Vikan


Vikan - 06.04.1967, Side 47

Vikan - 06.04.1967, Side 47
fjólur af blómasölukonum, Þær sögðu um hana — Þegar Duse brosir, langar mann til að lifa lífinu, og njóta alltaf gleðinnar! Hún vann sér inn milljónir á hinum mörgu leikferðum sín- um, en hún notaði sjaldnast pen- ingana handa sjálfri sér. Hún borgaði leikurum sínum gott kaup, og mikill hluti peninganna fór til að gera sýningarnar sem bezt úr garði, og það var alger nýjung í þá daga. Það sem af- gangs var, notaði hún til góð- gerðarstarfsemi og lagði eitthvað svolítið upp til elliáranna. Hún hætti að leika, þegar hún varð fimmtug og kveðjusýninguna hélt hún í Vín; það var í skemmtilegum gleðileik eftir Goldoni. Engan grunaði þá að hin káta veitingakona væri hel- sjúk, svo dauðveik að hún gat varla staðið upprétt á sviðinu. Það var ekkert lát á lófaklapp- inu eftir sýninguna, og sviðið fylltist af blómum, þar á meðal fjöldinn allur af fjóluvöndum, vöfðum silkiböndum í ítölsku fánalitunum. La Duse kvaddi á- horfendur, tárin runnu niður kinnar hennar, en það varð eng- inn var við það að hún varð að halda sér fast í stól, sem var falinn bak við tjaldið. Aftur og aftur hvíslaði hún til meðleikara sinna: — Basta, non ne posso pui. Þetta er nóg, ég get ekki meirá. í mörg ár fór hún huldu höfði. En þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út, kom hún allt í einu fram við vígstöðvarnar í Udine, hún var ítölsk af líf og sál og vildi hjálpa til af fremsta megni. Smávaxna, föla leikkonan, gekk frá einu sjúkrarúminu til ann- ars, reyndi að hafa ofan af fyrir þeim særðu, og mörgum hjálp- aði hún yfir erfiðustu stundirnar. Hún fylgdi líka mörgum hinna föllnu til síðustu hvílu, hún var sorgbitin, ítölsk kona, fáir vissu að þar fór Eleonora Duse. Hún seldi allar eigur sínar, til að hjálpa bágstöddum, jafnvel leik- búninga sína og bækur lét hún í sama tilgangi. Að lokum seldi hún skrautgripi og minjagripi, sem hún hafði þegið að gjöf frá þakklátum aðdáendum. Hún ferðaðist um ftalíu þvera og endilanga. Kvöld nokkurt var hún að bíða eftir lest í Udine, ásamt nokkr- um konum úr Rauða krossinum, þá fór hópur hermanna framhjá. Þeir hrópuðu húrra fyrir manni sem gekk meðal þeirra, manni sem leit á stríðið sem ævintýri. Án þess að líta upp hvíslaði Eleo- nora Duse: — d’Annunzio.... Þegar stríðinu lauk var hún búin að tapa því fé, sem hún Sterkt nýtt vopn í baráttu yðar gegn tannskemmdum HIÐ NYJA GIBBS FLUOR TANNKREM STYRKIR TENNUR YOAR GEGN SYRUM OG VERÐUR AHRIFA VART INNAN 21 DAGS: Um leið og þér byrjið að bursta tennurnar með Gibbs Fluor tannkremi verði þær ónæmar fyrir skaðlegum áhrifum munnvatnssýranna. Allir vita að sýrur valda tannskemmdum. Gibbs Fluor tannkrem styrkir glerung tannanna og gefur þeim meira mótstöðuafl gegn skaðlegum sýrum. Eftir þrjár vikur fer að gæta áhrifanna og þá getið þér varið tennurnar betur en nokkru sinni fyrr. Hin leynilega Gibbs formúla sem styrkir glerung tannanna táknar stórkostlega framför á sviði tannvarna, þess vegna er Gibbs Fluor tannkrem sterkasta vopnið í baráttu yðar við tannskemmdum. Þess vegna ættuð þér að byrja að nota Gibbs Fluor tannkrem strax í dag. Eftir 21. dags notkun Gibbs Fluor tannkrems, kvölds og morgna, hafa tennur yðar öðlast þann styrkleika, sem nauðsynlegur er gegn skaðlegum áhrifum sýranna. Hvernig Virkar Gibbs Fluor? Gibbs Fluor inniheldur efnasamsetningu sem hefur styrkjandi áhrif á glerung tannanna, sem nefnist “stannous fluoride”, sem ekki er hægt að nota í venjulegt tannkrem. Það þurfti fremmstu og reyndustu tannkremafram- leiðendur Bretlands til að uppgötva formúlu þá, sem Gibbs Fluor tannkremið byggist á. Um leið og þér byrjið að nota Gibbs Fluor tannkrem virka efni þess á tvennan hátt, til að minnka upplausnarhættu glerung tannanna, svo bæði “stannous” og “fluoride” hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegná. Einfaldar reglur, sem tryggja heilbrigðar tennur Það eru tvær grundvallarreglur, sem tryggja heilbrigðar tennur: (l) Burstið tennumar reglulega tvisvar á dag. (2) Farið til tannlæknis tvisvar á ári. Munið að regluleg tannhreinsun er undirstaða heilbrigðra tanna og góms, hreins og fersks munns. Með Þvi að bursta tennurnar vel fjarlagið Þér mat, sem annars myndar skaðlegar sýrur. Burstið upp og niður, einnig bak við tennurnar,— verið vandvirk. Farið roghilega til tannlæknis, Það sparar yður óÞægindi og sársauka. Heilbrigðar tennur eru dýrmæt eign: Þær auka gott heilsufar, vellíðan og fegurð. Hirðið Því vel um tennur yðar. Látið fjölskyldu yðar byrja að nota Gibbs Fluor ________TANNKREM J Gíbbsfluor^e X-GF 2/ICE-P65S 14. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.