Vikan - 19.10.1967, Qupperneq 11
Úr revýunni ,.Allt í lagi, lagsi“. Frá
vinstri: Aurora Halldórsdóttir, Alfred
og Inga Þórðardóttir.
NOKKRIR
ÞÆTTIR
UM
LÍF OG LEIK
ALFREDS ANDRÍSSONAR
GYLFI GRÖNDAL TÖK SAMAN - FYRRI HLUTI
„í hvert sinn sem ég heyri gam-
ankvæði flutt eða sé góðan skop-
þátt, minnist ég Alfreds, sem var
óvið|'afnanlegur maður og gleymist
aldrei þeim, sem sáu hann og
heyrðu."
Þessi klausa er tekin úr rabb-
dálki Velvakanda í Morgunblaðinu
28. desember 1965. Þá voru rétt
tíu ár liðin síðan Alfred Andrésson
lézt langt um aldur fram.
Alfred var um árabil vinsælasti
gamanleikari á leiksviði hér á landi,
og enn er hann þorra manna
í fersku minni eins og ofangreind
klausa sýnir bezt. Allir þeir, sem
höfðu aldur til að sækja leikhús
og skemmtanir á fjórða og fimmta
tug þessarar aldar, minnast Alfreds
( einhverju hinna mörgu skoplegu
hlutverka hans. Hann lék Hallvarð
Hallsson ( „Manni og konu", Krist-
ján búðarmann ( „Pilti og stúlku",
ókunna manninn ( „Tengdapabba",
Madsen klæðskerameistara í „Leyni-
mel 13" og Billy Bartlett í „Grænu
lyftunni", svo að aðeins örfá dæmi
séu nefnd af handahófi. En ef til
vill minnast flestir hans úr revyun-
um í Fjalakettinum og Bláu stjörn-
unni. Mörgum verður eflaust hlát-
ur í huga, þegar nefnd eru nokkur
hlutverk Alfreds frá þessu blóma-
skeiði revýanna: Bjargráður Ráð-
þrots, Jón Span, Sveisteinn Kolan,
Smart, Spectator Blaðran, Kvíðbogi
Kvalar. Og síðast en ekki sízt söng
hann gamanvísur ( útvarp og á
skemmtunum um land allt.
Ef svipazt er um ( gömlum blöð-
um og tímaritum í leit að viðtölum
við Alfred Andrésson, verður eftir-
tekjan harla rýr. „Mér er illa við
viðtöl", er haft eftir honum ( grein
( Útvarpstíðindum í október 1946.
„Eg er svo feiminn. Þú getur ekki
trúað því, hvað ég er feiminn."
21. maí 1942 birtist mynd af Al-
fred á forsíðu Vikunnar. í upphafi
greinarstúfs sem henni fylgir verð-
ur hið sama upp á teningnum: „Nú
er það svart maður, sagði Alfred
Andrésson, þegar við báðum um
mynd af honum til að setja á for-
síðu Vikunnar. Annað fengum við
ekki upp úr honum, þv( að hann
vill ekki tala um sjálfan sig. Er
þá ekki um annað að ræða en að
við lölum um hann."
Hér á eftir verður reynt að tala
örlítið um Alfred Andrésson, l(f
hans og leik. Að mestu leyti er
byggt á frásögn eiginkonu hans,
Ingu Þórðardóttur, leikkonu, en einn-
ig er seilzt til heimilda ( bækur,
blöð og tímarit. Sérstaklega ber að
nefna grein eftir Lárus Sigurbjörns-
son í Eimreiðinni 1948, „Skopleik-
ari of saltan sjá".
ÁFALL í ÆSKU.
Hann var Reykvíkingur í húð og
hár, fæddist 21. ágúst 1908 uppi
á lofti í litlu timburhúsi. Það var
húsið númer 37B við Laugaveg, og
þar ólst hann einnig upp. Foreldrar
hans voru Andrés Folmer Nielsen
frá Leiðarhöfn við Vopnafjörð og
Guðný Jósefsdóttir Hún var fædd
( Uppsölum ( Flóa, Foreldrar henn-
ar bjuggu þar ( tuttugu ár, en
flosnuðu þá upp sökum fátæktar.
Þá fluttist Guðný til Reykjavíkur
og var hér í vist, en fór síðan aust-
ur til Vopnafjarðar og var þar sum-
artíma. Þar kynntist hún föður Al-
freds.
Leiðarhöfn var mikið útgerðar-
pláss á þessum tíma, og þar stóð
félagslff með talsverðum blóma.
Andrés var barnakennari á vetrum,
en formaður á sumrum. Hann þótti
vel menntaður á þeirrar tíðar mæli-
kvarða, gat bjargað sér ( dönsku,
ensku, þýzku og jafnvel frönsku.
Þegar eriend skip komu til Vopna-
fjarðar, var hann oft túlkur.
Guðný gat ekki hugsað sér að
vera búsett fyrir austan, svo að
þau fluttust til Reykjavtkur. Hér
gat Andrés ekki stundað sömu störf
og þar. Hann var verkamaður alla
tfð. Andrés var meðalmaður á hæð,
grannvaxinn og sérlega hógvær og
hæglátur. Ef honum mislíkaði eitt-
hvað, fór hann hjá sér og roðnaði
og hummaði svolítið. Guðný var
hins vegar miklu þrekvaxnari og
skapmeiri. Hún var einkar hand-
lagin, saumaði út og prjónaði fyrir
fólk. Hún átti það til að grípa í
hvers konar handverk, málaði til
dæmis (búðina að innan og jafn-
vel húsið að utan, ef henni þótti
þörf á þv(. Hún var sem sagt harð-
gerð og sterk, en hann fíngerður
og veiklundaður.
Bæði voru þau grandvör og sóma-
kær, gestrisin og gjöful, veittu öðr-
um óspart af þv( litla, sem þau
áttu af veraldlegum auði.
Alfred átti yngri bróður, Ingólf,
sem fæddist 1912. Þeir voru gjör-
ólíkir. Ingólfur var dugmikill og
kjarkaður og líktist móður sinni.
Alfred var hins vegar líkur föður
sínum: prúður, hógvær og blíðlynd-
ur. Sem barn sat hann þar sem
hann var kominn og dundaði sér,
og hann varð snemma bókhneigður.
Ingólfur var hins vegar veraldlegri,
þurfti alltaf að skoða hlutina að
innan og setja þá saman aftur.
Hann erfði handlagnina frá móður
sinni, enda varð hann bifvélavirki.
Alfred gat hins vegar aldrei rekið
réttan nagla.
Einu sinni varð Ingólfi á í mess-
unni ( sambandi við uppfinninga-
42. tM. VIKAN 11