Vikan


Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 33

Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 33
varð engin önnur en Louise de la Valliére. Þannig hafði hinni virðu- legu prinsessu verið velt úr sessi af þessari lágstéttarstúlku. Stolt hennar kom í veg fyrir, að hún léti sorg sína í Ijós, nema í einrúmi, eða í örm- um beztu vinkonu sinnar, Madame de Montespan, sem nú hafði tekið hennar stað. Hún hafði nú einmitt séð, við rúmstokk sinn, konunginn og hinar þrjár ástmeyjar hans, hinar tvær fyrrverandi og þá núver- andi, í furðulegri endurtekningu af draumi hennar um hina hástemdu ást, sem hún hafði elt tilgangslaust, en aðeins hlotið svo mikla auð- mýkingu fyrir. — Já, já, sagði Angelique lágt. Hún brosti ofurlítið beisklega. Madame hafði ekki haft það, sem til þurfti, en ósigur hennar hafði gert hana hefnigjarna. Hún hafði alltaf verið virðuleg, hugulsöm í garð annarra og gáfuð. Of gáfuð. Nú var hún að deyja, umkringd fjandskap, eða í bezta lagi skeytingarleysi. Það dró hulu fyrir augu hennar. Með vart heyranlegri röddu muldraði hún: — Ég vildi óska, hans vegna, að hann gæti orðið ástfanginn af yður .... yður. . .. vegna þess.... til hallarinnar, var ennþá hánótt. Henni var hleypt inn í fundarsal konungsins, þar sem hann beið. — Jæja? — Því er lokið, Sire. Madame er dáin. Hann drúpti höfði til að dylja tilfinningar sínar. — Álítið þér, að henni hafi verið byrlað eitur? spurði hann að lokum. Angelique yppti lítillega öxlum. — Það er almanna mál, hélt konungurinn áfram. — En þér eruð hleypidómalaus. Segið mér yðar álit. — Madame hefur lengi óttazt, að hún myndi deyja af völdum eiturs. Hún trúði mér fyrir því. — Svo hún var hrædd. Við hvern? Nefndi hún nokkur nöfn? — Hún vissi, að Chevalier de Lorraine hataði hana, og myndi aldrei fyrirgefa henni þátt hennar í útlegð hans. — Nokkrir fleiri? Segið mér það, gerið svo vel að segja mér það. Ef þér segið mér það ekki, hver mun þá gera það? — Madame sagði, að Monsieur hefði oft ógnað henni þegar hann ROS barnaskórnir ero byggðir upp með það fyrir augum að barnsfóturinn sé frjóls og óþvingaður. ROS barnaskórnir eru byggðir breiðir og með hóum hliðum við tærnar sem gerir það að verkum að þær eru leikandi frjólsar þó skórnir að öðru leyti haldi vel að. ROS barnaskórnir eru með góðu innleggi og hælarnir undir skónum teygja sig innanfótar fram undir ilina og gefa því enn betri stuðning. ROS barnaskórnir eru skinnfóðraðir. ROS barnaskórnir eru venjulega fyrirliggjandi í öllum litum og stærðum fró 18 — 27. ROS barnaskóverksmiðjurnar hafa margsinnis verið verðlaunaðar fyrir að sameina í byggingu góða barnaskó og sérlega fallegt útlit. ★ Munið að vel með farnir barnsfætur eru ómetanlegur fjársjóður til fullorðinsáranna. SÖLUUMBOÐ: AKRANES: Skóverzlunin StaSarfelI. AKUREYRI: Lcðurvörur h.f. BLÖNDUÓS: Kaupfélag Húnvetninga. BORGARNES: Kaupfélag Borgfirðinga. DALVÍK; Útibú K.E.A. ESKIFJÖRÐUR: Kaupfélag Eskfirðinga. GRAFARNES: Vcrzlunarfélagið Grund. HAFNARFJÖRÐUR: Kaupfélag Hafnfirðinga. HORNAFJÖRÐUR: Kaupfél. A-Skaftfellinga. IIVAMMSTANGI: Kaupfélag V-Húnvetninga. ÍSAFJÖRÐUR: Skóverzlun Lcós. KEFLAVÍK: Skóverzlun Guðrúnar Einarsd. PATREKSFJÖRÐUR: Magnús Guðmundsson. REYÐARFJÖRÐUR: Verzl. Kristins Magnúss. SAUÐÁRKRÓKUR: Kaupfélag Skagfirðinga. SELFOSS: Skóbúð Selfoss h.f. SEYÐISFJÖRÐUR: Verzlun J. E. Waage. SIGLUFJÖRÐUR; Vcrzl. Ól. Thorarensen. STYKKISHÓLMUR: Verzl. Sigurðar Ágústss. ÞÓRSIIÖFN: Sigmar og Helgi. VESTMANNAEYJAR: Axel Ó. Lárusson. VÍK: Kaupfélag Skaftfellinga. Góðir skór gleöja góð börn SKOHUSID Hverfisgötu 82, sími 11-7-88. Pósthólf 374, Rcykjavík. Einkaumboð: H. J. Sveinsson h.f. Hún gat ekki lokið setningunni. Hönd hennar féll á sængina. Ange- lique stóð upp og yfirgaf herbergið. Hún settist aftur á bekkinn fyrir framan. Meðan hún beið, neyddi hún sjálfa sig til að biðja. Um klukkan tvö um nóttina kom Bossuet og settist hjá henni, til að fá sér svolítið að borða. Þjónn færði honum bolla af súkkulaði. Florimond var enn á hlaupum og hvíslaði að Angelique að það liði að endalokum Madame. Bousset lagði frá sér bollann og fór aftur inn í herbergið. I sama bili kom Madame Gordon-Huntly út og hrópaði: — Madame er látin! Eins og Angelique hafði lofað kónginum, bjóst hún þegar í stað til að fara til Versala. Hana langaði að taka Florimond með sér, taka hann burt frá jarðarfararundirbúningnum. Hún fann hann sitjandi frammi í anddyrinu, þar sem hann hélt í höndina á níu ára gamalli stúlku. — Þetta er litla Mademoiselle, sagði hann. — Enginn skiptir sér af henni, svo mér finnst ég verði að halda henni félagsskap. Hún gerir sér enn ekki ljóst, að móðir hennar er dáin. Þegar það verður mun hún gráta. Ég verð að vera hér til að hugga hana. Angelique kvaddi hann og strauk óstýrilátt hárið. Góður Þegn tekur þátt I sorg húsbónda síns og stendur með honum á erfiðleikatímum. Hún var sjálf að fara til konungsins. Með tárin í augunum kyssti hún litlu prinsessuna, sem virtist ekki djúpt snortin yfir hvarfi móðurinnar, sem hún hafði varla þekkt, og ekki haft mikil samskipti við. Á leiðinni til Versala voru margir fleiri vagnar. Angelique gaf ekli sínum skipun um af fara fram úr þeim á fullri ferð. Þegar hún kom var reiður. Konungurinn andvarpaði djúpt. — Ef bróðir minn......... Hann lyfti höfðinu: — Ég hef gefið fyrirskipun um að færa yfirborðþjóninn í Saint-Cloud, Maurel, hingað til mín. Ég efast um, að koma hans dragist lengi úr þessu. Bíðið, ætli ég heyri ekki í honum núna. Mig langar til að þér verðið viðstödd komu hans. Felið yður þarna á bak við glugga- tjaldið. Angelique gerði eins og hann bað. Dyrnar opnuðust og Maurel kom inn, leiddur milli Bontemps og foringja úr lífverðinum. Hann hafði grófa andlitsdrætti, en skorti ekki hroka þrátt fyrir þjónssvipinn, sem hann varð að bera samkvæmt starfi sínu. Konungurinn gaf þjóni sin- um merki um að vera kyrrum. Lífvörðurinn fór. — Lítið á mig, sagði konungurinn rólega við Maurel. Lífi yðar mun verða þyrmt, ef þér segið mér sannleikann. — Sire, ég mun ekkert segja yður annað en sannleikann. — Gleymið ekki þvi loforði. Ef þér svlkið það, bíða yðar pyndingar. Það er undir yður komið, hvort þér yfirgefið þessa höll lifandi eða dauður. — Sire, svaraði maðurinn rólega, — sé svo, væri hreinn kjánaskap- ur að segja ósatt. — Gott! Svarið mér: — Var Madame byrlað eitur? — Já, Sire. — Hver byrlaði henni eitrið? — D’Effiat markgreifi og ég. Konungurinn kipptist við: — Hver fékk yður til þessa hræðilega verks? Og hvaðan fenguð þér eitrið? öll réttindi áskilin — Opora Mundi, Paris. Framhald í nœsta blaSi. VIKAN 5. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.