Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 21
að draga bílana yfir með uxum.
Svo var gert. Hann tók magnet-
una af og varði vélina, hinir létu
magnetur sínar kyrrar en vöfðu
einhverju um vélarnar. En God-
ard var bráður á sér að vanda og
lét draga hollenska bílinn ógæti-
lega yfir klungur í fljótsbotnin-
um, svo aftur hásingin skekktist
og annar afturöxullinn bognaði.
Bizac og Collingon reyndu að
laga skemmdirnar, en du Taillis,
sem um þetta leyti var afar illa
haldinn af hitasóttinni, var ekki
fyllilega ánægður með árangur
þeirra. En þarna megin árinnar
var fastari jarðvegur og þeim
gekk greiðlega þar til kom að
foksandinum. Þá festi Cormier
sig, og það tók eina klukkustund
að losa hann. Eftir það gekk allt
vel út yfir landamærin, þar sem
höfðinglega var tekið á móti
þeim. Le Matin hafði fengið sér-
staka undanþágu fyrir leiðang-
ursmennina, sem fríaði þá við
venjulegu landamæra mála-
stappi, svo þeir þurftu ekki ann-
að en að gefa hátíðlegt loforð
um að fjarlega örugglega öku-
tækin úr Rússlandi aftur, úr því
þeir borguðu ekki toll af þeim.
Du Taillis játaði, að það væri
tilgangur ferðarinnar, og þar
með var þeim heimiluð innganga
í rússneska keisardæmið. Þeir
fengu sérstakt leyfi til að bera
tvær pístólur, og voru hvattir til
að hafa þær áberandi uppi við,
og ef tilefni gæfist, að skjóta þá
fyrst en spyrja ekki fyrr en á
eftir. Á þessum tíma léku glæpa-
menn lausum hala í Síberíu.
Þeir fengu ekki bensínið sitt í
Kiakhta, fremur en Borghese
prins. Hins vegar komust þeir í
samband við annan kaupmann,
sem lumaði á nokkru bensíni og
gátu búmmað út úr honum 300
lítra upp á endurgjald úr væntan-
legri bensínsendingu síðar meir.
Það var Cormier, sem að nafn-
inu til stóð fyrir þessari samn-
ingagerð, en þftö' var einmitt
svona lagað, sem Godard kunni
öðrum mönnum betur, svo hann
fór með drjúgan hlut frá borði
þrátt fyrir varfærni Cormiers.
Þetta, ásamt öðru, sem gefa
þurfti góðan gaum, svo sem ó-
heyrilegum gistireikningum, sem
þeim var réttur þegar að brott-
förinni kom, dvaldi fyrir þeim
fram eftir degi, svo það var ekki
fyrr en drjúgri stundu eftir há-
degi, að þeir lögðu af stað. Þeir
höfðu ekki ekið nema svo sem
fimm kílómetra, þegar þeir voru
stöðvaðir. Þarna var lagt á borð
undir laufkrónum trjánna og fólk
í veizluskarti: Leiðangursmönn-
um var boðið til brúðkaupsfagn-
aðar.
Godard lét ekki bjóða sér oft,
heldur gaf sig af miklum móði
í dansinn. Longoni fór að dæmi
hans. Collignon játaði, að honum
þætti góður bjór, og sat bráðlega
í flöskuhaug, sem stækkaði stöð-
ugt. Það uppgötvaðist einnig, að
Longoni var mikið fyrir mjólk,
og honum var borinn hver kann-
an á fætur annarri. Cormier
sat gneypur í bílnum og hafði
ekki hendur af stýrinu, en Bizac
vakkaði í kring um farartækin
og hugði að einu og öðru í sam-
bandi við þau. Du Taillis reyndi
af sínum veika mætti að taka
þátt í gleðinni. Þeir dvöldu þó
ekki lengi, heldur héldu áfram
upp í fjöllin og létu þar fyrirber-
ast um nóttina.
Næsta dag fór allt tíðindalitið.
Þriðja daginn, þegar þeir komu
til Missowaya, beið þeirra skeyti
frá Borghese, þar sem hann var-
aði þá við að fara kringum
Baikalvatn á landi, heldur taka
ferju ef mögulegt væri. Það var
leyfilegt, samkvæmt reglum leið-
angursins. Engin ferja hafði
reglulegar ferðir yfir til Irkutsk,
en þess í stað fóru félagarnir með
lest og það kostaði 24 rúblur, en
farið með ferjunni hefði kostað
300. Þeir komu til Irkutsk að
kvöldi 3. júlí, rétt á hæla Borg-
heses, sem hafði farið þaðan um
morguninn.
Borghese hafði gengið sæmi-
lega til Verkhne-Udinsk, sem var
næsti áfangi hans út frá Kiakhta.
Þar var heldur ekki það bensín,
sem hann átti von á. Kaupmaður
borgarinnar lét þá hafa 50 lítra,
allt sem hann átti, en sagði um
leið, að þorpsbúarnir yrðu þá að
ganga skítugir um sinn — þeir
notuðu bensínið eingöngu sem
hreinsiefni. Þarna skifti Guiz-
zardi um dekk í fyrsta sinn í
ferðinni, — en aðeins eitt. Næsta
dag lögðu þeir aftur upp, nú um
land, sem hafði tekið járnbrautir
í þjónustu sína, og brýrnar, sem
þeir þurftu að fara um, báru þess
merki að hætt var að hirða um
þær. Ein brúin var alveg brot-
in niður, og þar fengu þeir hesta
til að draga bílinn yfir. Það tók
þrjá tíma allt í allt, en þeir voru
líka nokkrum metrum nær París
á eftir. Nú voru þeir komnir að
Baikal vatni. Það var talið óhugs-
andi að komast kringum það,
svo samkvæmt ferðareglunum
var fyllilega lögmætt að fara yfir
það á ferju. Borghese komst að
því, að það gekk engin ferja
reglulega yfir til Irkutsk, og beit
þá í sig að aka í kring, hverju
sem tautaði.
í Missowaya fengu þeir loks
bensínið og olíurnar, sem þeir
höfðu svo lengi átt von á. Og
föstudaginn 28. júní lögðu þeir
af stað. Það var ekki svo mikið
sem slóði meðfram vatninu, nema
þar sem troðningar voru innan
einstakra byggðarlaga — en
Baikalvatn er að flatarmáli á
stærð við Belgíu. Leiðin var
þakin háu, djúpu grasi og fölln-
um trjám, svo þeir urðu að taka
á sig króka, og landið var víða
vott og erfitt fyrir bílinn. Þarna
voru allar brýr ærið hrörar, og
þeim varð ljóst að fyrr eða síð-
ar myndi draga til tíðinda. Þeir
höfðu þann háttinn á, að kanna
brýrnar fyrst á fæti, en aka svo
rösklega að þeim og halda jöfn-
um góðum hraða yfir, til þess
að þunginn hvíldi sem skemmst
á hverjum einstökum planka. Og
einu sinni, þegar þeir þeystu
þannig yfir brú, heyrðu þeir tvo
snögga skelli, meðan Italan var
yfir miðjum straumnum, og þeg-
ar yfir kom, sáu þeir að miðjan
var gersamlega fallin úr brúnni.
— Jæja, sagði prinsinn, — þá
verður ekki aftur snúið. Næsta
brú var sundur að einum þriðja.
Ógerlegt að komast yfir hana.
Þeir leituðu að vaði og fundu
leið niður að ánni fyrir bílinn.
Þar sat skógarhöggsmaður fram-
an við kofa sinn og var að reima
á sig stígvélin. — Dobro utro,
sagði hann.
— Dobro utro, tók prinsinn
undir. — Geturðu vísað okkur á
vað?
— Það er ekkert vað hér, litli
faðir. Mishika er mannhæðar-
djúp. Þarna er bátur.
Hann benti á agnarlítinn bark-
arbát. Það hefði þurft einn fyrir
hvert hjól Itölunnar.
— Hvernig komið þið skepn-
unum yfir?
— Syndandi.
— Hvernig myndir þú koma
bílnum yfir?
Skógarhöggsmaðurinn hugsaði
sig um nokkra hríð og svaraði
svo: — Það væri hægt að laga
brúna.
— Er það? Eru hér menn, sem
gætu það?
— Allir geta lagað brýr. Og
nóg er af spýtunum.
— Hvað tekur það langan
tíma?
— Sex menn, ein vika.
Barzini tókst allur á loft. Hann
sá fyrir sér fyrisagnirnar: ítalsk-
ir leiðangursmenn brúa ár í Sí-
beríu. En Borghese hristi höfuð-
ið: Ég hef fengið fréttir af þrem-
ur stórbrúm brotnum framundan,
svo ekki sé minnzt á þær minni.
Við snúum við, en förum samt
kringum Baikal vatn á landi. Þú
skalt fá enn betri fyrirsögn.
Tveim dögum síðar fóru þeir
yfir Mishika — á brú. Það var
stór járnbrú, töluvert lengri en
sú sem þeir urðu að hverfa frá;
þeir óku hægt og hlógu eins og
skólastrákar.
Ekki smíðuðu þeir brúna. Þeir
fengu hana bara lánaða, og
hundrað aðrar, hjá Trans-Síberíu
járnbrautinni. Þetta var ekki sem
þægilegust ferð, því önnur hjól-
in voru innan við teinana en hin
utan við þá, óþægilega nærri
brúninni á köflum, og bíllinn
lyftist og hneig þegar hann fór
upp á þverspýtumar undir tein-
inum og aftur niður á milli þeirra.
Og nú vom fjórir í bílnum, sá
fjórði var lögreglumaður með
rautt flagg, ómissandi maður, því
það var hann, sem stöðvaði járn-
brautarlestirnar. Borghese hafði
fengið formlegt leyfi til að aka
á teinunum, og lagði nú af stað
aftur eftir nákvæma rannsókn
á áætlun lestanna, því þeir urðu
að reikna út hvar þeir myndu
verða að fara út af teinunum til
að tefja ekki lestina.
Þeir gátu ekki farið hraðar en
10 mílur á klst. vegna öldugangs-
ökulagsins. Og upp úr níu um
morguninn fóru þeir út af tein-
unum til þess að lestin frá Miss-
owaya kæmist fram hjá. Þeir
fóru þar sem möguleiki var að
komast hliðargötu og aftur upp
á teinana nokkru lengra. Það var
þægilegt að aka leirgötuna aftur
eftir hoppið á járnbrautinni, en
lögreglumaðurinn var ekki glað-
ur. Og þegar þeir komu að einni
brú enn, sem leit ekkert ver út
en allar hinar, stökk hann ofan
af bílnum. Prinsinn gekk út á
brúna og settist síðan aftur upp
í, við hlið Guizzardi, sem eins og
venjulega átti að aka yfir brúna.
Og Guizzardi gaf í. Brúin riðaði
óþægilega, en það var ekki ó-
vanalegt og reglan var að stöðva
aldrei úti á brúnum. Svo sviku
plankarnir undir afturhjólunum.
Guizzardi missti af benzíngjöf-
inni við hnykkinn. Bíllinn féll
niður að aftan og braut undan
sér í áttina að framhjólunum.
Svo féll Italan í gegn að aftan.
Vænn raftur kræktist undir fram-
fjaðrirnar og hélt, — en bíllinn
hélt pendúlhreyfingunni áfram,
afturendinn niður og fram á við,
framendinn upp og aftur á við,
aðeins koparluktirnar að framan
upp yfir brúargólfið.
Borghese greip í heilan planka
þegar bíllinn hrapaði. Hann varð
á milli mælaborðsins og plank-
ans, þegar framparturinn sveifl-
aðist aftur á bak, og allur þungi
vélarinnar lagðist að honum.
Með örvæntingarátaki tókst hon-
um að breyta sveiflustefnu bílsins
með herðunum og notaði þetta
andartak til að láta fallast ofan
í flauminn. Hann slapp með
nokkur rifbein brotin. Guizzardi
hékk með á fótunum í stýrinu
með höfuðið niður. Barzini var í
sætinu aftur í milli aukatank-
anna. Þegar farangurinn skall
á brúarplönkunum, brustu bönd-
in sem héldu honum og farang-
urinn skall fram á Barzini og
keyrði höfuð hans ofan á milli
hnjánna. Þar klúkti hann fast
klemmdur og þegar vélin hall-
aðist aftur á bak, gusaðist heit
olían ofan yfir andlit hans. Guiz-
zardi sveiflaði sér upp á við,
náði taki á brúarplanka, sleppti
fótunum af stýrinu og sveiflaði
sér á land. Svo stökk hann út
og rykkti Barzini lausum og upp
á grunn. Lögreglumaðurinn hljóp
eins og anzkotinn væri á hælun-
um á honum í áttina að járn-
brautarteinunum til að ná í sára-
umbúðir eða að minnsta kosti
líkbörur.
Borghese og Barzini voru
meiddir. En prinsinn var þegar
Framhald á bls. 26
50. tbi. VIKAN 21