Vikan


Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 24

Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 24
Norman er nú framkvæmdastióri hjá ölbruggunarfyrirtæki. Hann hef- ur yfir 340.000 krónur í árslaun, á tvo bíla, hefur tvo þióna og býr [ einbýlishúsi í miðborginni. Aðrir Englendingar af lægri miðstéttum virðast dálítið áhyggjufullir yfir því að þessi nýja velmegun þeirra veltur á því að hinn ódýri vinnu- kraftur innfæddra sé notaður til þess ýtrasta. En þeir reyna að réttlæta sjálfa sig. Venjulega er það með þv[ að sýna fram á að það tók England þúsund ár að verða siðmenntað, en sú rökfærsla horfir burt frá þeim staðreyndum að Evrópubúar .sem flytjast til Afríku fá strax ótrúleg tæki- færi. Onnur afsökunin er að innfæddir Afríkubúar séu vanþroskaðir, enda komi það í Ijós í baráttu þeirra innbyrðis. Tveir þjónar Lamonts-hjónanna, garðyrkjumaður og húshjálp, búa ! kia, sem er viðbygging við aðalhúsið. — Við gefum þeim bezta mat og gerum allt fyrir þá, fullvissar frú Lamont okkur um, enda kalla þeir okkur pabba og mömmu. En þótt þeir séu meðhöndlaðir sem börn er þess krafizt af þeim að þeir komi fram sem fullþroskað fólk. — Maður verður alltaf að vera á eftir þeim, segir frú Lamont. — Ég held að garðyrkjumaðurinn hafi aldrei séð vatnssalerni fyrr en hann kom til okkar. Og þeir eyðaleggja allt sem heitir rafmagnstæki. Ég get til dæmis aldrei látið þá snerta þvottavélina! Þrátt fyrir að frú Lamont verður sjálf að þvo þvottinn sinn, tekur hún mikinn þátt í félagsmálum. Hún er meðlimur í nokkrum klúbbum, bæði skemmtiklúbbum og félagasamtökum. Hún vinnur frá klukkan 8—12 á morgnana við „Women's Voluntary Service". — Við sjáum um allskonar hátlðahöld og tízkusýningar og við erum alltaf að safna peningum til alls konar málefna. Ég sauma fötin mín sjálf og ég hefi engan tíma til að láta mér leiðast. Við lifum miklu betra l!fi hér en heima í Englandi. Það eina sem ég sakna eru leikhúsin. Það er ekki mikið um menningu hér! Afríkubúar láta mikið til s!n taka á sviði stjórnmála, en þá vantar tilfinnanlega reynsluna. Það kemur til af þv! að þeir eru ennþá á byrj- unarstigi hvað snertir skóla og menntun. í jarðræktarhéruðum þurfa þeir ekki að kunna neitt til að fá vinnu, og skólar eru álitnir óþarfir. Samt sem áður er sambúðin milli svartra og hvítra bezt í þessum hér- uðum. Hinir hvítu bera nokkurskonar „föðurlega" umhyggju fyrir þeim svörtu. Þeir „eiga" heilar fjölskyldur, þar sem þeir veita atvinnu föður, móður og öllum börnum yfir tíu ára aldri. — Það er nauðsynlegt að halda negrunum að vinnu, segir Patrick Hammond, fimmtíu og tveggja ára gamall tóbaksframleiðandi. — Þeir eru alltaf þægir og hlýðnir, það er að segja ef þeir drekka sig ekki fulla. Og þeir eru duglegir til vinnu. Fjölskylda Hammonds hefir búið í Rodesiu í tvo ættliði. Hann á stóra „Big" Smith og fjölskylda hans. Til hægri er konan hans, sonurinn Robert, 0 17 ára og dóttrin Jean, 20 ára, Alle standandi, hann er 14 ára og er á liðs- foringjaskóla. Við fætgr þeirra hgndarnjr Bob og Chipj. Hversvegna eignm við að láta heimska negra taka brauðið frá munni okkar 7 ■ 24 VIKAN 5. tbl. jv-í •• : wmmM ■ ■ • /A\ ÍÁÚV.WMWÍÝ'Í

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.