Vikan


Vikan - 06.04.1967, Síða 6

Vikan - 06.04.1967, Síða 6
olíuofnar með og án skorsteins eru tilvaldir [ hverskonar húsnæði, sem upphitunar þarf með. Hita frá 25— 100 fermetra. Ennfremur fáanlegir sem olíuofn og ketill fyrir nokkra miðstöðvarofna. IIIIUÍ Husqvarna olíuofnar gefa góðan og jafnan hita, eru sparneytnir og útlitsfallegir. útibú Laugavegi 33. ALLTAF Á TALI Kæri Póstur! Ég er ekki í nokkrum vafa um, að ég á fallegustu og beztu eig- inkonu í víðri veröld. En auð- vitað er hun ekki gallalaus frek- ar en önnur mannanna börn. Hún hefur til dæmis þann leiða vana að tala reiðinnar ósköp í síma. Ef ég reyni að hringja í hana af skrifstofunni á morgn- ana, þá er alltaf á tali hjá henni. Og svo illa vill til, að tvær af sex beztu vinkonum hennar hafa ekki ennþá fengið sjónvarp, og þess vegna eiga þær til að hringja í miðri dagskránni og trufla konuna mína. Hún virðist ekki geta stillt sig um að tala við þær, þótt illa standi á, og þegar samtalinu lýkur loks, verð ég að segja henni hvað hafi gerzt í sjónvarpinu á meðan hún var að tala. Fyrst í stað hafði ég bara gaman af þessum galla hennar, en nú er þetta byrjað að fara svolítið í taugarnar á mér. Birtu nú þetta bréf fyrir mig. Ég ætla að lesa það upphátt fyrir hana með viðeigandi glotti og vita hvort hún skilur ekki sneið- ina. Beztu kveðjur. Hamingjusamur. Ef þú nærð ekki sambandi við konuna þína símleiðis á morgn- ana væri kanski ráð að hringja í einhvern nágranna og biðja hann að koma boðum til hennar. Ann- ars þekkjum við enga konu, sem ekki hefur ánægju af að tala við vinkonur sínar í síma. Og ef þú lítur í eigin barm: Talar þú aldr- ei í síma við kunningja þína? Þú gerir það kannski í vinnu- tímanum á skrifstofunni. Ef kon- an þín hefur engan galla annan en þann að tala heldur mikið í síma, þá áttu áreiðanlega beztu eiginkonu í víðri veröld. BANNAÐAR BÍÓMYNDIR Kæri Póstur! Ég fór síðastliðinn laugardag í Háskólabíó, en þá var þar sýnd mynd bönnuð fyrir börn. Það var lögregluvörður til þess að engin börn undir 16 ára aldri kæmust inn. En hvað skeður? Þegar ég kem inn sé ég tvo stráka 13 ára sem ég þekki vel, þó að það væri tvöfaldur vörður, lögregla og dyravörður. Hvernig er eigin- lega með þessa löggæzlu hérna? Þarf lögreglu til þess að standa yfir dyravörðunum til að þeir framkvæmi skyldu sína og dugar ekki til? Virð ing ar f yllst, Ein sextán ára. Þegar bæði lögregluþjónn og dyravörður standa við dyrnar gera þeir áreiðanlega skyldu sína og krefjast nafnskírteinis, þegar þeim finnst ástæða til þess. En margir unglingar eru bráðþroska nú á dögum og auð- vitað hljóta alltaf einhverjir að sleppa, sem ekki hafa náð rétt- um aldri. Hins vegar hefur kvik- myndaeftirlitið oft verið gagn- rýnt fyrir hvaða myndir eru bannaðar og hvaða ekki, og sú gagnrýni hefur í mörgum tilfell- um verið á rökum reist. TÖKUBARN FRÁ VIETNAM Kæri Póstur! Margir eiga bágt í heiminum og margir þurfa hjálpar við. Og mikið gætum við fslendingar hjálpað, ef við vildum og nennt- um. Við eyðum milljónum í alls konar grín, t.d. sportveiðar, óþarfa bílaakstur, söfnun á mörg- um sviðum. Og svo allt áfengið sem við drekkum. Það er mesta sóunin. Ef mig langaði nú til þess að taka að mér lítið barn frá Víet- nam eða úr einhverjum flótta- mannabúðum, því nóg er til af slíku, hvert á þá að snúa sér? Eða erum við íslendingar máski svo 6 VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.