Vikan


Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 6

Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 6
AVON VEKUR FEGURÐINA AF DVALA ALLA ÞÁ FEGURÐ, SEM ÞÉR VISSUÐ AÐ ÞÉR ÁTTUÐ. Hulin fegurð, sem þér viasuð að þér áttuð, kemur í ljós við snertingu Avon. Blómstrar við snertingu Avon makeup. Springur út við hlýju hinna nýju varalita og naglalakka.... Og svo að lokum gerir Avon augna makeup fegurð yðar fullkomna. Það geta allir séð. Það þarf Avon töfra til að fegurðin líti dagsins ljós. Á STÖÐUGUM HRAÐA. Kæra Vika! Hvað er stöðugur hraði? Ég sá autlýsingu frá verzlun einni í Reykjavík fyrir jólin, þar sem kynnt var ný, úrtökugóð kvik- myndasýningavél, sem hafði þá kosti til brunns að bera að geta sýnt filmurnar hvort heldur vildi aftur á bak eða áfram, eða eina mynd á stöðugum hraða. Og það er þetta með stöðuga hraðann, sem ég ekki skildi. Ef ég sýni að staðaldri þrjár myndir á sek- úndu (eða 30, eða %) er það þá ekki stöðugur hraði? Ef ég hins ' vegar sýni 3 myndir þessa sek- únduna og 5 þá næstu, 2 þar- næstu og þannig koll af kolli, er það þá ekki óstöðugur hraði? Góða svaraðu mér nú vel og skilmerkilega. Með fyrirfram þökk. Heimakvikmyndari 8mm. Ég sá líka þessa auglýsingu, og mér skildist einhver veginn að þessi stöðugi hraði væri sá sami og á stillimynd sjónvarpsins. Að vísu finnst mér útskýring þín á stöðugum hraða, þ.e. hraða sem ævinlega er jafn, mjög góð, en ég held þó, að í auglýsingunni hafi verið átt við, að sýningar- vélin gæti sýnt filmurnar áfram og aftur á bak eða stöðvazt á einni mynd, ef þurfa þætti. HIN EINKENNILEGA ENDURFÆÐ- ING ... Póstur góður! Ég hef verið að lesa og lesa aftur grein úr 52. tbl. 1965, sem ber hið einkennilega heiti: „Hin einkennilega endurfæðing Fri- gorifique“. Þar er sagt frá skipi, sem lendir í árekstri við annað skip, og þegar það tekur að hall- ast, fara allir frá borði upp í hitt skipið, sem virðist óskemmt eft- ir áreksturinn. Og Frigorifique hverfur út í þokuna og hallast uggvænlega. Síðan líður nokkur stund, en þá kemur Frigorifique aftur í ljós en þeim tekst að forðast árekstur. Skipið hverfur á ný aðeins til þess að koma aft- ur og nú verður annar árekstur, sýnu verri en sá fyrsti, og þar með er sögunni eiginlega lokið. En það var þetta með endur- fæðinguna. Til þess að eitthvað geti fæðzt, þarf það að uppfylla það skilyrðí, að það hafi verið ófætt áður. Til þess að endurfæð- ast þarf það að hafa dáið í milli- tíðinni. Hér er því ekki til að dreifa. Skipið aðeins hverfur, en birtist síðan aftur. Þetta gerir fyrirsögnina ekki aðeins villandi, heldur beinlínis ranga. Og hið sama er að segja um málfarið á henni, það er mjög furðulegt á köflum. Annars er ég ánægður með Vikuna og framhaldssögurn- ar, sérstaklega söguna „Sölu- maður dauðans", sem er hörku- spennandi og vel skrifuð. Mér þykir hún jafnvel til muna betur gerð en Bond sögurnar, sem þó hafa orðið býsna vinsælar. Með vinsemd og virðingu. A.S. Runólfsson. HVAÐA TÖLUBLAÐ . . . Kæra Vika! Gætuð þið ekki verið svo elskulegir þarna í Vikunni og sagt mér í hvaða tölublaði þið birtuð heimilisfang „The Beat- les“? Vonast eftir svari sem fljótlegast. P.S. Skriftin er ferleg, er það ekki? Anný. 14. tbl. 1964. Je je. FORVITNIR FORELDRAR. Til þess að þú lesir bréf mitt til enda, neyðist ég víst til að byrja á yfirlýsingu þess efnis, að Vikan sé sérdeilis fræðandi og skemmtileg aflestrar. En nú sný ég mér að því, sem hrjáir huga minn. Sko, foreldrar m,nir eru ágætis fólk, en eins og allir aðrir hafa þau galla og þeirra á meðal einn yfirmáta ó- skemmtilegan; sem sé forvitni. Hvert sinn, sem ég tala í sím- ann, gera þau tilraunir til að hlera orð mín. Eins og þú hlýtur að skilja er mjög óþægilegt að vita af for- eldrum mínum á næstu grösum, þegar ég þarf að ræða mín hjart- ans mál við einkavini og jafn- vel sjensa. Þú kannt að hugsa sem svo, að það sé hægastur vandinn að ræða launungarmál án milliliðar símatækisins. En því fer nú verr; þetta eru oft málefni, sem þola enga bið. Ég hefi reynt allt, sem að kjafti kemur, allt frá háðulegum orð- um um barnalega forvitni hjá fullorðnu fólki niður í grát- beiðnir. En allt kernur fyrir ekki. Pabbi heldur áfram göngu sinni b * 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 5. Tölublað (03.02.1966)
https://timarit.is/issue/298679

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. Tölublað (03.02.1966)

Aðgerðir: