Vikan - 19.10.1967, Side 20
memFYLLi
fCfPFT
FRAMHALDSSA6AN
NAISMITH
3. HLUTI
EFTIR
MARIAN
Ég álít sjálfa mig einhverja þá
heppnustu manneskju, sem ég veit
um. En eins og þú sjálf segir, slapp ég
frá þessu sambandi til þess aS gera ósködduð.
— Penný fyrir það, sem þú
ert að hugsa, sagði Adrienne
allt í einu.
— Ég var bara að hugsa um
hann. Þetta var heppilegur tími
fyrir svona óvænt happ. Næst-
um furðulegt, að það skyldi ger-
ast núna. Hann hlýtur að hafa
verið ófreskur. Gæddur fjarsýn-
isgáfu eða einhverju þesskonar.
— Hvenær uppgötvaðir þú, að
hann hefði verið trúlofaður
mömmu þinni? Var það eitthvað
í sambandi við erfðaskrána.
— Svo sannarlega. Það er
engin önnur skýring. Lögfræð-
ingur Sir Johns, herra Dallas,
sagði mér, að gamli maðurinn
hefði tekið það mjög skýrt fram,
að hann óskaði þess að Drum-
beat og, sem betur fer, meiri-
parturinn af auðæfum hans,
skyldi verða eign einkadóttur
Margaret Blair. Það hljómar
kannske sjálfselskufullt, en þú
getur kannske ímyndað þér,
hvernig það væri að fá upp-
lýsingar um, að maður hefði
erft dýrgrip eins og þennan, en
síðan orðið að selja hann af
því, að maður hefði ekki efni
á að halda honum?
Það fór hrollur um Julie. —
Nei, sannarlega ekki. Jafnvel
harðsoðnasti tækifærissinni
hefði forðazt slíkan möguleika.
Hún brosti við Adrienne. — Til-
finningarík og rómantísk kona
eins og þú, hefði einfaldlega
lagzt niður og dáið, með kram-
ið hjarta.
— Mjög sennilega. Aðeins líf-
laus hlutur eins og hús gæti
réttlætt svo dramatíska tilburði.
Ef þú ert ósammála mér, bið
ég þig fyrirgefningar, en það vill
svo til, að ég meina þetta.
Julie dreypti á glasinu. — Ég
er að velta því fyrir mér, hvort
þú vitir, hvað þetta hljómar
falskt og ólíkt þér. — En svona
eru tilfinningar mínar um þess-
ar mundir.
— Ég trúi ekki orði af þessu,
og ekki þú heldur, ef þú vilt
vera heiðarleg. Ekki heiðarleg
gagnvart mér, heldur sjálfri þér,
bætti hún snögg við, áður en
Adrienne vannst tækifæri til að
vísa þessu frá sér. — Upp á síð-
kastið höfum við ekkert talað
um það, sem gerðist milli þín
og Geoffrey Challoner, og ég
veit, að það er það síðasta, sem
þú trúir nokkrum fyrir, en þú
getur ekki lokað þig inni yfir
þessu leiðindamáli, það sem eftir
er ævinnar. Þú varst þrælhepp-
in að sleppa frá því, án varan-
legri afleiðinga en hjartasorgar,
en þú getur ekki lokað þig frá
allri umgengni við fólk og fé-
lagsskap. Julie rak upp vinsam-
legan og fyrirlitlegan hlátur í
senn. — Hlustaðu nú á mig!
Halelúja! Fram með bjöllu-
bumburnar! En í alvöru að tala
kæra Adrienne, það eru ekki all-
ir karlrhenn eins og Geoffrey
Challoner, og þú mátt ekki verða
svo beizk, að þú treystir engum
framar.
Adrienne starði á áhyggju-
svipinn á andliti vinkonu sinnar.
— Ég vona, að þú ætlir ekki að
segja mér, að það sé einhvers-
staðar karlmaður og bíði eftir
mér.
— Vertu ekki kaldhæðin,
Adrienne, það fer þér ekki vel.
Adrienne strauk sér um aug-
un. — Fyrirgefðu. Þetta var
barnalega og illa sagt. Ég veit,
að ég hefði ekki bjargað mér
úr þessu máli, án þinnar hjálp-
ar Julie, en vertu nú svo al-
mennileg að losa þig við þá
grillu, að ég hafi lagt fæð á
heiminn og fólk yfirleitt, ég hata
ekki einu sinni Geoffrey ....
Ég er sennilega allt of tilfinn-
ingarík. Þegar því var lokið
stóð mér hjartanlega á sama um
allt, um hríð. í mínum augum
var þetta hin eina, stóra ást,
og sú tilviljun að þetta skyldi
hefjast, þegar ég — að ég hélt
— var fullþroska og komin á
skynsaman aldur — væri ég ef
til vill lengur að komast yfir
það, en ég hefði verið yngri.
En þegar ég geri mér ljóst, að
Geoffrey var ekki og hafði aldr-
ei verið raunverulega ástfangin
af mér, hurfu mér allar tilfinn-
ingar. Það var það, sem gerði
mig hrædda. Ég var alveg dof-
in. Það var eins og ekkert hefði
áhrif á mig. Ég gat heyrt og séð
hræðilegustu hluti, án þess að
bregðast á nokkurn hátt við. Ég
segi þetta ekki til að hljóta með-
aumkun þína, Julie, en gerðu
mér þann greiða að prédika ekki
yfir mér um tilfinningalegt
kæruleysi. Ég á mikla ást og
umhyggju eftir. Hún kveikti sér
í sígarettu, dró að sér reykinn
og hallaði sér upp að stólbak-
inu. Ég álít sjálfa mig einhverja
þá heppnustu manneskju, sem ég
veit um. En eins og þú sjálf
segir, slapp ég frá þessu sam-
bandi til þess að gera ósködduð.
Ég á dásamlegt hús á einum
fegursta stað á landinu, hef all-
góðar tekjur, fyrsta flokks
manneskjur til að hugsa um mig,
og — hún reis á fætur og snerti
kinn Julie með vörunum —
bezta vin sem hægt er að eign-
ast. Hvers get ég óskað mér
frekar?
— Þarftu að spyrja um það?
Rödd Julie var létt, en svipur-
inn sagði sitt. Adrienne var
hrædd um, að hún færi lengra
út í hvað það væri, og breytti
um umræðuefni.
— Hvert langar þig að fara á
morgun, ef veðrið helzt gott?
Julie var svo kurteis að láta
hana ráða samtalinu. — Ég hef
aldrei komið til Broadway. Ég
veit að fólk álítur það vera orð-
ið nokkuð kaupsýslulegt nú, en
20 VIKAN 42- tM-