Vikan


Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 45

Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 45
Sölumagur daugans Framhald af bls. 15. Það er satt. Eftir klukkustund kemur röðin að okkur að sofa. Ég vildi heldur sofa hjá þér. — Nei, svaraði Craig og kyssti hana létt. Ég vildi óska að ég gæti það. Hann leit í augu hennar. Hún hafði m|ög alvarleg augu, grá og heiðarleg. — Mér þykir fyrir því, svaraði Craig. — Ég get það ekki. — Hversvegna ekki? Hann andvarpaði og leit á hana aftur. Undir viðfeldinni framkom- unni, tilboðinu, sem fól í sér fjög- urra stjörnu máltíðir og fimm stjörnu rúm, var eitthvað fleira, sem hann hafði ekki rétt til. Þess- ari stúlku geðjaðist að honum; geðjaðist svo mikið vel að honum, að hún var reiðubúin að elska hann, eins og Tessa hafði gert. Hann gat ekki sagt henni frá Tessu. Það yrði ekki auðvelt að vísa henni á bug. Hún vissi vel, hversu lokkandi hún var, hversu mjög karlmenn þráðu hana. Ef hann sagði nei, myndi hún muna það, og hún myndi ekki fyrirgefa . . . — Hversvegna valdirðu mig? spurði hann. — Grierson er sá, sem útlitið hefur. Þú hlýtur að hafa slæma sjón. — Ég sé ágætlega, svaraði hún. — Grierson er aðlaðandi, það er satt, en þú — ég hef miklu meiri áhuga fyrir þér. Þú ert svo miklu sterkari en hann, og þú ert svo miklu blíðari. — Þetta er ekki rétt, svaraði Craig. — Víst. Ef þér þætti vænt um einhvern, myndi sá sami ævinlega vera öruggur. Ég veit það. Hversu örugg var Tessa? — Hversu örugg myndi þessi stúlka verða. — Þú ert líka miklu ákafari, sagði Sophie og hló að vandræðasvipn- um á honum. — Þú lifir svo miklu meira en nokkur annar — hver mín- úta sem ég hef verið með þér — hefur étið upp lífið. Avignon, Alf- an, ég, sardínurnar ( kvöld. Þú hefur troðið þessu öllu f þig. Þú ert svo gráðugur vinur minn. Vegna þess að ég hef svo lítinn tíma. _ Af hverju viltu það ekki? spurði hún. — Ég deili herbergi með öðrum, sagði hann. — Geturðu ekki beðið vin þinn að fara eitthvað annað? — Nei, svaraði Craig, það get ég ekki. Hann myndi álíta, a'ð þá vissi hann um okkur. Hann myndi ekki gera það — en hann myndi halda það. Ég myndi aldrei láta það viðgangast. _ Þú vilt frekar gera ekki neitt? _ Miklu frekar, sagði Craig. — Þú ert draumur, Sophie. Þú kemur einhversstaðar út úr óraunveruleik- anum..■ _ Úr klúbbi, sem kallaður er Venus, svaraði Sophie. _ . . . og þú hverfur til elnhvers- OSRAM leiftu rljós við öll tækifæri staðar á bak við stjörnurnar . . . — . . . til klúbbs, sem er kallað- ur La Ultima. — Þaðan koma draumarnir. Ef ég get ekki haft fullkomna drauma, vil ég enga. Sophie andvarpaði. — Hvar getum við fengið viskí? spurði hún. _ Sennilega á hótelinu. Vantar þig? _ Það verður kalt seinna, cagði stúlkan og andvarpaði aftur. — Mér hefði þótt gott að sofa í rúmi í nótt. Stóru, hlýju og þægilegu njmi. Svo hló hún. — Ég er afskaplega áþreifanlegur draumur, John. Ég er fimmtíu kíló. Hún tók um handleggi hans og gróf neglurnar í harða vöðvana. _ Ég er kannske ekki eins sterk og þú, en ég þori að veðja, að ég get æpt miklu hærra og ef þú kemur ekki með mér, þá skal ég gera það. Ég meina það! Craig vissi að hún talaði í al- vöru og sló til, sagði við sjálfan sig, að hún myndi verða tortrygg- in, ef hann ekki gerði það, og vissi, að það var ekki allur sannleikurinn. Hún bauð honum líf, ef til vill í síðasta sinn, og hann var ekki nógu sterkur til að afneita því. Ekki eins og Grierson. Ef til vill var Grierson sá sterkari, þegar allt kom til al's, og Tessa — ef til vill myndi hann aldrei sjá Tessu framar. Ef til vill yrði þetta í síðasta skiptið. Hann ók til hótelsins, keypti flösku af skozku viskíi, sneri síðan aftur þangað, sem Sophie hafði að- setur, og beið þangað til hún kom út, hokin undir stóra svefnpokan- um, og stakk honum inn í b;iinn. Hann ók eins og hún mælti fyrir, eftir tunglskinsbjörtum vegi, niður að ströndinni, þar til að lokum hún sagði honum að beygja út af, og bíllinn hossaðist eftir ósléttum slóða í öðrum gír. Að lokum sagði hún honum að nema staðar og þau klifruðu yfir girðingu, Craig með fyrirferðarmikinn svefnpokann, og þá voru þau stödd inni í víngarði. Hún vísaði veginn milli vínviðanna, og Craig sá, að hann var aftur kominn niður að veginum, og sjór- inn var fyrir neðan. Að lokum benti hún honum að leggja frá sér svefnpokann og breiddi úr honum undir gömlum, kvistóttum vinviði. Skammt frá þeim hvísluðu öldurnar og kysstu klettana. ísmeygilegur, áleitinn þef- ur vfnviðarins var um allt. — Ég svaf hér síðastliðið ár, sagði Sophie. — Alein. Alltaf. Eng- inn annar veit um þennan stað. Að- eins þú. Þetta er framandi ástar- staður. Nógu framandi til að geta verið draumur. Hann leit á hana ( daufu tungls Ijósinu, sem breytti gullnu hári hennar og hörundi í mjúkt silfur, og eitt andartak var hún úr draum- heimi, síðan fór hún úr fötunum, blátt áfram, án yfirborðs uppgerð- ar eða tilburða nektardansins, braut þau vandlega saman og lagði þau hjá svefnpokanum og stóð nakin frammi fyrir honum, alvarleg og þolinmóð, meðan Craig virti fyrir sér sterkan, fagurvaxinn líkama hennar, áður en hann afklæddist og tók hana ( fangið. Hörund hennar var svalt, þegar hann snerti hana, og hún greip andann á lofti, þegar hún fann afl hans, og þau kysstust. Munnur henn- ar var mjúkur, svaraði hans, þang- að til hún leið úr faðmi hans. Framhald í næsta blaði. UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður Mð lanctebekkba konfekfc fyá N Ó A. HVAR E R ÖRKIN HANS N Ó A? paQ ti alltaf santi IClkurlnn f hcnnl Ynð. lsfrl® okkar. Hún hcfu'r (»19 ilrklna hans tfjgk ellfhvcrs staBar f blaSÖIU 08 ttílttt CiSflm vetBiaunum''haniIa Jieim* scm ectur fU»4lB iirklna. VcrSlaunln cru stór kon- ítktkassh fuilur af hcita Sonfcutl* og TrtrnttlSTOiBlnn et ausvitas sælgœtlsgcrtN tn Kílv -4 SlSast ft dreglS var hlaut vcrSlaunln Fríða Sigfúsdóttir, Sléttahrauni 14, Hafnarfirði. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 5. tbl. VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.