Vikan


Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 22

Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 22
 Auðæfin er ein óstæðan fyrir því að hinir hvítu vilja ekki yfirgefa eignir sínar. Heimili þeirra eru glæsileg. Fimmta hver fjölskylda hefur sundlaug. HVERSVEGNA EIGUNIVHIAB LÁTA HEIMSKA NEGRA TAKA BRAUfllfl FRÁ MIINNIOKKAR ? — ÞaS er negrunum að kenna, segir frú Betty Wilde, — það er yfir- leitt allt ósamlyndi í heiminum negrunum að kenna. Negrar, negrar, negrar! Ef ég fengi að ráða, léti ég skjóta þá alla! Maður hennar hlær. — Já við erum mjög hægri sinnuð, við höldum með Verwoerd! Wilde-hjónin eru sannir fulltrúar þeirra brezku Rodesíubúa sem við- halda gömlu venjunum frá Bretlandi í Salisbury og þau eru ( nánum tengslum við ættlandið. Þau lesa Times (sem þeim finnst vinstri sinnað) á hverjum morgni. Þau styðja brezka íhaldsflokkinn (sem þeim finnst l(ka hallast til vinstri). Þau lifa þægilegu lífi á fögru heimili s(nu ( Salisbury og umgangast eingöngu hvítt fólk. En þau eru uggandi um framtlðina. — Ég hélt þeir myndu gera pylsur úr okkur, segir Gaston Wilde, sem er 65 ára gamall. — Þessvegna fórum við heim árið 1960 og vorum ( tvö ár búsett ( Englandi. En við fluttum hingað aftur þegar ástandið virt- ist fara batnandi. Wilde-hjónin eru ágætir fulltrúar auðugra brezkra plantekrueiganda. Herra Wilde á þrjár stórar tóbaksplantekrur, en hefur nú að mestu leyti dregið sig í hlé frá viðskiptalífinu og býr nú með Betty konu sinni tólf kílómetrum fyrir utan Salisbury. Gestrisni þeirra er sfórkostleg, þau eru áberandi elskuleg f viðmóti og stingur það mjög í stúf við orðin sem þau láta sér um munn fara. Þau fussa fyrirlitlega þegar talað er um frjálslynda stefnu í kynþáttamálum síðustu fimm árin, og það er mjög í tízku þarna að líta niður á innfædda Afríkubúa. — Negrarnir, endurtekur hin sextuga frú Wilde, — eru rót alls ills ( heiminum. Ég vil láta skjóta þá. Þegar ég var í Englandi þurfti ég að fara á rándýrt sjúkrahús, til að losna við svartar hjúkrunarkonur! Önnur lönd í Afríku hafa gefið dæmi um það hvernig farið getur í Rodesiu, ef hinir hvítu missa stjórnina. Örvæntingarfull tilraun til að fyrir- byggja þá framþróun og að nokkru leyti óskhyggja uppörva ekki bein- línis pólitískar hugsjónir hvítra Afríkubúa. — Þetta er ágæhsfólk í alla staði, ef það aðeins fengi að vera í friði, segir frú Wilde. — Ég þakka guði fyrir að verstu óróaseggirnir eru komn- ir undir lás og slá. Venjulegur Afríkunegri unir glaður við sitt, ef hann fær að hafa slnar þrjár konur, er vel saddur og þarf sem minnst að vinna. Þeir eru okkur til mikillar hjálpar, þeir vinna fyrir okkur og við þurf um ekki að greiða þeim nema þriðjung þeirra launa sem við þyrftum að greiða öðrum. Wilde-hjónin hafa fjóra þjóna, sem allir fá hærri laun en almennt ger- ist. Yfirþjónninn fær 15 pund á mánuði og frítt uppihald, garðyrkjumað- urinn 8 pund. Það er ekki álitinn neinn lúxus að hafa marga þjóna. — Þér ættuð að reyna að búa til mat í þessum hita, segir frúin. Þau hjónin reyna við krossgáturnar ( Times á hverjum degi. — Maður verður að lesa ensku blöðin, til að missa ekki sambandið við gamla landið. Hér er sannarlega ekki mikið um menningu, segir frú Wilde. — Auðvitað kaupum við Kka vikuútgáfuna af Daily Mirror. Ég 22 VIKAN 5. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.