Vikan


Vikan - 15.12.1966, Side 53

Vikan - 15.12.1966, Side 53
hverrar mínútu. Á Kennedyflugvellinum í New York lét tollvörðurinn þá skoðun sína í ljós með góðlyndum Brooklyn húmor, að það væri einkennilegt að ferðast þannig án farangurs. Það gerði starf hans töluvert auðveldara, sagði hann, ef fleiri höguðu sér þann- ig, en hinsvegar ef allir gerðu það, myndi hann alls ekki hafa neitt starf, eða hvað? Ungi mað- urinn reyndi án árangurs að brosa. Hann dvaldi nokkra stund í flughöfn flugstöðvarbyggingar- innar. Það var ekki að sjá, að neinn þar hefði sérstakan áhuga fyrir komu hans frá Madrid, enginn að svipast um eftir hon- um, bíðandi eftir honum, eigandi von á honum. Samt fór hann ekki með flugfélagsbílnum inn á Manhattan. Hann tók sér leigubíl til Queens, síðan neðan- jarðarlest til Times Square. Þar stöðvaði hann leigubíl, ók til Morningside Heights, gekk síð- an niður eftir Riverside Drive, þar til hann var fullkomlega ör- uggur um að honum væri ekki veitt eftirför. Hann var frjáls, hugsaði hann sigri hrósandi, honum var borgið. Hann hafði haft það af. Glaður, næstum hlægjandi upphátt, stökk hann niður þrepin að neðanjarðar- járnbrautinni á Eighth Avenue, og fór með henni til Forteenth Street. Klukkan var orðin meira en tíu, þegar hann sté út úr neðanjarðarbrautinni þar og gekk af stað í vesturátt. En Mar- ía svaf alltaf fram að hádegi, hún væri þar örugglega, og í stað undrunar hennar fyrst í stað yf- ir að sjá hann, myndi koma ó- svikin gleði. Þeir vissu ekki; þeir gátu ekki hafa með nokkru móti geta komizt að sambandi hans við Maríu. Ef til vill bjugg- ust þeir við, að hann færi til konu sinnar í París, eða bróður síns í Buenos Aires, en honum væri borgið hjá Maríu. Hún var það eina í lífi hans, sem þeir vissu ekki um. Hann gæti dvalið hjá henni eins lengi og hann vildi, eins lengi og nauðsyn krefði. Hann gekk inn í húsið og stökk * upp stigana upp á aðra hæð. Hann barði á dyrnar hjá henni og í óþolinmæði sinni tók hann . í handfangið. Hann rak upp hlát- ur þegar dyrnar opnuðust. Hann renndi sér inn í lítið, dimmt herbergið, svo snéri hann sér við til að ganga úr skugga um, að dyrnar væru læstar. Hnífurinn nam við háls hans. Hann hafði haft rangt fyrir sér varðandi þá, þegar allt kom til alls; þeir höfðu vitað um MarJj, þeir vissu allt. Hnífurinn hvarf inn í háls hans, gegnum hann að mænunni og hann var þegar all- ur. Annar þeirra, ekki sá með hnífinn, kraup við hlið líkisins, RUGGUSTOLL, teiknaöur af E. Nissen. Svartur eða hvítur Kr. 4.200,00 Eik kr. 4.750,00 STOLL, teiknaour af E. Nissen Svartur eða hvítur Kr. 3.800,00 Eik kr. 4.300,00 Opið til kl. lO á mánudögum. dúnahf HÚSGAGNAVERZLUN KÓPAVOGI SiMI 41699 AUÐBREKKU59 þreif vinstri höndina og reyndi að ná hringnum af löngutöng. Hinn, sá sem ansaði nafninu Klein, sá með hnífinn, ýtti honum til hliðar. Þótt hann hefði verið að drepa mann, gleymdi hann því ekki eitt andartak, að hring- urinn var fastur á fingri hins dauða. — Ekki svona, sagði Klein. — Það er ekki hægt svona. Hann hallaði sér yfir dauða manninn, og snyrtilega eins og skurðlæknir brá hann hnífnum aftur. Kay Taylor sat og beið eftir Charles Randall í setustofu Laurel Hall, elztu heimavistinni af þremur í Morristown drengja- skólanum, sem náði frá sjötta bekk og fram yfir tólfta. Hún var tuttugu og sex ára; hann var tólf. Hún hafði aldrei séð Charles á ævinni, hafði raun- ar ekki heyrt um hann, né held- ur Morristown drengjaskólann, þar til fyrir tíu dögum, klukk- an tólf fyrir hádegi. Einn af vinnuveitendum hennar, Aikens, í lögfræðifyrirtækinu Lowry, Aikens, Swift & Cummings, hafði sent eftir henni klukkan hálf ellefu, en hún hafði ekki komizt inn til hans þá. Henni var svo sem sama, þótt hún biði. Það var töluverður viðburður fyrir eina af yngri og reynslu- lausari skrifstofustúlkunum að vera kölluð til Aikens. Og þeg- ar hún sá glaðlegan jólasveins- svipinn á rauðleitu, laglegu rosknu andlitinu, skynjaði hún að hann ætlaði að gera eitthvað þægilegt fyrir hana. En hún vænti sér ekki of mikils. Eftir fjögur ár hjá Lowry, Aikens, Swift & Cummings, vissi hún, að það sem gat virzt afar eftir- sóknarvert í augum virðulegs lögfræðings, gat verið nokkru Framhald á bls. 56. UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A . HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? Það er alltaf saml leikurinn i hcnni Ynd- isfrið okkar. Ilnn hcfur falið örkina hans Nóa einhvcrs staðar i hlaðinu og hcitlr góðum verðlaunum handa hcim. sem gctur fundlð örkina. Verðlaunin cru stór'kon- fektkassi, fullur af bezta konfckti, og framleiðandinn er auðvitað Sælgætisgcrð- in Nól. Naín Heimill Örkin er á bis. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Anna H. Kristinsdóttir vinningana má vitja í skrifstofu Hellu. Vikunnar. 50. tbi. VT'K'AN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.