Vikan


Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 20

Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 20
Framnaidssagan 30. raiuti efftir Sergeanne Goion — Ekkert, sagði Angelique. — Ég mun aldrei láta þig hafa það. Held- urCu, að ég sé slíkur bjáni? Bréfið og hlutirnir, sem ég lýsti, eru nú í höndum lögfræöings. Fyrirgefðu þótt ég segi ekki, hvað hann heitir, en minnstu þess, að hann hefur oft tækifæri til að ná íundi konungsins. Ef þú vilt rétta mér þessar perluhárnálar, skal ég ljúka við að ganga frá hnútnum. Madame de Montespan gerði eins og henni var sagt. — Daginn, sem ég dey, hélt Angelique áfram — hafa hinar döpru og óvæntu fréttir af dauða Madame du Plessis-Belliére ekki fyrr náð eyr- um þessa manns, en hann fer til konungsins og sýnir honum hlutina og bréfið, sem ég hef nú falið honum til vörzlu. Láttu þér ekki detta í hug, að hans hágöfgi eigi í vandræðum með að þekkja rithönd þjna og frábæra réttritun. Hjákonan gerði ekki framar tilraun til að látast; hún virtist vera að kafna og brjóst hennar hófust og hnigu með krampakippum. Með skjálfandi höndum opnaði hún krúsir og flöskur og strauk andlitsfarða yfir enni sitt, kinnar og augnalok. — Hvað nú, ef ég læt mig þetta engu skipta, hrópaði hún allt í einu. Hvað nú, ef ég hætti öllu til að sjá þig dauða? Hún stóð upp og kreppti hnefana og það lá við að hatursloginn stæði fram úr henni. — DauOa! endurtók hún. — Það er það eina, sem mig skiptir máli — ztí sjá þig dauða! Ef þú lifir, tekurðu konunginn frá mér. Ég veit það. þá að konungurinn tekur þig. Það kemur út á eitt. Hann þráir Þig Wjél- æðislega. Hin ósvífnu undanbrögð þín í hans garð hafa komið upp suo- unni í blóði hans og rænt hann allri skynsemi. Ég skipti hann engu máli lengur. Bráðum mun hann hata mig vegna þess, að hann vill sjá þig i minn stað hér í þessari íbúð, sem hann hefur gert handa mér. Úr því ég er örugglega búin að vera, hvort sem þú ert dauð eða lifandi, vil ég að minnsta kosti sjá þig dauða, dauða, dauða! Angelique hlustaði svipbrigðalaust á hana. — Það er nokkur mismunur á því að falla í tign um stund, sem myndi að minsta kosti hafa það i för með sér, að konungurinn sýndi þér nokkra virðingu, og gæti skilið eftir vonina um að ná einhverntíma aftur að- dáun hans, og þeirri andstyggð, sem hann myndi finna til i Þinn garð, þegar hann fengi að vita um glæpi þína, svo ekki sé minnzt á útlegðina eða fangelsið, sem hann myndi dæma þig i, Það sem eftir væri ævinnar. Ég er viss um, að hver og einn af Mortemartættinni kann að velja á milli þeirra tveggja kosta. Athénais neri hendurnar. Reiðin og getuleysið höfðu svipt hana aUri kaldri hugsun. — Von um að ná hylli hans aftur, bergmálaði hún. — Nei. Ef þú vinnur hann nokkurn tima, verður það ævilangt. Ég veit það. Þú þekkir hann eins vel og ég. Ég stjórna skilningarvitum hans, en þú stjórnar hjarta hans. Og trú þú mér, það er ekki svo lítið að stjórna hjarta manns, sem ekki hikar við að viðurkenna það. Hún horföi á keppinaut sinn, eins og hún sæi hana nú í fyrsta skipti og grelndi nú, i rósemi hennar og hættulegri fegurð, vopn, sem hún hafði ekki tekið eftir áður. — Ég er ekki nógu sterk, sagði hún. Angelique yppti öxlum. — Reyndu ekki að leika píslarvott, Athénais. Það fer þér ekki. Seztu bara hérna aftur og leyfðu mér að ljúka við að greiða Þér. — Snertu mig ekki! „ , En þessl greiðsla fer þér mjög vel, Athénais. Það er omogulegt að skllja þig eftir með uppsett hár öður megin en lafandi hinum megin. 1 örvæntingu rétti Athénais henni greiðuna, á sama hátt og hún hefði rétt þjóni hana. — Allt í lagi, ljúktu við það, en vertu fljót. Angelique vaföi langan, gullinn lokk um fingur sér og kom honum þannig fyrir, að hann lá á þokkafullan hátt niður með perluhvltum hálslnum. Þegar hún leit í spegilinn til að sjá árangurinn, mætti hún æðisgengnum augum óvinar síns. Hún hafði unnið, en hve lengi? ___ Gefðu mér konunginn, sagði Athénais allt í einu. — Gefðu mér konunginn. Þú elskar hann ekki. — Elskar þú hann? — Hann heyrir mér til. Ég er fædd til að vera drottning. Angelique vafði upp tvo lokka í viðbót og festi þá við gagnaugun. Binet hefði ekki getað gert Þetta betur. —• Kæra Athénais, sagði hún, þegar hún var búin.— Það er tilgangs- laust fyrir þig að skírskota til hinna íínni tilfinninga minna, því ég hef engar, hvað þig snertir. En ég skal gera samning við þig. Annaðhvort lætur þú mig í friði og hættir að sækjast efir lífi mínu, og getur þá treyst mér til að segja ekkert um samband þitt við nornir og djöfla, eða þá að þú getur haldið áfram hefnigirni þinni og hlaðið upp þrum- um og eldingum, sem munu snúast gegn sjálfri þér og gera þig að engu. Láttu þér ekki detta í hug, að þú getir komizt hjá þessari staðreynd með því að gera mér miska á einhvern hátt, svo sem að grafa undan mannorði mínu, eyðileggja fjármálatraust mitt eða gera mér smá ó- greiða, sem gera mér lífið leitt. Ég mun alltaf vita hvaðan slíkt kemur, og ég mun ekki bíða þess að dauðinn fríi mig við Þig. Þú segir, að konungurinn elski mig. ímyndaðu þér bara reiði hans, þegar hann kemst að því að þú reyndir að ráða mig af dögum. Sá vörður laganna, sem hefur leyndarmál mitt í sinni vörzlu, pröfaði sjálfur náttsloppinn, sem þú sendir mér. Hann mun bera vitni fyrir konunginum um þann miska, sem þú ætlaðir að gera mér, og — ein ráðlegging enn, kæra vinkona. Hárið á þér er ljómandi fallegt og fer vel, en andlitssnyrtingin er öll úr lagi gengin. Hún er í moium. Ef ég væri I þínum sporum, myndi ég byrja upp á nýtt. Um leið og Angelique var farin, komu stúlkur Madame de Montespan áhyggjufullar til baka og mynduðu hring um snyrtiborð húsmóður sinnar. — Madame, þér eruð að gráta! — Já, bjánarnir ykkar, sjáið þið ekki hvað andlitssnyrting mín er hræðileg? Hún reyndi að kæfa niður ekkann og leit í spegilinn á tárvott andlit sitt, strikað með rauðu, hvítu og svörtu. Hún dró andann djúpt. — Hún hefur rétt fyrir sér, svínið, muldraði hún. — Hún er í molum. Það er bezt að byrja upp á nýtt. Svipurinn á andliti Madame du Plessis-Belliére fór ekki framhjá neinum, á gönguferðinni í gegnum garðana. Hún ljómaði, og hvernig hú bar höfuðið, var næstum ógnvekjandi. Allir fundu til sömu tilfinn- ingar og Madame de Montespan hafði nýlega gert. Það var eins og þeir hefðu verið hlunnfarnir. Litla markgreifafrúin átti svo sem ýmsa svipi upp að setja. Þeir, sem höfðu álitið, að hún myndi fara varlega, gátu nú séð að hún myndi ekki verða önnur La Valliére. Og þeir sem höfðu treyst þvi, að Madame de Montespan myndi losa sig við hana, fundu nú trúnaðartraustið hrynja, þegar hún leit á þá og brosti við konunginum, og framkoma konungsins færði þeim fullvissu. Hann reyndi elcki að láta sem hann sæi fleiri en hana. Madame de Montespan mætti ekki. Enginn hugsaði frekar um það, en öllum fannst fullkomlega eðlilegt, að Angelique gengi við hlið kon- ungsins. Að lokinni gönguferð um garðana kallaði konungurinn á hana inn í fundarsalinn eins og hann gerði oft, þegar hann þarfnaðist ráðlegginga hennar í einhverjum verzlunarmálum, sem hann var að ræða við ráð- herra sína. Að þessu sinni var fundarsalurinn auður. Um leið og dyrnar höfðu lokazt á eftir þeim, tók hann hana í fangið. — Ástin mín, sagði hann. — Ég get ekki haldið svona áfram. Hve- nær ætlið þér að hætta að pynda mig? 1 morgun höfðuð þér mig full- komlega á yðar valdi. Ég sá ekkert nema yður. Þér voruð sólin, stjarn- an, sem ég gat aldrei náð, svalalindin, sem ég gat ekki drukkið úr. Fegurð yðar kaffærði mig og ilmvatn yðar var loftið, sem ég andaði að mér og þó gat ég ekki snert yður. Hversvegna eruð þér svona grimm? Hann ólgaði af þrá, sem hann réði ekki lengur við. — Látið yður ekki detta í hug, að Þér getið haldið áfram að leika yður svona að mér 20 VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.