Vikan


Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 19

Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 19
MAI-BRITT [ FÖÐURLANDINU Fyrir nokkru kom Mai-Britt til föðurlandsins Svíþjóðar. Hún ætlar að vera hjá for- eldrunum í nokkrar vikur með syni sínum Mark, sem er 5 ára. Á neðri myndinni eru þau á leið út af flugvell- inum og þá sá ljósmyndarinn hin sérkennilegu ferðaföt sem kona Sammy Davis hafði val- ið sér: Bermuda-stuttþuxur með hlébarðamunstri og síð- ur jakki úr sama efni. Þetta er kannske þægilegt, en fal- legt.... ? „STERKIR“ UNGIR MENN í BANDARÍKJUNUM Við skoðanakönnun í Bandaríkjunum hefur það komið í Ijós að markir halða að Robert Kennedy, bróðir hins látna forseta muni áður en langt um líður setjast að í „Hvíta húsinu“. Þessi duglegi ungi stjórnmálamaður er sem stendur Öldungadeildarþingmaður New Yorkríkis. Hann hefur allt til að bera til að verða vinsæll með- al almennings í Bandaríkjunum. Hann á fallega og greinda konu og hvorki meira né minna en níu börn. Kennedy-fjölskyldan er mann- mörg og mjög samheldin. Edward Kennedy er Öldungadeildarþing- maður Massachusetts-ríkis. Róbert hefur mestan áhuga á utanríkis- málum, en Edvvard á innanríkismálum. Ef til vill verða þeir vald- hafar Bandaríkjanna þegar fram líða stundir? John Lindsay er líka einn af glæsilegustu ungu stjórnmálamönnum Bandarikjanna. Hann var nýlega kosinn borgarstjóri New York- borgar. Hann er sjálfur republikani, en annars eru demókratar í meirihluta í New York. Þessvegna er sigur hans í kosningunum enn- þá glæsilegri. John Lindsay hefur líka alla hæfileika til að bera sem þarf til að ná skjótum frama á stjórnmálabrautinni. Hann er ungur, lag- legur og mjög myndarlegur, tekur sig vel út í sjónvarpi og blaða- Ijósmyndum. Ilann á fallega konu og mörg bráðmyndarleg börn. Þessutan var sigur hans eingöngu persónulegur, þar sem hann af- þakkaði hjálp í kosningunum frá Republikanaflokknum og þar af leiðandi fékk hann atkvæði utan flokksins. Demokratar hafa skipað þessa stöðu í meir en 20 ár. VIKAN 5. tbl. jg BALLETTSTJARNAN SJEIKAR I HOLLfVÚDD Hið gamla æruverðuga leik- hús Covent Garden í London hefur líklega aldrei séð fræg- ustu balletstjörnu sína Mar- got Fonteyn dansa dillandi Hully-Gully. En í Bandaríkj- unum leyfði hin fagra Mar- got heimsfrægum fótum sín- um (tryggðum hjá Lloyds) að spretta úr spori. Hún sjeikaði og tvistaði í miklu hófi, sem haldið var henni til heiðurs í Beverley Hills. Á dansgólfinu sáust líka meðal annara Shirley Mac Laine, Gary Grant, Laureen Bacall og Marlon Brando. Og á eftir horfði þetta fræga fólk á brezku stjörnuna dansa í „Svanavatninu" og það var örugglega ekki Hully-Gully sem hún dansaði þar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.