Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 40
Pantifl myndatökuna i síma 17707
Ljósmyndastofa ASIS, Laugavegi 13.
Klukkan var tíu mínútur yfir fimm.
— Benton búgarðurinn?
— Já pabbi, geturðu sent. . . ?
— Hvað er hann að gera þar?
Fætur lögreglustjórans leituðu að
skónum.
— Það er sjúklingur þar. Pabbi . .
— Sprengjur, ójá. Og hann veit
ekki hvar? Ég fer sjálfur.
— Allt í lagi pabbi. Maggie vissi,
að hún var ástfangin af David. en
hún vissi líka og hafði vitað það
lengi, að hún varð að taka ákvörð-
un. Það var skuldbinding, sem hún
varð að gera af öllu hjarta eða
alls ekki. Og það var erfitt.
En David var í hættu. Þetta var
ekki stund fyrir sjálfsrannsókn eða
taugaóstyrk. Hún varð að vera ró-
leg og gæta skyldu sinnar hér.
Henni fannst tíminn líða óendan-
lega hægt.
Lögreglustjórinn klóraði sér í
kollinum, hringdi til aðalstöðvanna
og gaf fyrirskipanir. — Út að bú-
garðinum í hvelli, nógu marga
varðmenn — einhver er vopnaður.
Nelson inn á, takk.
— Nelson? Það er einhver að
leika sér með sprengjur í bænum.
Ég veit ekki, að hverjum hann er
að leita. Leitið fyrst við skólana . . .
Já, þetta er blindingsleikur. Við
finnum sennilega ekkert. En gerið
ykkar bezta. Ég fer út eftir.
Hann var reyndur maður og fann
ekki til taugaspennu. Hann ætlaði
út á búgarðinn, vegna þess að um
doktor Blain var að ræða. Vegna
þess að lögreglustjórinn elskaði
dóttur sína, og hann átti sér ósk
varðandi hana, á sinn föðurlega
hátt.
Það er erfitt að finna litla
sprengju, jafnvel þótt í lítilli borg
sé. Lausnin fengist fljótast, ef hann
færi sjálfur.
David Blain lagði tólið á. Hann
mældi út bilið á milli sín og manns-
ins. Hann var glæpamaður. Hann
hafði komið sprengjunum fyrir. Nú
átti hann ailt undir því að enginn
fyndi þær of fljótt og svo að kom-
ast í burtu. Hvað var hægt að gera
við mann í slíkum ham?
Hann mátti ekki fá veður af vitn-
eskju David um sprengjurnar, það
skifti öllu máli. — Ég er læknir,
sagði hann, mjög rólega. — Það er
sjúklingur hér. Ég skal sjá um hann.
Hvað eruð þér að gera hér?
— Hvert ertu að hringja? urr-
aði maðurinn.
— A sjúkrahús, auðvitað, svar-
aði hann kuldalega. — Það þarf ef
til vill að taka höndina af.
Þetta var gróf yfirlýsing. David
undirstrikaði vald sitt, stöðu sína
og álit, sem gaf til kynna, að hann
vissi ekkert, og bæri aðeins um-
hyggju fyrir sjúklingi sínum.
— Ekki gott, sagði byssumaður-
inn. Hann var tortryggin. — Hvern-
ig komstu hingað?
— Sjúklingurinn hringdi, auðvit-
að. Hann leit ekki til Connie. —
Hann hefði átt að gera það fyrir
löngu. Ég er ekki innbrotsþjófur,
ég er læknir.
Connie hafði sigið niður í stól.
Uppgjöf hennar virtist róa mann-
inn.
David sá, að byssan var ekki
eins örugg í hendi hans. Eitthvað,
sem dró úr efa mannsins, var að
verki bak við skörp augun.
Byssumaðurinn sagði: — Sjáðu
til, ég er vinur. Ég á við, ég á
heima hérna, líka. Ég . . .
— Ef þér búið hér, af hverju
hringduð þér þá ekki? Vegna van-
rækslu yðar lítur höndin mjög illa
út. Hann gæti dáið.
— Mjög veikur, eh. Byssuhöndin
seig niður við hlið hans.
— Hann er með óráði, vegna
þess hve veikur hann er.
Maðurinn sagði: — Sjáið til —
ég hef bíl. Ég ek með hann til
sjúkrahússins. Þér getið farið.
— Bíllinn minn, sagði David
snöggt, — hefur sírenu. Ég yrði
miklu fljótari ( förum en þér.
Maðurinn lygndi fölum augna-
lokum slægðarlega. — Þér meinið,
að lögreglan myndi láta yður fara
eins hratt og yður sýndist.
— Það er um lífið að tefla. Náðu
í teppi, Connie.
— Mér þykir þetta leitt, læknir.
Ég vissi ekki hver þér voruð. Ó-
kunnugir á ferli á þessum tíma
sólarhringsins, — þér getið ekki á-
fellzt mig.
— Ég skil, sagði David og stik-
aði í átt til dyra. Gott svo langt
sem það náði. En ef til vill hafði
glæpamaðurinn fengið ranga hug-
mynd um bílinn.
— Andartak, sagði maðurinn.
Slægðarlegur og tortrygginn. Byss-
an var nú komin upp í sína fyrri
hæð.
— Þér sögðust vera að hringja á
sjúkrahús. Af hverju hættuð þér
við það, læknir?
— Rétt. David smellti saman
fingrunum. — Þér slóguð mig út af
laginu með því að veifa þessari
byssu. Afsakið mig.
Hjá þessu varð ekki komizt,
byssumaðurinn myndi hlusta. Bara
að Maggie stæði sig í stykkinu.
Engar bjánalegar spurningar.
— Sjúkrahúsið, söng hún í eyra
hans.
— Það er doktor Blain, sagði
hann eins kuldalega og stuttara-
lega og hann gat. — Ég er með
neyðartilfelli.
— Já, læknir, rödd Maggie var
einnig stuttaraleg.
David slakaði á axlarvöðvunum.
— Það gæti þurft að taka af lim,
hélt hann áfram kalt og hratt. —
Hafðu samband við nauðsynlega
aðila.
— Doktor Pater er á vakt, lækn-
ir, sagði Maggie snöggt.
Og hjarta David hoppaði í brjósti
hans. Það var enginn Doktor Pater
til en Pater þýðir faðir. Lögreglu-
stjórinn vissi þá allt núna.
David hugsaði leifturhratt. Hvaða
upplýsingar gat hann frekar gef-
ið? Hann ætlaði að drepa einn
mann, hafði Connie sagt. Þá var
sprengjan ekki á víðavangi. Hjá
einhverjum einstökum. Hann sagði
í tólið: — Segið doktor Pater að
líta f alfræðiorðabókina og finna
þar Frans, Frans Ferdinand. Það
gefur honum hugmynd um vanda
okkar. Það er vafasamt hvort okk-
ur tekst þetta, en við getum reynt.
Þetta orð, vafasamt, höfðu þau svo
oft leikið sér með. Það myndi koma
Maggie á sporið. — Ég tek sjúkling-
inn minn f bíl, sagði hann.
Byssumaðurinn sagði: — Ég kem
með, læknir. Ég get kannske að-
stoðað.
— Eins og þér viljið. Hann gekk
fram hjá byssumanninum, fullur af
áhuga um velferð sjúklingsins.
í rúminu lá maðurinn með glamp-
andi augu. ByssumaSurinn hafðl
ekki elt hann. Hann setti hlustunar-
pípuna um háls sjúklingsins — al-
veg eins og maður sér f bfó. Hann
laut niður og sagði lágt. — Hresstu
þig, Mike. Við leggjum bráðum af
stað til sjúkrahússins.
— John er hér, sagði sá sjúki.
— Við komumst aldrei ef hann er
með.
4Q VXKAN 5. tbl.