Vikan


Vikan - 15.12.1966, Side 7

Vikan - 15.12.1966, Side 7
Fallegar iölagjafir! að illmögulegt er annað en brjóta þau, séu til þess fallin að auka virðingu manna fyrir lögunum. Þeir sem vilja gera endurbætur á hinni svokölluðu drykkjumenn- ingu eður ómenningu þessarar þjóðar, taka gjarnan ýmsar þjóð- ir sér til fyrirmyndar í áróðri sínum, svo sem Frakka, og hefur mér skilizt að þeir drekki létt vín svona rétt eins og við drekkum kaffi, en séu hins vegar sjaldan nema rétt „góðglaðir“, en hins- vegar séu þeir líklega oftast nær dálítið „í því“. Því spyr ég í þriðja lagi: Ef að slíkri menningu yrði komið hér á landi, er þá ekki alveg auðsætt að breyta þarf umræddum lögum, því að oft þurfa menn að aka bíl, eða eiga menn bara að „grísa á“ að aka undir áhrifum, og vona í lengstu lög að ekki verði reki- stefna út úr því? Spyr sá sem ekki veit. Að síðustu langar mig til að bera fram spurningu varandi ís- lenzka sjónvarpið. Teljið þið þarna á Vikunni lík- legt að sjónvarpið nái til allra landsmanna eftir 5 eða 7 ár? Nú eru meira en 30 ár síðan að útvarpið hóf sendingar sínar, en eftir því sem komið hefur fram í dreifbýlinu sumsstaðar, þá er vart hægt að segja að útvarpið nái ennþá eftir öll þessi ár til allra landsmanna. Að síðustu vona ég að þessu bréfi verði ekki stungið undir stól. Kveðja, Tralli. í Noregi og Svíþjóð er bjór- drykkja leyfð, en þar er refsivert að aka bíl með 0.5 prómille á- fengismagn í blóðinu og þar yfir. Sama regla gildir hér á landi, og ætti þá varla að vera mikil ástæða til að breyta henni, þótt við fengjum bjórinn. Samkvæmt skýrslu, sem svo- kölluð sjónvarpsnefnd hefur látið frá sér fara, mun vera gert ráð fyrir að sjónvarpið nái til allra landsmanna innan sjö ára. KÁFANDI OG FLAÐRANDI UPP UM MANN ALLAN. Kæra Vika. Við erum hérna nokkrar stelp- ur allar undir 15 ára aldri utan af landi. Höfum lent í því að maður yfir tvítugt giftur og á krakka, hefur nokkuð oft fengið okkur til að passa barnið. Hann reynir alltaf að koma því svo fyrir að hann lendir einn með okkur t.d. keyra okkur heim og er þá káfandi og flaðrandi upp um mann allan. Svo hefur hann líka verið að reyna að koma stelpunum sem vinna með hon- um til við sig, strjúkandi þær á alla kanta. Hann er búinn að koma svoleiðis fram við okkur einar 8—10 og við erum farnar að hræðast hann. Kæra Vika, nú er það spurningin er þetta of lítilfjörlegt til að kæra það eða höfum við ekki aldur til að bera fram ákæruna. Getur maðurinn verið heilbrigður? Ég vona að þú svarir þessu sem skýrast og án útúrsnúninga. Það er nú svo sem ekki það að við séum neinir engl- ar þegar strákar eru annarvegar, hvaða stelpa 13—14 ára kærir sig um að vera með harðgiftum manni um 20 ára, þar að auki pabba. P.S. Svaraðu fljótt. Hvernig er skriftin. Nokkrar lafhræddar. Prófið þið að láta hann vita af því, að ef hann hætti ekki þessu káfi og flaðri, þá munið þið segja foreldrum ykkar frá því, þau geti svo látið kæruna ganga lengra. Ef liann lætur sér ekki segjast við hótunina eina saman, skulið þið gera alvöru úr henni. Skriftin er ekki ósnotur, en heldur við- vaningsleg. HRIFIN AF STRÁK. Kæri Póstur. Þú hefur gefið svo mörgum góð ráð. Ég ætla nú að biðja þig að gefa mér gott ráð. Það er svo að ég er hrifin af strák sem á heima hérna rétt hjá bænum. Hann veit að ég er hrifin af hon- um. Ég hef verið með honum eitt kvöld og svo hef ég náttúrlega talað oft við hann. En um daginn var mér sagt að hann væri með annarri stelpu en hann sagði mér að hann væri ekki með neinni, og ég trúði honum. Á ég að spyrja hann að því eða bara láta hann flakka, en ég gæti það varla. Viltu segja mér hvað ég á að gera. Án útúrsnúninga. Anna Dísa. Bíddu og sjáðu hvað sctur, þangað til þú færð öruggar sann- anir fyrir því, hvort hann er með stelpunni eða ekki. Sé hann með henni og þú viljir endilega eiga hann ein, er ekki annað ráð fyrir hendi en að gera honum tvo kosti: að hann hætti að vera með henni eða þú hættir við hann. FLAMINGO straujárnið er létt og lipurt, hitnar og kóln- ar fljótt og hefur hárnókvæman hitastilli, hitaöryggi og hitamæli, sem alltaf sýnir hitastigið. Fæst fyrir hægri og vinstri hönd — og þér getið valið um 4 fallega liti: Króm, topasgult, opalblátt og kóralrautt. lpl€WmWÆt£f€* hárþurrkan - fallegri og fljótari 700 W hitaelement, stiglaus hitastil 1 ing 0—80°C og nýi tur- bo-loftdreifarinn skapa þægilegri og fljótari þurrkun. Hljóðlát og truflar hvorki útvarp né sjón- varp. Fyrirferðarlítil í geymslu, því hjálminn má leggja saman. Auðveld uppsetning á herberg- ishurð, skáphurð, hillu o.fl., en einnig fást borðstativ og gólf- stativ, sem líka má leggja sam- an. 2 fallegar litasamstæður, bláleit (turkis) og gulleit (beige). FLAMINGO strau-úðarinn er loftknúinn og úðar tauið svo fínt og jafnt, að hægt er að strauja það jafnóðum. Omiss- andi þeim, sem kynnst hafa. Lit- ir í stíl við straujárnin. FLAMING0 snúruhaldarinn er ekki síður til þæginda, því hann heldur straujárnssnúrunni á lofti, svo að hún flækist ekki fyrir. FYRSTA FLOKKS FRA Ábyrgð og traust Sendum varahluta- og við- um allt gerðaþjónusta. land. FDNIX SÍMI 24420. SUÐURGÖTU 10. RVÍK. PÖNTUN -------Sendið undirrit. í póstkröfu: . . . . stk. FLAMINGO hárþurrka . litur: . . . stk. FLAMINGO borðstativ............. .... stk. FLAMINGO gólfstativ ............. .... stk. FLAMINGO straujárn ... litur: . . . . stk. FLAMINGO úðari .......... litur: ... stk. FLAMINGO snúruhaldari ............ N a f n : .................................. Heimili: ................................... Til: FÖNIX s.f., Pósthólf 1421, Reykjavík. kr. 1115 kr. 115 kr. 395 kr. 495 kr. 245 kr. 110 50. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.