Vikan


Vikan - 19.10.1967, Side 24

Vikan - 19.10.1967, Side 24
Hann þurfti ekki annað Framhald af bls. 13. þeirra Gísli Sigurbjörnsson, fékk því til leiðar komið, að hann fengi að reyna sig á leiksviði í hlutverki þjónsins. En líklega hafa fáir notfært sér betur lítið þjónshlutverk en Alfred. Helztu eiginleikar hans sem leikara komu þá þegar í Ijós. Guðbrandur Jónsson, prófessor, var á þessum tíma leikgagnrýnandi og komst skemmtilega að orði í umsögn sinni um þjóninn: „Vel lék Alfred And- résson þjóninn; hann þurfti að kalla ekkert að segja og tókst það fram- úrskarandi vel!" Þetta voru orð að sönnu og átti eftir að koma betur í Ijós síðar. Ollum ber saman um, að Alfred hafi ekki þurft annað en sýna sig til þess að áhorfendur færu að hlæja. Haraldur Björnsson segir f bók sinni, „Sá svarti senuþjófur" frá skemmtilegu atviki, sem sýnir þetta glöggt: „Alfred Andrésson lék Hróbjart (í Skugga-Sveini), og meðan hann var á sviðinu sást ekkert annað. Allir íslendingar þekkja Alfred And- résson Hann er líklega bezti gam- anleikari sem við höfum átt, og ef hann hefði verið erlendis hefði hann orðið heimsfrægur. Hann hafði þann fágæta eiginleika, að hann þurfti blátt áfram ekki að hreyfa sig til þess að áhorfendur yrðu máttlausir af hlátri. Ég hafði upp- runaiega ætlað að nota hann til að leika skrifarann í réttinum líka til að spara leikara. En á æfingum tók ég eftir þvf, að ef einhver var f salnum þá engdist hann sundur og saman af hlátri strax og Alfred kom inn á sviðið, þótt hann segði ekki eitt einasta orð. — Ég get ekki haft þig í þessu hlutverki, sagði ég við hann. Þetta er alvarlegt atriði og salurinn ligg- ur emjandi af hlátri. — Nú, ég geri ekkert, sagði hann. — Nei, þú gerir ekkert. Þú ert bara svona. Þú veizt hvað þitt and- lit hefur að segja. Og allt og sumt sem hann gerði var að sitja og skrifa . . ." Brynjólfur Jóhannesson tekur f sama streng í bók sinni, „Karlar eins og ég": „ . . . Hann var svo vinsæll að af bar. Og það var segin saga, þó hann gerði ekki nema sýna sig — að bá gall við óstöðvandi hlátur". 24 VIKAN 42'tbl' TVEIR HEIMSFRÆGIR STÓRSNILUNGAR. En enginn verður óbarinn biskup. Alfred varð ekki þjóðfrægur gam- anleikari á einu kvöldi. Hann þurfti eins og flestir aðrir að sigrast á ýmsum torfærum á leið sinni að settu marki, fikra sig áfram hægt og hægt. Annað hlutverk hans var lögregluþjónn í „Draugalestinni". Hann þótti handjárna Friðfinn Guð- jónsson einkar fimlega, en annars var þetta ekki öllu veigameira hlut- verk en þjónninn. Fyrsta meirihátt- ar hlutverk sitt lék Alfred í barna- leikritinu „Litli Kláus og Stóri Kláus", og þar söng hann í fyrsta sinn. 1932 lék Alfred f „Silfuröskjun- um" eftir John Galsworthy og „Af- ritinu" eftir Helge Krogh. Hann vakti enga sérstaka athygli áhorf- enda, og gagnrýnendur voru spar- ir á hrósið. Gagnrýnandi Morgun- blaðsins, Kristján Albertsson, sagði að leikur hans í einu af aðalhlut- verkunum í „Silfuröskjunum" hafi verið „daufur, einhljóða og syfj- andalegur". En jafnt og þétt stígur hann í áliti hjá áhorfendum og gagnrýn- endum. Þetta sést vel, ef teknar eru þrjár klausur úr leikdómum eftir dr. Guðbrand Jónsson frá þess- um árum: ,,A.A. var snotur í hlutverki hálf- hryggbrotins elskhuga." (Karlinn í kassanum, 1931—32) „A.A. lék kolsvartan halablá- mann og náhvítan og uppstrokinn skraddara með Ijómandi góðri kýmni." (Réttvísin gegn Mary Dug- an, 1932-33) „A.A. lék revy-höfundinn af hreinni snilld." (Karlinn f krepp- unni, 1933). Alfred byrjaði snemma að flytja gamanþætti og vísur á skemmtun- um bæði einn og með öðrum. Bryn- jólfur Jóhannesson segir í bók sinni frá einu af fyrstu skiptunum, sem Alfred kom fram á þann hátt: „A þessum árum kom Sigurjón Pétursson frá Álafossi upp einasta útileikhúsi, sem ég veit til að hafi starfað hér á landi. Þar var sæmi- legt yfirbyggt leiksvið, en áhorf- endur sátu í stórri grasigróínni brekku gegnt sviðinu. Þarna hélt Sigurjón skemmtanir á sumrin til ágóða fyrir sundlaugarbyggingu á Álafossi, og fékk hann mig oft og iðulega til að koma þar fram. Eitt sinn sem oftar átti ég að skemmta á Álafossi og fékk þá ungan og álitlegan gamanleikara, sem að vísu var þá lítið þekktur, til að flytja með mér stuttan skop- þátt. Sigurjón hafði jafnan þann sið að kynna skemmtiatriði sín sjálf- ur. Og þegar kom að okkur vatt hann sér fram á sviðið og sagði: — Jæja, þá er nú komið að hinni stóru stund. Hingað eru sem sé komnir tveir stór-leiksnillingar til að skemmta okkur, báðir næstum heimsfrægir menn. Það er vinur okkar gamli, Brynjólfur Jóhannes- son og hinn ... En hér rak Sigurjón í vörðurnar og mundi nú ekki hvað hinn snill- ingurinn hét. Hann varð að kalla til mín inn fyrir fortjaldið: — Heyrðu, hvað heitir hann nú aftur þessi? — Alfred, anzaði ég. — Alfred, já einmitt, Alfred. — Brynjólfur og Alfred — og takið þið nú vel á móti þeim. Sigurjón stjórnaði því sjálfur að röggsamlega væri klappað fyrir okkur, og við „snillingarnir" flutt- um þennan þátt oft saman síðan. En eftir þetta leið ekki á löngu unz allir þekktu Alfred Andrésson." PRENTSMIÐJUDANSKA OG YRJÓTTUR TVÍDFRAKKI. Veturinn 1933—'34 leikur Alfred hvert hlutverkið á fætur öðru, og upp frá því má segja, að hann fylli flokk helztu leikara bæjarins. Eitt bezta hlutverk sitt lék hann þennan vetur, Hallvarð í „Manni og konu" eftir Jón Thoroddsen. Þetta hlutverk lék hann oftast sinna hlutverka eða alls 82 sinnum. Hann lék bráð- skemmtilegan vinnumann í „Við sem vinnum eldhússtörfin", og einn- ig Preben Klingenberg í leikritinu „Á móti sól" eftir Helge Krogh. — Lárus Sigurbjörnsson segir f grein sinni, að það hlutverk hafi markað tímamót á leikferli Alfreds. Næsta vetur lék Alfred í þremur af fjórum leikritum, sem Gunnar Hansen setti á svið fyrir Leikfélag Reykjavíkur. Einnig lék hann Kristj- án búðarmann í „Pilti og stúlku", er Indriði Waage setti á svið. Möll- er kaupmann lék Gunnar Hansen og vakti hrognamál þeirra sitt með hverju móti mikla kátínu leikhús- gesta. íslendingurinn talaði prent- smiðjudönsku eins og hún gerist hvað bezt og skemmtilegust, en Daninn fslenzku — eins og kartafla stæði föst í hálsinum á honum. Það var einmitt um þetta leyti sem Alfred kynntist eiginkonu sinni, Ingu Þórðardóttur, og frásögn henn- ar af fyrsta fundi þeirra hljóðar SVO: „Við minnfumst oft með kímni okkar fyrstu kynna, sem voru í rauninni svo ólík daglegri fram- komu okkar. Þetta var á fínum dansleik á Borginni. Við næsta borð sat huggulegur hrokkinkollur. Ég fór eitthvað að horfa á hann, og þá hneigði hann höfuðið í áttina til mín eins og hann vildi bjóða mér upp í dans. Ég var nýkomin frá Danmörku og hugsaði með mér: „Það eru nú meiri dónarnir þessir Islendingar, að nenna ekki einu sinni að standa á fætur til að bjóða upp dömunum". Ég geri mér því lítið fyrir, fitja upp á nefið og rek út úr mér tunguna framan í hann. Þegar næsti dans hefst — kemur þá ekki maðurinn til mín og hneig- ir sig nú pent og fallega. Fer bara vel á með okkur, nema hvað ég botna ekkert í því, að hann talar tóma prentsmiðjudönsku. Það kom í Ijós, að þetta var Al- fred Andrésson, upprennandi gam- anleikari og hafði nýlega leikið Kristján búðarmann í „Pilti og stúlku". Það má segja, að þetta hafi ver- ið fastmælum bundið hjá okkur strax við fyrsta fund. En þótt at- vikið á Borginni lýsi fyrstu kynnum okkar, þá hafði Alfred komið við sögu lífs míns áður með dálítið óvenjulegum hætti: Veturinn 1931 var ég hér í Reykjavik í sex mánuði. Stundum kom fyrir, að ég mætti ungum, mjög alvarlegum manni á Laugaveginum í hádeginu. Hann leit aldrei á mig, leit I rauninni hvorki til hægri né vinstri. Hann var klæddur yrjóttum tvídfrakka. Ég reyndi eftir beztu getu að vekja athygli hans á mér, en það var ekki nokkur leið. Löngu síðar spurði ég Alfred, hvort ekki væri hugsanlegt, að hann hefði gengið þarna upp Laugaveg- inn í hádeginu. Jú, auðvitað gat það verið. Þá spurði ég hann, hvort hann hefði átt yrjóttan tvídfrakka. Nei, hann mundi ekki eftir því. Enn síðar var ég stödd hjá svil- konu minni. Hún var að sauma kápu handa dóttur sinni upp úr gömlum frakka. Þegar ég sá rytj- urnar af honum, þekkti ég strax efnið. Ég spurði hvar hún hefði fengið þennan frakka. Og svarið kom um hæl: Alfred hafði gefið henni hann . .." ☆

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.