Vikan


Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 13

Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 13
//:/■■■■ ' MfMUV'l — Ég er hræddur um, að þú skiljir ekki, sagði hann þolinmóður. — Höndin er mjög spillt, Connie. — Þú lagaðir hana. Honum líður betur. Þú verður að fara. — Ég hef ekki læknað hann, sagði hann, undrandi á þessum barnaskap. — Ég get það ekki, ekki hérna Connie. Hann gæti misst hönd- ina. — Nei, sagði hún og tók hann ekki alvar- lega. — Hann gæti dáið, sagði hann hörkulega. — Þetta er alvarlegt. — Þú mátt ekki vera hér. Taktu bílinn þinn og farðu. — Þú skilur ekki, byrjaði hann þolinmóður. — Það ert þú, sem skilur ekki, æpti hún viti sínu fjær. — Þú þekkir ekki John. Hann fór til borgarinnar, en hann er á leiðinni. Ef hann sér þig hér, drepur hann þig, rödd hennar var skræk. — Hann drepur okkur öll. Hann sló hana létt utanundir og líkami henn- ar slaknaði. — Allt í lagi, sagði hann. — Talaðu nú ró- lega. Hvað á þetta allt að þýða? Og hver er John? — Hann — hann er yfirmaður Mike. Þú mátt ekki vera hér, þegar hann kemur aftur. Hann kemur fljótt. Hann fékk Mike I vinnu. — Hverskonar vinnu? — Til að búa til — til að vinna við sprengi- efni. Hann vann við það hjá hernum. Flýttu þér nú. — Hér er ekkert að óttast, sagði læknirinn. — Ekkert að óttast. Hún kastaði höfðinu aft- ur á bak. Hálsvöðvarnir herptust. — John vildi ekki að við kölluðum á lækni. Ég tók áhætt- una. Gerðu það — farðu. Skilurðu ekki? — Það var sprengiefni, sem skaddaði hönd- ina? — Já, sú fyrsta sprakk. — Sú fyrsta? spurði hann skilningssljór. — Fyrsta sprengjan, sagði hún. Læknirinn minntist skyldu sinnar. — Mike fer á sjúkrahús. Ég fer með hann. Þú getur komið líka. Hvað er að óttast þar? — Við bíðum bara eftir peningunum, laun- um Mike. — Hann verður að fara á sjúkrahús. Enga vitleysu lengur. Farðu og búðu hann undir það. Rödd hans var skörp og ákveðin. Taugaspennan bar hana ofurliði. Ef hann hefði ekki haldið ( hana, hefði hún dottið. — Það eina, sem þú getur gert til að hjálpa mér, er að fara, sagði hún snöktandi. — Aður en það er of seint. Svo leit hún á hann og sagði, hlægilega upp- gerðar daðursleg: — Af hverju ættir þú að verða drepinn, elsku David? Hann leit á hana með vorkunn. — Hvað er John að gera í borginni? Framhald á bls. 37. VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.