Vikan - 19.10.1967, Qupperneq 7
P.S. Væri svo ekki athugandi
aö safna undirskriftum um tak-
mörkun erlendra ferðamanna á
íslandi?
VEÐMÁL.
Pósturinn, Vikunni!
Viltu skera úr veðmáli? A.
heldur því fram, að við úthlutun
Oscars-kvikmyndaverðlaunanna
sé dregið úr nokkrum nöfnum,
án þess að verðlaunahafinn sé
ákveðinn fyrirfram. En B. heldur
fram hinu gagnstæða, þ.e. að einn
sé útvalinn af úthlutunarnefnd-
inni til að hljóta verðlaunin. Hvor
hefur rétt fyrir sér?
AB.
Okkur þykir afar ósennilegt,
a'ð dregið sé um jafn mikilsvirt
verðtaun og Oscars-verðlaunin.
Nefndin hlýtur að ákveða liverju
sinni hver skuli hljóta verðlaun-
in, án þess að hlutkesti eða eitt-
hvað slíkt komi til. Að öðrum
kosti væri hrein hending hver
fengi þau hverju sinni. Hins veg-
ar er hugsanlegt, að nefndin sé
ekki sammála um neinn e.instak-
an og tveir eða fleiri hljóti jafn-
mörg atkvæði. f slíku tilfelli er
ef til vill gripið til hlutkcstis.
Að okkar dómi vinnur B. því
veðmálið .
TVÖ BRÉF UM SKÓLABÚNINGA.
Kæra Vika!
Ég varð fegin í sumar, þegar
ég sá, að farið var að ræða um
skólabúninga og nauðsyn þeirra.
Ég hef lengi verið þeirrar skoð-
unar, að slíkir búningar séu mjög
heppilegir og réttlátir gagnvart
börnunum. Auk þess spara þeir
stórfé hjá barnmörgum fjölskyld-
um. Ég var að vona, að þeir
yrðu teknir upp strax nú í haust,
þegar skólarnir byrjuðu. En ekk-
ert gerðist.
Á maður að trúa því, að það
sé vita gagnslaust að vekja at-
hygli á þörfum málum í blöðun-
um? Láta ráðamenn þjóðarinnar
raddir almennings, sem koma
fram í rabbdálkum blaðanna,
sem vind um eyrun þjóta?
Með þökk fyrir birtinguna.
Vonsvikin húsmóðir.
Kæri Póstur!
Á fyrstu dögum jafnaðarstefn-
unnar vildu margir útrýma fá-
læktinni með því móti að skylda
alla lit að ganga í eins fötum.
Tilgangur hugsunar af þessu tagi
er i sjálfu sér fallegur, en hann
er svo óraunsær og barnalegur,
að furðulegt hlýtur að teljast,
að nokkrum manni skuli detta
hann í hug.
Ég hef sjaldan orðið eins hissa
og um daginn, þegar ég sá, að
verið var að ræða í blöðunum í
fúlustu alvöru að skylda öll skóla-
börn til þess að ganga í eins föt-
um! Ég hef aldrei á ævi minni
heyrt aðra eins fásinnu! Hvernig
getur nokkrum fullorðnum manni
dotlið þvílíkl og annað eins í
hug? Halda menn að lífsgátan
verði ráðin með einu pennastriki?
Kæri Póstur! Hjálpaðu mér að
kveða þennan draug niður.
Einn sjálfstæður.
Það kemur ekki oft fyrir, að
okkur berist tvö bréf samtímis,
sem bæði fjalla um sama efnið
og þar sem bréfritarar eru full-
komlega á öndverðum meiði um
málefnið. En þetta kom sem sagt
fyrir núna og bréfin birtast liér
með. Það eru fleiri en ein og
fleiri en tvær hliðar á hverju
máli. Eftir þessi tvö ágætu bréf
lætur Pósturinn liggja milti hluta
álit sitt á skólabúningunum. Þó
kæmi honum ekki á óvart, þótt
bið vrði á því, að þeir yrðu tekn-
ir í notkun.
DANSKUR SKILDINGUR.
Kæra Vika!
Ég á pening, sem mig langar
mjög mikið til að vita eitthvað
meira um. Þessi peningur gæti
verið úr silfri.
Oðrum megin er kóróna og
undir henni er útflúr, sem gæti
verið að táknaði stafinn 4 og
utan um þetta eru stafirnir
Dominus Miht Adiutor. Á hinni
hliðinni er kóróna og undir
henni skjaldarmerki. Sitt hvor-
um megin við skjaldarmerkið
eru stafirnir B og H, og undir
því er fíll. Stafirnir í hring eru
XII Skilling Danske 1717. Gæti
þetta verið ekta peningur? Og
ef =vo væri er hann þá einhvers
virði?
Með fyrirfram þökk.
Ó. G.
Okkur þykir líklegt af lýsing-
unni að dæma, að hér sé um
danskan skilding frá árinu 1717
að ræða. Annars crum við illa
að okkur í þessum fræðum. Ef
einhver fróður myntsafnari les
þetta, ætti hann að senda okkur
línú.
JJL VID EDUIH SAMMAIA
„Hún er bœði
faliegri
°g
fullkomnari“
CENTRIFUGAL
WASH MODtU
MED EINUM HNAPPI
veljið þér þvottakerfið, og
C.W. 620
Q ÞVÆR,
(T) HITAR,
(?) SÝÐUR,
(?) MARGSKOLAR,
(?) ÞEYTIVINDUR
siii þvoii
-iii im-
Sápuskammtar settir í strax — vélin skolar Alveg
þeim sjálfkrafa niður á réttum tíma hljóður
P
skoleffii Tekur sjálf inn sérstakt skolefni If BB10 ^v,v*r^» afbragðs ef þér óskið að nota það ■ BIBUICsU þeytivinding
i nerkjaljósfestiiig Þarf ekki að festast niður með boltum
III Nœlonhúðuð að utan — fínslípað, fllll ryðfrítt stál að innan 25 tenging
SÍMI 2 4420 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJAViK.
Sendið undirrit. mynd af FONIX C.W. 620
með nánari upplýsingum, m.a. um verð og greiðsluskilmála
NAFN ..................................—....................
HEIMILI ....................................................
TIL Fönix S.f. pósthólf 1421, Reykjavík
42. tbi VIKAN 7