Vikan


Vikan - 19.10.1967, Síða 5

Vikan - 19.10.1967, Síða 5
Við sátum í eldhúsinu hjá Andy og Mary Ann Fischer. Það var í stóru einbýlishúsi, sem þau byggðu, þegar þau eignuðust fimm- burana, fyrir tæpum fjórum árum síðan. — Og fimmburarnir eiga sex systkini, svo það veitir ekki af þessum 17 herbergjum, sem í húsinu eru. Þessa stundina er ósköp kyrrt og hljótt í húsinu, sólin skein í gegnum gluggana, og við fundum ekkert fyrir vind- inum, sem stöðugl þýtur um slétturnar í Suður-Dakota. Frú Fischer, sem er þrjátíu og þriggja ára, rauðhærð og dugnaðarleg, var að skoða myndir, þegar eldhúshurðinni var þeytt upp á gátt. Það voru fimmburarnir, - Maggie, Margie, Mary Ann, Cathy og Jimmy, og Cindy, tveggja ára gömul systir þeirra, sem stormuðu inn. Þegar maður sá með eigin augum þessa stormsveit af glókollum, fannst manni þetta vera einna líkast vellandi hrauni. Börnin voru alls staðar í einu, eins og sigursæll her í ránsferð. Skápahurðir fuku upp, pottar og pönnur höfnuðu á gólfinu; geysistór poki af saltmöndlum datt í gólfið og sprakk og inni- haldið fiaut út um gólfið, og innan um þetta allt fleygðu þau svo leikföngum. Frú Fischer blandaði sér nú í orrustuna, með leikni og flýti. Rödd hennar gjörbreytt- ist, frá því að vera frekar hljóðlát, gaf hún nú skipanir, eins og liðþjálfi. Nokkur vel valin aðvörunarorð, smáskellir á óþekkan bossa og kanna með saft lægði öldumar. Þau tóku ekki einu sinni eftir því að mamma þeirra var að taka til eftir þau, meðan þau gæddu sér á saftinni. Þegar hún var um það bil að Ijúka við tiltektirnar, heyrðist veiklu- legt „mamma", frá efri hæðinni. — Þetta er Danny, sagði frú Fischer. ■— Hann og Evvie eru með hettusótt. Getið þið litið eftir þeim litlu, smá stund, ég kem fljótt aftur. Hún kom eftir nokkrar mínútur, róleg og glöð, eins og hún hefði yfirleitt engin vanda- mál við að stríða. Hún þurfti samt strax að taka til höndum: — Cathy, ég var búin að segja þér, að þú mátt ekki klifra upp á borð, — Jimmy, ef þú snertir þennan lampa, færðu skell. Fólk, sem heimsækir Fischershjónin, á yf- irleitt ekki orð til að lýsa því. Gestir eiga það til að fá taugaáfall! —- Það hefur komið fyrir, að gestir okkar hafa fengið taugaáfall, en fólk jafnar sig fljótt, segir frú Fischer. Nábúar og kunningjar eru alveg undrandi yfir því hve miklu hún getur afkastað. — Fólk er alltaf að spyrja mig, hvemig ég fari að þessu. Mig langar oft til að spyrja á móti: — Já, hvað ætti ég svo sem að gera annað? Ég geri skyldu mína, það er allt og sumt. Það væri ekki gott ef ég gæfist upp og segði: — Nú get ég ekki meir, ég er farin. Fyrir utanaðkomandi er ekki hægt annað, en að dást að því sem frú Fischer kemur í verk. Að vísu er hún ekki eina konan, sem á mörg börn og hefur mikið að gera, en þær eru ekki margar, sem hafa svona marga jafnaldra, og þessir þriggja ára fimmburar eru vægast sagt nokkuð athafnasamir, og systir þeirra, sú tveggja ára, er líka fyrir- ferðarmikil. Þessutan á hún fimm önnur börn, sem alltaf eru kölluð þau stóru, þótt þau séu ekki gömul: Denise er 6 ára, Eve- lyn 8 ára, Julie 9 ára, Charlotte 10 og Danny er 11 ára. Opinbert þriggja áxa afmælL Móðir bamanna er sérstaklega á verði um Framhald á bls. 39. Þau eru fljót að grípa allt hand- bært . . . Lífsorka fimmbur- anna er geysileg; það er mjög sjald- gæft að móðir þeirra geti fengið þá til að sitja kyrra, alla í einu, eins og á þess- ari mynd. . . . Þegar eitthvert þeirra er hljóð- látt og leikur sér út af fyrir sig, er eins gott að hafa gætur á hinum. Fimmburarnir eru aldrei hafðir í eins fötum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.