Vikan


Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 14

Vikan - 03.02.1966, Blaðsíða 14
Alfan var svört og glióbónuð. Það var Breti, sem bjó í París, sem leigði Craig hana. Hann fór með Craig í reynsluför og horfði á hann leika sér í umferð Parísar, and- varpaði svo lágt og bað um að sér yrði hleypt út, strauk gljáandi bílinn og hvarf. Craig fór til Port de-Picpus, yfirgaf París á N5, ók til Sens, sjötíu mílur á klukkustund og stundarfjórðungi, og hafði varla komið við bílinn. Grierson fylgdi honum eftir, og formælti þegar hann steig á bensíngjöfina. Hann fékk sér að borða í Sens, tók N6 í gegnum Auxerre og Macon til Lyons, tvöhundruð og fimmtíu míl- ur. Grierson átti fullt í fangi með að missa ekki af honum. I Lyons dvaldi hann um nóttina. Nú þekkti hann bílinn; hann hafði ekið hon- um yfir hundrað, gert tilraunir með ferð á veginum, og meðan hann var undir níutíu, átti Alfan auðvelt með að fylgja honum eftir. Fyrir utan Valence voru tvær stúlkur, sem veifuðu. Grierson hélt áfram, en Craig hægði á sér og nam stað- ar. Hann gat vel hugsað sér að hafa einhvern til að tala við, og þar að auki sá hann ekki betur en sú dökkhærða styngi við. Stúlkurn- ar tvær komu hlaupandi á eftir honum, og hann sá að sú dökk- hærða, sem bar gítar, haltraði ekki lengur. Hann hló með sjálfum sér. Það voru líka til aðferðir til að verða sér úti um far eins og allt annað. Hann gaf sjálfum sér á- minningu um að hann væri Eng- lendingur. Það var ekki lengur van- virða að tala frönsku, en hann varð að gæta þess að tala hana ekki of vel. Framhaldssagan - 12. riluti efftlp James Munro hvernig hann hagaði sér á krók- óttum hliðargötum, reynt bremsurn- ar. Bíllinn, eins og byssurnar, var það bezta, sem Loomis hafði getað komizt yfir. Hann borðaði í veitingahúsi, skammt frá Fouriére Basilica, þögl- um og rólegum stað, þar sem al- varlegir menn átu alvörugefnir. Gras-double á la Lyonnaise, cerve- las en brioche, poulet en chemise, og drakk með hæfilegri virðingu, Beaujolais, Macon, Cotes du Thone. Grlerson sat skammt frá honum og dáðist að matarlystinni. Næsta morgun eftir kaffi og brioches, fóru þeir frá Lyons á N7, Riviera hrað- brautinni. Sólin skein, svo þeir urðu að nota sólgleraugu, og loftið var heitt. Eftir stundarkorn gaf Grierson í og geystist fram úr honum. Craig jók við og fylgdi honum eftir. Gri- erson gat ekki hleypt Mercedesn- um að ráði — það var mikil um- Báðar stúlkurnar voru í köflótt- um skyrtum og bláum gallabuxum og báðar voru laglegar. Meira áttu þær ekki sameiginlegt, því önnur var Ijóshærð, þrýstin, afslöppuð og frönsk, hin dökk, áköf, óútreiknan- leg og amerísk. Þær voru að fara til St. Tropez, sagði sú franska, en endilega um Avignon, sagði sú am- eríska. Þær urðu að sjá páfahöllina. — Eins og þið viljið, sagði Craig. — Við getum alveg eins borðað í Avignon eins og hvar annarsstað- ar. Hann kom lítið eitt við bensín- gjöfina og Alfan þeyttist áfram með glaðlegum hvin. — Hey, sagði sú ameríska. — Hverskonar bíll er þetta? — Alfa Romeo, svaraði Craig. — Hann hreyfist, sagði sú am- eríska. — Maður, hann hreyfist! — Hann á að gera það, svaraði Craig. — Ég sé það. En þetta lítur ekki svo sem út fyrir að vera mikið. — Lítur ekki út. . . sagði Craig og greip andann á lofti. — Ég meina hann er svo Ktill. — Hjartað er stórt, svaraði Craig. Sú ameríska bauð sígarettur, kveikti í einni fyrir Craig og stakk henni upp í hann. — Ertu í fríi? spurði hún. Craig kinkaði kolli. — Við Kka, svona einskonar. Ég heiti Sikorski — Maria Sikorski. Og þetta er Sophie Gourdun. Craig sagði: — Ég er John Reyn- olds. — Hæ, sagði María. — Hæ, sagði Sophie. Eftir þetta þurfti hann ekki ann- að en hlusta og aka. Stúlkurnar voru söngkonur og vonuðust til að geta unnið fyrir sér á Rivierunni. Oll þeirra auðæfi voru þrjú hundr- uð nýfrankar, innihald bakpokanna og atvinnuleyfi fyrir Mariu, og þær áttu ekki áhyggjur til. Þær voru tuttugu og eins árs. — Eg syng amerísk lög, sagði Maria. — Ég er frá Detroit, en ég vann í Las Vegas og ég lærði nokkra söngva af kúrekunum þar. Hefurðu nokkurn tíma komið til Vegas? Hún beið ekki eftir svari. — Brjálaður staður! Tíu þúsund míl- ur af engu og borg í miðjunni. Veiztu hvað Las Vegas þýðir? Það þýðir opna landið. Spánverjarnir höfðu aldrei séð neitt opnara en Vegas. Það er ennþá hægt að finna þar nokkra kúreka. Og lögin þeirra eru góð. Sophie er brjáluð í kúreka. -- Syngur þú líka kúrekalög, spurði Craig. — Nei, svaraði Sophie. — Ég syng gamaldags söngva. Dansvís- ur, sögukvæði. Þú veizt — dapur- lega söngva til að syngja seint um nótt. — Hey, hún er líka góð, sagði Maria. — Hún kemur mér til að gráta í hvert skipti. Veiztu hvað? Hún var einu sinni dansmær. Var meira að segja í strípisýningum einu sinni. Hún leit stolt á Sophie og Sophie reyndi, en tókst ekki, að vera feimin. Craig vissi ekki, hvern- ig hann átti að taka þessu. — Fannst þér gaman að því? spurði hann. — Góðir peningar, svaraði Sop- hie. — En þreytandi vinna, heimsku- leg líka. I, úr, í, úr. Annaðhvort fer maður í rúmið eða ekki. — Hefur þú líka verið nektar- dansmær? spurði Craig Mariu. — Nei, svaraði Maria. — Ég hef ekki skaplyndi til þess. Þær lötu eru beztar. Þær hafa meiri kyn- þokka. Ég get ekki orðið löt, þótt ég fengi til þess milljón ár. Hún malaði áfram, alla leiðina til Avignon, og Craig trúði henni. Hún var hrifin af Avignon. Hún staðreyndi, að brúin, sem talað er um í kvæðinu, er á sínum stað, og sú staðreynd, að hún var hrunin, breytti engu fyrir henni. Hún hafði verið þarna einu sinni og það hafði verið ort Ijóð, og það var nóg. Dómkirkjan og útsýnið frá Promen- ade du Rocher, var alveg eins og hún hafði átt von á, og höllin, þung- lamalegur, grár klettur, virðulegur en þó heillandi, og ilmandi fegurð hengigarðanna, fékk um stund þaggað niður í henni. — Þarna sérðu, hvað þú ert hepp- inn að taka okkur upp í, sagði hún. — Ef þú hefðir ekki gert það, hefð- irðu misst af þessu öllu. — Ég er ykkur mjög skuldbund- inn, sagði Craig. — Ef til vill vilj- ið þið leyfa mér að bjóða ykkur í mat? — Svo sannarlega, sagði Maria alvarlega. — Ég vona bara, að hann verði góður. Þau fundu sér veitingahús og átu vel og lengi og þegar þau voru bú- in, sagði Maria: — Ég gleymdi að spyrja þig: Hvað ferðu nærri St. Tropez? — Ég verð þar í nótt, svaraði Craig. VXKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.