Vikan


Vikan - 19.10.1967, Side 22

Vikan - 19.10.1967, Side 22
VILTU KOMA MEÐ MÉR TIL AFRÍKU OG HJÁLPA MÉR AÐ TEMJA HLÉBARÐA? - HÖFUNDUR ÞESSARAR GREINAR, JOHAN BJERLÚV, HIKAÐI EKKI. HANN YFIRGAF SKRIFSTOF- UNA í STOKKHÓLMI OG LIFIR NÚ SPENNANDI ÚTILÍFI INNAN UM VILLIDÝR. VINIR MÍNIR VILLIDYRIN Eg gekk meðfram krókastígnum, sem ló í gegnum þéttan runnaskóginn. Við, hlið mér gekk hlébarðinn Kim. Allt í einu stanzaði Kim, og gekk svo út ó sléttu, vaxna háu grasi. Hann lagðist og fór að velta sér. Hann smá urraði, glaðlega þó, og virtist vera ákaflega ánægður. Svo reis hann upp, leit í kringum sig festi svo að lokum augun á mér. Broti úr sekúndu síðar stökk hann öskrandi fram. Ég var eldsnöggur að átta mig. Þegar hann kom á móti mér, í loftinu, sló ég hann af alefli, með flötum lófanum á trýnið. Kim féll um koll og veltist á iörðinni. Og þegar hann kom æðandi að mér aftur, gerði ég það sama. Við þriðju árásina var ég ekki nógu fljótur, svo hann fló af mér skyrtuna með klónum, en kjafturinn missti af handlegg mínum. Ég keyrði hnéð í brjóstkassa hans, svo hann missti jafnvægið, og valt um einu sinni ennþá. Kim reis svo upp og gekk til mín, þar sem ég stóð, með blæðandi höndina og sundurrifna skyrtu, reiðubúinn að slá hann. En þá breyttist augnaráð hans, hann kom alveg upp að mér, ýlfraði vingjarnlega og nuddaði sér utan í mig. Ég klappaði honum,- hættan var liðin hjá. Nokkru síðar skoðaði ég vandlega grasflötina, og fann þá nokkra minturunna, og það er sagt að sterk og röm lyktin af þeim hafi áhrif á kynhvatir karldýranna. Það geta sannarlega oft komið fyrir örlagarík augnablik, þegar næstu nágrannar manns eru hópur af hlébörðum, og ennþá undrast ég yfir því með sjálfum mér, hvað kom yfir mig, þegar ég yfirgaf rólegheitin á skrifstofustólnum, heima í Svíþjóð, og gerðizt hlébarðatemjari í Lobatsi í Austur-Botswana í Suður- Afríku. Upphaf þessa ævintýris átti sér stað fyrir fjórum árum, á einu af betri veitingahúsum Stokkhólmsborgar. Einn af vinum mínum, Christer Blomstrand, kynnti mig fyrir hávöxnum, sólbrúnum manni og elskulegri stúlku, sem bæði voru klædd kakifötum. Þetta voru feðginin Stan Lester og Joan dóttir hans. Stan hafði í mörg ár verið veiðimaður í Afríku. en svo hafði hann snúið við blaði og lagt byssuna til hliðar. Nú elti hann dýrin uppi með myndavél, verndaði þau og athugaði lifnaðar- hætti þeirra. Hann var staddur í Svíþjóð, þetta skipti, til að halda fyrirlestra og sýna kvikmyndir, sem hann hafði gert um hlébarða og hætti þeirra. Hann hafði jafnvel tamið nokkur dýr, til að geta betur kynnzt eðli þeirra og háttum. Að temja hlébarða? Það gat ekki verið mögulegt! En Stan gerði það, með alveg nýrri aðferð, eiginlega sál- fræðilegri aðferð, þar sem öll pyndingartæki voru bönnuð, tæki, sem sirkusfólk notar mikið eins og t. d. svipur, rafmagnsstafir og annað þvíumlíkt. Hann náði í hvolpa og ung dýr og lét þau alast upp í nánu sambandi við mennina. Og þetta heppnaðist ótrúlega vel. Tveim árum síðar, árið 1965, komst ég aftur í samband við þetta elskulega fólk. Christer var þá kvæntur Jean, sem þá gat ekki lengur hjálpað föður sínum með dýrin, Stan hafði beðið Christer að athuga fyrir sig hvort ég væri ekki fáanlegur að koma til hans, í hennar stað. Ég? Á hlébarðabúgarði? Ég í Austur-Botswana? Allt í einu var ég gripinn af ákafri löngun til að gera þetta. Ég fór beina leið til húsbónda mins, og sagði upp stöðu minni. Þegar ég sagði honum hvað ég ætlaði að gera horfði hann lengi og hugsandi á mig. Framhald á bls. 38. 22 VIKAN 42^ tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.