Vikan


Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 12

Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 12
- Fallegur bíll, sagði byssu- maSurinn. Hógværð hans boð- aði hættu. Hann beið eftir rétt- um tíma og hann var í nánd. Hann fylgdist með hreyfingum David er hann setti í gang. David gaf í, og þau hentust áfram, eins og bíllinn væri eld- flaug. Á þessum hraða gæti hann ekki beygt inn á hrað- brautina. En byssumaðurinn hafði ekki athugað það. Þau þutu hraðar og hraðar. Hann setti olnbogann inn í stýrishjólið og hélt höndunum um höfuðið til að vernda það. Smásaga eftir CHarlotte Armstrong Teikning: Baltasar Síminn hringdi hótt í næturkyrrðinni. Ungi læknirinn doktor Blain, hristi af sér svefnmók- ið og tók upp símtólið, í fjórða skipti sem sím- inn hringdi. — Þetta er Connie Miller. Manstu eftir mér? Hann leitaði í huga sér í gegnum þau ór, sem hann hafði verið starfandi, hóskólaórin og skólaórin. Jó, sú sæta. Sú fjöruga og vinsæla. Endur fyrir löngu hafði feiminn unglingur, sem hét David Blain, fengið leyfi til að bjóða henni á ball. Sársaukafull og ruglingskennd reynsla, því hún hafði verið drottning í hinni hverfulu veröld og hann utangátta. — Ó, já, Connie, sagði hann með karlmann- legri röddu. Og svo, af því að klukkan var hálf fimm um nótt, spurði hann hana hvað amaði að. — Það er Mike. Hann er veikur! Nú fann hann óttann, sem kom svo oft í gegnum sím- ann að næturlagi. — David, geturðu komið? Fljótt? Við erum á gamla Benton búgarðinum við hraðbrautina. Geturðu gert það? — Hvað heldurðu að sé að honum? spurði hann með rólegri röddu þess, sem þarf að fá upplýsingar. — Það er höndin. Það grefur í henni og hann hefur hita. Hann er ekki með sjálfum sér og ég er hrædd. Viltu flýta þér? — Kem strax. Doktor Blain klæddi sig ( flýti. Það hlutu að vera tíu ár síðan Connie Miller giftist Michael March, aðlaðandi, ungum manni með péturs- spor í höku, eirðarlausum, alltaf að breyta til. Hvað þau voru að gera á gamla Benton bú- garðinum, gat hann ekki ímyndað sér. Hann yfirgaf húsið og settist undir stýri. Þetta var stór, fallegur og kraftmikill bíll. Hann rann mjúklega af stað, gegnum sofandi borgina, út á þjóðveginn. David sagði stundum við sjálf- an sig, að hann hefði fundið eitthvað, sem aðr- ir hefðu ekki fundið, leyndarmál, eða lykil- inn að einhverju. Fólk átti erfitt með að skilja starf læknis, sem þurfti að vera til reiðu hvenær sólarhringsins sem var. En honum fannst það auðvelt. Hanrl hafði svarið þess eið, og það reyndist ekki erfitt; að vita nákvæmlega hvað átti að gera, hafði gert allt auðvelt. Það voru engar spurningar, sem hann þurfti að leggia fyrir sjálfan sig, enginn efi, ekkert, sem þurfti að velja á milli. Sama hvort hann óskaði eða óskaði ekki að vera ábyrgur fyrir heilsu Micha- el March. Gat ekki eiginkonu læknis einnig fundizt þessi kvöð léttbær? Hann hafði heyrt stúlkur segja, að eiginkonur lækna legðu á sig að lifa hræði- legu lífi. Það þyrfti að vera rétt stúlka. Hún yrði að skilja, hve einfalt þetta var. Hún yrði að vera sammála. Stóri bíllinn þaut eftir hraðbrautinni. Svo beygði hann inn á þröngan hliðarveg, sem lá að gamla Benton búgarðinum. Húsið var bak við smá hæð. Hann sté út úr bílnum, út ( þögn- ina og myrkrið. Húsið var almyrkvað. Það gæti hafa verið í eyði. Svo opnuðust dyrnar. — David? Ó, en gott. Ó, hvað ég er glöð. Hún dró hann inn fyrir og lokaði á eftir þeirn. Það var rökkur inni, en hún leiddi hann til uppljómaðs herbergis. Þau höfðu bæði breytzt á þessum tíma. Tíu árum eldri. Hann hafði þroskazt í starfi sínu. Connie var slægðarleg og óþrifaleg. Þau voru eins og ókunnar manneskjur. Hann fann hve hrædd hún var; hún reyndi að brosa en það var uppgerðarlegt. — Það var gaman að sjá þig. Hvernig líður þér, David? Hann mundi eftir drottningunni, sem hafði gefið honum undir fótinn fyrir langa löngu. Hann svaraði ekki. — Hvar er sjúklingurinn? spurði hann mjúklega. Michael var í svefnherberginu. Maðurinn, sem alltaf var að breyta til, hafði lent hér. Þetta var ekkert heimili; húsgögnin gömul og skítug, andi horfinnar kynslóðar sveimaði um. Hann var í fötunum, óhreinni skyrtu og krumpnum buxum. Péturssporið var ennþá í hökunni, en nú var hann veikur maður. Hönd- in leit illa út. David leit á hana og skelfdist. — Þetta hefði þurft að athuga fyrir löngu, sagði hann alvarlegur. — Hvenær gerðist þetta? — A mánudag, muldraði Connie. — Ó, David, læknaðu hann. — Læknirinn er hér, sagði hún við manninn í rúminu. — Nú batnar þér bráð- um. — Hvernig gerðist það? spurði David. — Það var slys, svaraði hún óákveðið. — Hann er svo veikur, geturðu ekki gert eitthvað fljótt- Hún strauk enni sjúklingsins með skjálf- andi hendi. Bak hennar var spennt undir druslu- legum kjólnum, eins og hún byggist við höggi. Læknirinn hreinsaði sárið eins vel og hann gat og batt um það. Hann sagði hljóðlega: — Hann verður að fara á sjúkrahús, Connie. — Nei, sagði hún þráalega. — Við erum að fara héðan, á morgun. Sjúklingurinn hreyfði sig og muldraði nafn hennar. Læknirinn stóð upp og gekk inn í næsta herbergi, sem var setustofa. Hann fann rofann og kveikti. Svo tók hann símtólið og hringdi til sjúkrahússins. Rödd Maggie hljómaði ( eyra hans. — Sjúkra- húsið. Hún var við skiptiborðið frá þv( klukk- an hálf tíu á kvöldin þar til klukkan hálf sex á morgnana. Hún sagði „sjúkrahúsið" alltaf fjörlega, eins og til að sannfæra þá, sem hringdu, um að sjúkrahúsið væri vakandi og reiðubúið til hjálpar öllum. — Maggie, þetta er David Blain. Hann sagði ekki ópersónulega Doktor Blain. Hann bauð henni út með sér í þau fáu skipti sem bæði áttu frí. Hún var yndisleg stúlka, kannske sú rétta. — Ég er að koma með sjúkling, sagði hann. — Ef til vill er uppskurður nauðsynlegur. Náðu sambandi við doktor Parker. — Undir eins. Viltu sjúkrabíl? — Nei, ég . . . Fyrir aftan hann æpti Connie. — Nei! Hún hentist til hans. — Nei, nei. David tók tólið frá eyranu og þreif um axlir hennar. — Þú mátt ekki hringja, sagði hún hás af hræðslu. — Þú mátt ekki segja neinum! Leggðu tólið ál Hann lagði símann á borðið. VIKAN 5. tW. I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.