Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 46
VIKAN OG HEIMIUÐ ritstjóri: Gudridur Gisladóttir.
• ý
.......... t.
f M&M
Hátíðlegt
kvilMaiM
Þótt það komi ef til vill ekki oft fyrir
venjulega fjölskyldu, að halda hátíðlegt
miðdegisverðarboð, getur komið sér vel
að vita ýmislegt um tilhögun á form-
föstum málsverði. Þeir, sem nóg hús-
rými hafa, halda í heimahúsum mið-
degisverðarboð við brúðkaup, ferming-
ar og fleiri shk tilefni, og alltaf geta
skapazt þannig aðstæður, að kona þurfi
að vera stjórnandi þannig máltíða. Sum-
um konum er þetta daglegt brauð, ef
svo má segja, og auðvitað má gera ráð
fyrir, að þær viti flest af þessu, sem hér
fer á eftir.
Áður fyrr þótti sjólfsagt að dúka borðið með hvítum dúk og serviettum, og telzt það enn mjög viðeigandi, en ekki nauðsyn-
legt. Ljósir pastellitir koma vel til greina.. eða hvítur dúkur og serviettur t.d. f sama lit og blómin á borðinu, þannig að ef
gular rósir væru borðskrautið, gætu servietturnar verið í sama gula litnum. Ef ekki er nógu stórt borð fvrir alla gestina.. mó
dúka fleiri smóborð, en hafa þá dúkana eins eða í svipuðum litum á þeim öllum, sömuleiðis sama borðskrautið, t.d. blóm og
kerti.
Séu gestirnir við hátíðlega máltíð fleiri en átta, þarf helzt
tvær stúlkur til að ganga um beina, svo að maturinn verði
ekki kaldur áður en allir hafa fengið á diskana. Húsmóðir-
in ráðfærir sig alltaf vandlega við stúlkurnar áður en máltíð-
in byrjar, það kemur sér betur fyrir báðar.
Sé aðeins ein stúlka að ganga um beina og þá með eitt fat,
byrjar hún á því að bjóða dömunni, sem situr hægra megin
við húsbóndann, og þaðan heldur hún áfram kringum borðið
og endar á húsbóndanum. Séu þær tvær, byrjar önnur á sama
stað og áður er sagt, en hin til vinstri við húsbóndann, þann-
ig að húsmóðirin fái síðast. Oft er hún þó látin byrja fyrst í
annarri umferð, til þess að gefa gott fordæmi og gestirnir þori
að þiggja aftur á diskana. Gestunum er svo boðið af fötunum
frá vinstri, en súpudiskar eru settir fyrir þá frá hægri, sömu-
leiðis er hellt í vínglösin frá hægri. Óhreinir diskar eru teknir
frá hægri hlið og hreinir settir frá sömu hlið. Það gildir þó
ekki, ef óhreinu diskarnir eru teknir um leið og þeir hreinu
eru settir. Stúlkan hefur þá með sér hreina diskinn, sem hún
heldur í hægri hendi. Hún tekur því notaða diskinn með vinstri
hendi frá vinstri og setur þann hreina frá hægri hlið með
hægri hendi. Sumum þykir þessi aðferð vera skemmtilegust,
þótt hún taki nokkurn tíma.
Áður en ábætisrétturinn er borinn fram, verður að fjar-
lægja öll föt, saltker og sömuleiðis undirlagsdiskana. Glösin
mega standa. Munið að aldrei má hella glas fyllra en % af
gjasinu. Séu glösin óvenjulega stór, á ekki að hella þau nema
hálf.
Góð regla er það, að hata kert
in há, en blómaskrantið Jágt.
Háu ljósin gefa andlitunum
mildari blæ, lága skreytingin
byrgir ekki sýn yfir borðið.