita að við þyrftum fæð- ingarvottorð til að komast hing- að. Ég baðst afsökunar og sagð- ist senda þau í hraðbréfi. — Það þarf ekki héðan af, sendiráðið hefur komið þessu í lag og fullvissað yfirvöldin hér um að við séum ekki njósnarar. Svo heyrði ég ekkert í honum, en heyrðist hann segja eitthvað um að hann væri slæmur í aug- unum og spurði hvað það væri. — Það er ekkert að augunum í mér, en það er mjög greinilegt að það er eitthvað að eyrum yðar, öskraði hann í símann. Svo sagðist hann vona að mér væri Ijóst að svona mistök mættu aldr- ei henda góðan einkaritara. Tíu dögum seinna hringdi hann aftur og þá frá Kaliforniu. Hann var glaður og reifur og ég fann að hann saknaði spennunnar í stjómmálaheimi Washington- borgar, því að hann spurði um allt og alla. Þegar þingið kom aftur saman í janúar 1954, byrjaði hann aft- ur að vinna fram eftir á kvöldin og fljótlega fór Jackie að hringja til mín. — Góða frú Lincoln, reynið þér nú að fá Jack til að koma snemma heim í kvöld. Ég held það sé ekki gott fyrir hann að vinna svona mikið. Það var auðvitað alveg von- laust að reyna að fá hann til að hætta vinnu á kvöldin svo við Jackie gerðum samning okkar á milli. Það var ákveðið að ef þau voru boðin eitthvað út að kvöldi, þá léti hún mig vita strax á morgnana, svo að ég hefði nægan tíma til að ýta honum af stað í tæka tíð. Einu sinni, snemma morguns í miðjum janúar, var hringt frá dreifingarfyrirtæki í Baltimore og sagt að þeir hefðu verið beðn- ir um að senda fisk til þing- mannsins og spurt hve lengi skrif- stofan væri opin. Ég mundi þá eftir því að ég hafði séð mynd af Jackie þar sem hún var að elda mat fyrir manninn sinn, og datt í hug að þetta væri einhver sérstök fisktegund, sem hún ætl- aði að nota í einhvern ákveðinn rétt, og bað því manninn sem hringdi um að senda fiskinn heim til hjónanna. Um kvöldið hringdi Kennedy til mín. — Góða frú Lincoln, það er fiskur í bílskúrnum mínum. Hvemig stendur á því? Fiskur- inn nær að minnsta kosti meter út á heimkeyrsluna. Þá fór ég að skilja að þetta var ekki neinn venjulegur fiskur, enda kom það á daginn. Þetta var gríðarstór flugfiskur sem hann hafði veitt á brúðkaupsferðinni og Jackie hafði látið stoppa hann upp og senda honum hann, til þess að koma honum á óvart. Seinna var honum komið fyrir á veggnum á skrifstofunni og Jackie lét setja áletraða silfurplötu á fiskinn til minningar. Vorið 1954 hafði hann óskap- lega mikið að gera, bæði á skrif- stofunni og líka þurfti hann að sinna mörgum skyldum í sam- kvæmislífinu. Þá fór ég að talca eftir því að hann átti í stöðugt meiri erfiðleikum út af verkjum í bakinu. Ef hann missti eitthvað á gólfið bað hann mig alltaf um að taka það upp og hann svar- aði aldrei ef einhver spurði hvernig honum liði. Hann vildi alls ekki neina meðaumkvun og vildi heldur ekki láta fólkið í Massachusetts halda að hann væri veikur. Hann notaði stundum hækjur, en faldi þær þegar ein- hver kom í heimsókn. Áreynzlan við að dylja sárs- aukann og stöðugt fleiri skyldu- störf voru alltof mikið álag á krafta hans. Hann var oft geð- stirður og þar sem svo erfitt var fyrir mig að gera honum til hæf- is, var ég farin að hugsa um að fá mér annað starf. Þegar bakverkirnir voru ó- bærilegir fór hann að sitja kyrr í sæti sínu í öldungadeildinni, í stað þess að fara til herbergis síns milli ræðuhaldanna. Ég varð að fara til hans og taka upp það sem hann las fyrir. Svo var hann líka farinn að neita flestum heim- boðum og í lok maí var hann farinn að nota hækjur allan dag- inn. Þingið lauk störfum 20. ágúst og þó fór Kennedy til Cape Cod og var þar til septemberloka. En snemma í október fengum við að vita að hann ætti að leggjast inn á sjúkrahús í New York. Hann var skorinn upp 21. október og lá hættulega veikur í margar vik- ur, en í desember var hann orð- inn það hress að hann gat farið til bústaðar fjölskyldunnar á Palm Beach í Florida. Um sama leiti varð ég sjálf veik og var frá vinnu í fleiri mánuði. Kennedy gekk undir aðra aðgerð og eftir það varð hann mikið betri til heilsunnar og gat hafið starf að nýju, full- ur áhuga. Ég var það lengi að nú mér eftir sjúkdóminn að hann treysti mér ekki til að vinna svo erfitt starf sem það var að vera einkaritari hans. Ég vann því við aðra vinnu á skrifstofunni, þótt mér þætti það hálfgerð niður- læging. En svo fór Kennedy til Evrópu í október og daginn sem hann kom til baka hafði einka- ritari hans tekið sér frí til að heimsækja foreldra sína. Það var ekki laust við að hann væri reið- ur yfir þessu tiltæki hennar. Svo var það í nóvember að hann sagði við Ted Sorensen að hann ætlaði að skipta um einka- ritara. Þegar Kennedy kallaði mig inn á skrifstofu sína var eins og að ég hefði aldrei hætt að vinna þar. Ég var einfaldlega einkaritari hans aftur. Framhald í næsta blaði. /

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.