Vikan


Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 28

Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 28
60% iðgjalds-afsláttur eftir.... 4 tjónlaus ár 50% iðgjalds-afsláttur eftir.... 3 tjónlaus ár 40% iðgjalds-afsláttur eftir.... 2 tjónlaus ár 30% iðgjalds-afsláttur eftir.... 1 tjónlaust ár Tryggingartakar 21 árs og eldri fá nú 15% afslátt af nýtryg-gingum. Jafnframt verða þeir, sem valda end- urteknum tjónum, að greiða hærri iðgjöld en áður. Með þessu nýja kerfi er það í ríkara mæli en áður á valdi bifreiðaeigenda sjálfra að ráða því hvaða iðgjöld þeir greiða. Þeir, sem valda ekki tjónum árum saman, njóta framvegis stig- hækkandi afsláttar ár frá ári, allt að 60% grunngjalds í stað aðeins 30% áður. Astandið í umferðarmálum hér á landi hefur lengi verið hugsandi mönnum áhyggjuefni og við þeim vanda snúizt á margvíslegan hátt. Hið nýja iðgjaldakerfi er tillag tryggingafélaganna í þeirri viðleitni. — Sími 11700. Ég var einkaritari forsetans Framhald af bls. 27. Ég komst aldrei að því hvers- vegna. Þetta hefir trúlega verið mjög einfait, hann hefur langað til að hitta einhverja stúlku og svo hefi ég ekki orðið vör við að hann hitti þá sömu stúlku aftur. Kennedy lifði mjög skemmti- legu lífi í Washington. Hann leigði hús í Georgetown og gamla barnfóstran hans, Margaret Am- brose, var ráðskona hjá honum. Ég hugsaði oft um það hvort hún þyrfti að taka eins mikið til heima hjá honum, eins og ég á skrifstofunni, eða hvort hún hefði vanið hann ó reglusemi. Dag nokkurn sagði Kennedy við mig: — Vitið þér hvað ég þarf nauðsynlega að fá á skrifstofuna. Ég þarf að fá legubekk. Viljið þér hringja í vöruhúsið, frú Lincoln. Vöruhúsið sem um var að tala var í Chicago og faðir hans átti það. Nokkru síðar kom vörubíll með legubekk, sem var klæddur ólituðu skinni og mjög þægileg- ur til að búa upp sem rúm. -— Mér líkar ekki liturinn, sagði þingmaðurinn. — Eigum við þá að senda hann aftur? — Við getum prófað hann í nokkra daga. Einn daginn eftir hádegisverð ákvað hann að prófa legubekk- inn. Ég bjó um hann og hann bað mig að vekja sig eftir þrjú kortér. Hann hafði þann dásamlega eig- inleika að geta slappað af og sofnað á stundinni. Þegar þrjú kortér voru liðin fór ég inn til hans og vakti hann. Ég var nýkomin fram á skrif- stofu mína þegar hann hringdi og ég æddi aftur inn. Hann sat þá á sófanum með annan fótinn beran. — Ég finn ekki sokkinn minn, getur hann ekki verið undir legu- bekknum? Meðan ég lá á fjórum fótum kom einhver í heimsókn og þar sem dyrnar voru opnar, gekk hann beint inn. Ég fann sokkinn en þingmaðurinn heyrði ekki þegar ég sagði honum það, en kallaði: — Hversvegna eruð þér að fara? Hvar er sokkurinn minn? Það er hægt að ímynda sér hve undrandi komumaður var. Annað sinn leituðum við lengi að öðrum skó hans og fundum hann að lokum í gluggakistunni. Hvernig hann hafnaði þar, er óráðin gáta. Líklega hefur hann afklæðzt á göngu um herbergið og kastað skónum upp í glugga- kistu á leið sinni framhjá. Það reyndi talsvert á taugar mínar þegar hann ætlaði í ferða- lag. Þá sat hann rólegur á skrif stofu sinni, undirritaði bréf og talaði í sífellu, þangað til ég gaf honum merki um að það væru aðeins tuttugu mínútur til brott- ferðar. Hann hélt áfram að tala og skrifa, rétt eins og að ég hefði sagt tveir tímar í staðinn fyrir tuttugu mínútur. Á síðustu stundu æddi hann um skrifstof- una og tíndi saman blöð, bækur og ræður, sem hann ætlaði að hafa með sér. Bíllinn beið við dyrnar og hann var þotinn út, eins og hvirfilvindur. Ég hafði varla setzt og andað léttar, þegar hann var kominn aftur inn til að biðja mig að hringja á flugstöð- ina og segja að hann væri ó leið- inni, og svo átti ég líka að hringja til Hyannis til að láta vita að hann væri á leiðinni, hvenær bú- ast mætti við honum og að hann vildi fá ostrur í kvöldmat. Mér hefur verið sagt að ökuferðir hans til flugvallarins hafi alltaf verið líkastar því að lögreglubíll væri á ferðinni, og hafði hann oft gaman að því að aka sjálfur á gífurlegum hraða. Þegar ungi öldungadeildar- þingmaðurinn fór að hafa meira að gera, var það sjaldnar sem hann lét mig hringja til ungra stúlkna fyrir sig. En snemma á árinu 1953 fór ég að heyra eitt nafn nokkuð oft. Það var Jacque- line Bouvier. Hann bað mig aldr- ei um að hringja til hennar, svo mig fór að gruna að hér væri eitthvað alvarlegt á seyði. Um þetta leyti kom grein um John Kennedy í Saturday Even- ing Post. Mér fannst greinin al- veg dásamleg og það fannst stúlkunum á hinum skrifstofun- um í húsinu líka, sérstaklega þeim sem stundum höfðu farið með honum í bíó. Ég hafði nóg að gera við að fá eiginhandar- áskrift hans á blaðið fyrir stúlk- 28 VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.