Vikan - 19.10.1967, Side 16
Þegar
ég hóf embættisstörf,
var á sjúkrahúsinu ljóshærð
hjúkrunarkona, sem allir sjúklingar
elskuðu og dáðu. Þegar þeir heyrðu
hana ganga um, risu þeir upp í rúmum
sínum, réttu fram hendurnar eins og börn
og kölluðu: „Systir, systir, komdu!“ Það slétt-
aðist meir að segja úr hrukkunum á fýlupokun-
um, sem allt í veröldinni er andstætt, geðvonzkan
hvarf og þeir gerðu sér far um að láta að vilja henn-
ar. Ekki svo að skilja að henni væru skipanir tiltæk-
ar á tungu, en brosið á vörum hennar kom þeim til að
fara eftir öllu sem hún sagði. Og svo þessi augu, næstum
svartblá, hverjum sem hún leit til, fannst hann kominn
upp í sjöunda himinn.
Einu sinni spurði ég sjálfan mig: „Iívaðan kemur það,
þetta vald?“ Þegar hún horfði á mig', leið mér nákvæm-
lega eins og sjúklingunum. Ekki lá í því minnsta undir-
hyggja frá hennar hlið, hvorki gagnvart mér né öðrum, því
þessi stúlka girntist ekki nokkurn mann. Það var blátt áfram
eitthvað aukreitis í brosinu á vörum hennar og í augunum
dökku, sem olli því að þau sögðu meir en hún sjálf ætlaðist'
til. Svo var hún elskuð og dáð, að jafnvel hinar hjúkrunar-
konurnar sýndu henni hlýju og ástúð. Yfirhjúkrunarkonan
var um fertugt, grindhoruð höfðingjasleikja og súr í sinni,
hataði sjúklinga og læknalið, allt og alla, nema kannski kaffi,
saltstengur og kjölturakkann sinn. En jafnvel hún var hrif-
in. Hún, sem aldrei hugsaði til ungrar stúlku öðru vísi en
með öfund, kom góðlátlega fram
við þessa ungu hjúkrunarkonu.
Og þá var ekki um læknana að
tala. Hver einasti læknir, sem hún
aðstoðaði við sjúkrabeð, þóttist
hafa himin höndum tekið. Sjálfur
yfirlæknirinn okkar, sem hirti
minna um þjáningar sjúldinganna,
en hvernig búið væri um rekkj-
ur þeirra, jafnvel hann skipti sér
minna af því, ef það var hún, sem sat á rekkjustokknum.
Þessi aldraði prófessor, sem útskrifað hafði fjölda nemenda
og fundið upp læknislyf við mörgum sjúkdómum, lézt í
fangabúðum, þar sem málaliði frá nazistum píndi hann dag-
lega til líkamsæfinga. Eitt sinn skipaði hann honutn að liggja
á kviðnum með hendur og fætur útrétta. Jafnskjótt sem
hann var lagstur, skipaði hann honum að rísa á fætur. Af
því honum fannst hann ekki nógu viðbragðsfljótur, spark-
aði hann í hann með járnuðum stígvélum, þar til hann hafði
molað á honum fingurna. Af því fékk hann blóðeitrun og
dó. Hverju á ég að bæta við------------þessa stúlku leizt
mér vel á, eins og öllum hinum. Og þess skal jafnframt
getið, að henni leizt einnig vel á mig. Vitaskuld geta all-
ir sagt sem svo. En hinir voru ekki eins frakkir. Ég var
frekastur, og mér kvæntist hún.
n.
Hvernig þá? Síðla dags kom ég út úr borðsalnum.
Mætti Dínu. Ég spurði hana: „Eigið þér annríkt?"
,,Nei, alls ekki.“
„Hvað hefur þá komið fyrir í dag?“
„Ég er laus frá spítalanum í dag,“ svaraði
hún.
„Hvernig ætlið þér að nota leyfið?“
„Það er ég ekki farin að hugsa um
ennþá.“
Ég hélt áfram: „Leyf-
ist mér
EITUR
að gefa
yður gott ráð?“
„Með ánægju, herra læknir/'
„En með því skilyrði,“ bætti ég
við, „að ég l’ái greiðslu i'yrir ráðlegg-
ingu mína. Nú til dags fæst ekkert
ókeypis.“
Hún leit á mig og hló.
„Ég er með afbragðs uppástungu —- ja, eigin-
lega tvær. Önnur er sú, að við förum í leikhúsiðý
hin að við förum í óperuna. Og ef við hröðum okk-
ur, höfum við tíma til að fara inn á kaffihús fyrst.
Viljið þér þetta, systir?“ Hún kinkaði kolli vingjarnlega.
„Hvenær eigum við að fara?£
„Þegar yður sýnist.“
„Ég skal vera tilbúin undir eins, og svo förum við.“
„Hvenær sem þér komið, er mér ekkert að vanbúnaði/
sagði hún. Síðan fór hún upp í herbergi sitt og ég til minna
starfa.
Þegar ég kom inn til hennar stundu síðar, var liún búin
að klæða sig um. Mér fannst hún hafa gjörbreytzt og var
nú enn yndislegri en í einkennisbúningi stofnunarinnar, og
hafði mér þó sannarlega fundist hún álitleg í honum. Eg
fékk mér sæti í herbergi hennar og virti fyrir mér blómin á
borðinu og hjá rekkju hennar. Ég spurði hvort hún vissi
hvað þau hétu og nefndi hvert blóm með nafni á þýzku og
latínu. En svo fór ég að verða smeykur um, að einhver fár-
veikur sjúklingur kynni að verða lagður inn og kallað yrði
á mig, svo ég reis á fætur og bað hana að hraða sér. Eg sá,
að henni þótti miður.
„Hvað leiðist yður?“ spurði ég.
„Ó, ég var svo viss um, að lækn-
irinn myndi vilja þiggja eitthvað.“
„Nú skulum við fara,“ sagði ég,
„en ef þér kærið yður um, kem
ég inn til yðar á eftir og þá skal
ég með ánægju þiggja allt sem
þér bjóðið mér og biðja um meira.“
„Má ég reiða mig á það?“
og ég sagði skal ég jafnvel biðja
,Því heiti ég. Og eins
um meira,
ansaði ég.
Við gengum út úr garðinum og ég sagði við húsvörðinn:
„Sjáið þér hana systur hérna, — ég er að nema hana brott
frá stofnuninni.“
Húsvörðurinn leit vinjarnlega til okkar og sagði: „Allt í
lagi, herra læknr, — allt í lagi, Dína systir!“
Við fórum út á biðstöðina. Þarna kom strætisvagn, hann
var fulhir. Annar kom og hann ætluðum við að taka. Dína
steig upp i vagninn. Þegar ég var á leiðinni á hæla henni,
sagði vagnstjórinn: „Allt fullt.“ Hún fór lit úr vagninum og
beið hins næsta með mér. Þeir fara með rangt mál, er segja
að engum skyldi sárna þótt strætisvagn eða stúlka fari,
því alltaf komi annar vagn og önnur stúlka til. ITvað
stúlkuna snertir, — haldið þið kannski að önnur sé til
eins og Dína? Og að því er vagninn varðar, — þá hef-
ur mér alltaf leiðst öll bið.
Annar strætisvagn kom, sem átti leið út úr borg-
inrii. Hann var nýr, rúmgóður og tómur. Við geng-
mn inn. Á svipstundu (eftir lclukkustund sam-,
kvæml úrinu) var vagninn kominn á leiðarenda,
og við vorum stödd á fögrum stað með fjöl-
mörgum görðum en fáum húsum.
Við gengum eftir veginum, spjölluð-
um um spítalann og sjúklingana,
um yfirhjúkrunarkonuna og
læknana og prófessor-
inn sem