Vikan


Vikan - 19.10.1967, Page 6

Vikan - 19.10.1967, Page 6
með NIVE A - Ultra-Cremi eruð þér alltaf við öllu búin! NIVEA-Ultra-Crem verndar hörundiS — einmitt á velurna. Allt hörund. Alla daga. Auk þess er NIVEA nœrandi fyrir hörundiö. NIVEA-Ultra-Crem veitir hörundinu þa3, sem þaS þarfnast til aS haldast stöSugt hreint, ferskt og heilbrigt, NIVEA-Ultra- Crem býr ySur sannarlcga undir „vetrarhörkurnar". SMÁVOPN OG KÆNSKUBRÖGÐ. Milly, Molly, Mandy, via Póstur- inn! Stúlkur mínar! Það má sjá á bréfi ykkar (í Vikunni 7. sept.) að þið eruð heitar út í okkur piltana, þó að ástæðan sé óljós. Þið talið um að þið standið höll- um fæti gagnvart okkur. En ég segi bara: Guði sé lof, að þið hafið ekki náð algerum yfirráð- um ennþá. Við þörfnumst hvers annars, því verður ekki breytt. Þið nefnið sem dæmi stúlku, sem er hálfdauð úr ást og bíður og nagar á sér neglurnar í þeirri von að sá útvaldi veiti henni eftirtekt. Ja, fussum svei! f þess- um efnum stendur kvenþjóðin svo sannarlega ekki höllum fæli. Náttúran hefur gefið ykkur ótal smávopn og kænskubrögð, sem þið notið venjulega óspart til þess að beina augum drauma- prinsanna í rétta átt. Oftast er þetta gert á svo dulbúinn hált, að við tökum ekki eftir því. — Þegar við svo loksins krækjum í dömuna, erum við svífandi í skýjunum af monti yfir tækni- legri kvennafarsgetu okkar. En daman hlær í laumi að öllu sam- an! Þau litlu samskipti sem ég hef haft við „veikara kynið“ hafa sannað mér, að karlmaðurinn leikur oftast hlutverk bráðarinn- ar, þó að það sé auðvitað ekki föst regla. Rekið þetta ofan í mig ef þið getið! Dýrlingur (Eintak af „sterkara“ kyninu). Sjálfur Dýrlingurinn svarar sem sagt Milly, Molly og Mandy, og er ekki með neina hálfvelgju eða kveifarskap. Þetta ætlar að verða allra skemmtilegasta rifr- ildi. Vonandi svara stúlkurnar þrjár fyrir sig og láta ekki Dýr- linginn hafa síðasta orðið, þótt hann telji sig af hinu „sterkara“ kyni. STÓR BRJÓST OG SMÁ. Kæri Póstur! Ég var að enda við að lesa 38. tölublað af Vikunni og bréfið frá „Einni 14 ára“ (fyrirsögnin var „Og brjóstin vaxa“) vakti athygli mína. Þar segist þið hafa ætlað að hjálpa henni, ef aldur hennar hefði verið hærri. Nú hef ég við sama vandamál að glíma. Hið eina, sem maður- inn minn setur út á vöxt minn er brjóstastærðin (eða smæðin væri kannski réttara), svo ég hef eðlilega mikinn áhuga á að fá þau stækkuð, ef það er hægt. Ef um læknismeðferð er að ræða, vildir þú þá vera svo góður að gefa mér upp nafn eða nöfn þeirra lækna, sem gera þetla, svo að ég þurfi ekki að skrifa aftur til að fá þær upplýsingar. Aldur minn er áreiðanlega nógu hár, og ég er þrigg'ja barna móðir. Þakka þér allt gott, bæði gam- alt og nýtt. Ein 35 ára. Sagt heíur verið frá því í blöð- unum, að kvikmyndastjörnur og tildurdrósir livers konar hiki ekki við að gangast undir uppskurði til þess að auka fegurð sína. Það er sagt, að þær láti blása út á sér brjóstin, skipta um andlits- húð, mjókka lappirnar og svo framvegis. Okkur er ekki kunn ugt um, að slíkar aðgerðir hafi farið fram hér á landi, sem betur fer. Læknarnir okkar hafa þarfari verkefnum að sinna. Auk þess er alls ekki í tízku lengur að vera brjóstamikil. Twiggy, sem nú er íyrirmynd kvenfólks hvar sem er í heiminum, hún er nálega brjóstalaus. NAFNLAUSUM STÓRMENNUM ÞAKKAÐ. Kæri Póslur! Ég leyfi mér hér með að fara fram á, að þetta bréf verði birt, því að öðru vísi verður þeim víst ekki þakkað þessum nafn- lausu, göfugu stórmennum, er svo kænlega réðu niðurlögum Keflavíkursjónvarpsins. Því vott- ast hér með þakklæti mitt og margra annarra. Hvar hefði þelta endað, ef þessir réttsýnismenn hefðu ekki kippt í taumana, þeg ar mest reið á? Ég, gjörspilltur táningurinni, búinn að fylgjast með Perry Ma- son, Bonanza og öðru slíku i fleiri mánuði... nei, reyndar: nú á þetta ekki við lengur. Mikl- ar breytingar til hins betra hafa orðið síðan hinar hryllilegu, sið- spillandi og forheimskandi út- sendingar Keflavíkursjónvarps- ins voru numdar brott frá sjón- um okkar Reykvíkinga. Þið, Suð- urnesjamenn! Munið að freist- ingarnar eru til þess að standast þær. Horfið því á Harðjaxlinn, Dýrlinginn og annajð af hinu mennlandi efni, er íslenzka sjón- varpið hefur upp á að bjóða. Kærar þakkir! Táningur. 6 VIICAN 42- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.