Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 48
Hún heitir Marja og er 20 ára.
Stallsystur hennar kalla hana
Essið, sennilega vegna þess, að
hún er sú fegursta í öllum hópn-
um, — það er fyrsti bókstaf-
urinn í „skönhet" = fegurð.
Og falleg er hún, — um það
er engum blöðum að fletta, og
hún vekur óskipta athygli, þegar
hún gengur eftir Norrlandsgöt-
unni, Norrmalmstorginu og yfir
Nybroplan í Stokkhólmsborg um
lágnættið.
Marja er fegursta götustúlkan,
sem gengur — og gengið hefur
um götur Stockhólmsborgar.
— Já, það er nú hægt á við
að jafnast, segja þeir ef til vill,
sem séð hafa þetta „kvennaval“.
Jú, vissulega er það rétt, ef
aðeins eru höfð í huga þau hundr-
uð eða nokkur ,hundruð tötra-
kvendi, sem ennþá sjást á göt-
unum umhverfis Berzeliigarðinn
milli kl. 22 og 4 á næturnar, —
þessar síðustu leifar af götu-
drósunum í Stokkhólmi.
Þær fallegustu, — ef nota má
slíkt hugtak í þessu sambandi,
— hafa fyrir löngu flutt starfsemi
sína af götunni, — sitja á þokka-
legum veitingastöðum eða bara
við símann í íbúðinni sinni.
En Marja er ekki ein af þeim,
og samt er hún svo fögur, að
hún stenzt allan samanburð.
Hún er hávaxin og grönn og
með fætur, sem allar konur
dreymir um, — og sóma sér
glæsilega í háu pinnahælaskón-
um.
Hárið liðast alltaf um herðar
hennar, gljáandi og vel hirt, og
hún klæðir sig af smekkvísi og
með sönnum glæsibrag.
Hún gæti sómt sér á kápusíðu
vandlátustu vikublaða, verið þátt-
takandi í fegurðarsamkeppni eða
tízkusýningardama. Og bíðum
við. — hún vinnur einmitt á dag-
inn í nýopnaðri tízkuverzlun í
sjálfri Stór-Stokkhólm. Enn for-
stjórinn veit auðvitað ekkert um
eftirvinnu hennar á götunni á
kvöldin.
Nei, það eru ekki margir, sem
vita í raun og veru um aðal-
tekjulind Marju. En þeir, sem
vita það, hafa hins vegar flestir
orðið að gjalda þá vitneskju
dýru verði!
Hvers vegna?
Jú, vegna þess að Marja er
fágætt samband af fegurð og
æsku, óskammfeilni og sjúklegu
kynferðislífi. Hún hefur stór-
kostlegar tekjur, af því að hún
hefur lært að notfæra sér veiku
hliðina á karlkyninu á sinn sér-
stæða hátt. Sá, sem fallið hefur
í hendur henni, kemst þó fljót-
lega að raun um, að hann er ekki
vandanum vaxinn.
Og nú byrjar ævintýrið:
Marja smýgur um götur og torg
eins og hind, en þó líkt og rán-
dýr í leit að ljúffengri bráð.
Hún fer sér í engu óðslega, því
að hún þekkir ágætlega feitu bit-
ana frá þeim mögru.
Að lokum hefur hún fundið
þann rétta. Útlit hans bendir allt
til þess, að hann eigi íbúð á Öst-
ermalm, Mercedesbíl í bílskúrn-
um, frúna og börnin í einhverju
orlofi og síðast en ekki sízt pen-
inga í veskinu.
Hún fylgir manninum, — sem
finnst hann vera ölvaður af
töfrum hennar, og leiðin liggur
heim til hans, því að hún hefur
þvertekið fyrir að fara með hon-
um á nokkurn annan stað. Skýr-
inguna á þeirri „sérvizku“ henn-
ar skal hann bráðum fá að heyra.
HRÆÐILEGT NEYÐARÓP
Marja er ekki fyrr búin að
afklæðast ytri fötunum og kom-
in inn í stofuna eða svefnher-
bergið en hún byrjar að æpa
og hljóða af öllum kröftum.
Það eru hræðileg neyðaróp, sem
skera í gegnum merg og bein,
svo að ekki sé nú minnzt á vegg-
ina að næstu íbúðum í húsinu!
Maðurinn hrekkur upp úr sælu-
vímunni, eins og hann hefði
fengið yfir sig heilt jökulfljót
og kemur þjótandi og reynir í
örvæntingu sini að fá hana til
að þagna.
Jú, — Marja þagnar nógu lengi
til þess að geta sagt:
— OK! Ég skal þegja! En það
kostar þig 10 þúsund kall! Út í
hönd! Nú á stundinni! Annars
held ég áfram....
Maðurinn vill þrátt fyrir allt
bera hönd til varnar pyngj-
unni og reynir ef til vill að semja.
En Marja byrjar óðar að æpa
á ný.
Hún öskrar, svo að nábúarnir
fara að hugsa til að hringja á
lögregluna. Og maðurinn, — hann
er 45—50 ára, — ætti sannarlega
erfitt að útskýra þessar kringum-
stæður, — einn í íbúðinni með
tvítugri stúlku! Hann sér sjálf-
an sig í rétarsalnum í hneykslis-
máli, — myndir í blöðunum, —
aðalumræðuefni meðal nágrann-
og kunningja, þó að ekki sé nú
talað um, það sem konan myndi
hafa að segja.
Að lokum dregur hann veskið
upp úr vasanum.
Hann greiðir Marju, það sem
hún setti upp. Hún tekur aðeins
við „launum" sínum í reiðu fé
eða ávísun. Auðselj anlegt verð-
mæti gæti komið til greina.
Loforð um peninga „daginn
eftir“ hlustar hún ekki á, en
tekur þess í stað til að æpa,
hærra en nokkru sinni fyrr.
Hún er ekki ánægð, fyrr en
hún hefur fengið refjalaust þess-
ar 10 þúsund krónur í pening-
um eða verðmætum, sem hún
álítur að jafngildi þeirri upp-
hæð.
^g VIKAN 5. tbl.