Vikan


Vikan - 19.10.1967, Qupperneq 28

Vikan - 19.10.1967, Qupperneq 28
pilusum og nærfötum, þau eru öll að hrynja af mér. Ég lief lézt svo mikið að fólk grunar mig meira að segja um að vera ástfangna.“ Mamma giftist stuttu síðar. Hún og maður iiennar fluttu til Moskvu. Hún hóf störf undir stjórn L. A. Fótíjevu í ráðu- neyti Leníns. Við börn sín var mamma ákveðin og f jarlæg. Það var ekki kuldi eða ástleysi, en liún krafðist mikils bæði af sjálfri sér og okkur. í minum huga er mamma alltaf einstaklega fall- eg. Ég man ekki andlit liennar, en ég hef á tilfinningunni að liún hafi verið fögur, tiguleg, léttstíg, og að hún angaði alltaf af góðu ilmvatni. Sjaldan kyssti hún mig eða strauk á mér hárið. Pabbi hins vegar var alltaf að lialda á mér, smella á mig háværum, rökum kossum og kalla mig gælu- nöfnum svo sem „litli spörfuglinn1 og „litla flugan.“ Einu sinni eyðilagði ég nýjan borðdúk með skærum. Mamma sló á hendurnar á mér svo ég sárfann til. Ég grét svo liátt að pabbi kom og tók um hendurnar á mér. Hann kyssti mig og huggaði og þaggaði niður í mér. Hann þoldi ekki að heyra barn gráta eða æpa og stundum forðaði hann mér frá likamlegri refsingu. Þetta er eina bréfið, sem ég á frá mömmu til mín. Það er skrifað 1930 eða 31: „Ilalló, Svetlanoska. Ég var að fá bréf frá Vasja um að litla stúlkan mín haldi áfram að vera hræðilega óþæg. Mér þykir óskaplega leiðin- legt að fá svona bréf um litlu stúlkuna mína. Ég hélt það hefði verið stór, skynsöm stúlka, sem ég fór frá, en nú kemur í Ijós að hún er bara lítil stúlka, þegar allt kemur til alls og kann ekki að haga sér eins og fullorðin manneskja. Svetlan- oska, viltu nú lala við Natalíu Konstantínóvnu og ganga frá því að ég fái ekki fleiri svona bréf. Þegar þú ert búin að tala við liana, fáðu þá Vasja eða Nataliu Konstantínóvnu til að hjálpa þér að skrifa mér um álcvörðun þina. Þegar mamma fór, gaf litla stúlkan hennar mörg loforð, en nú sýnir sig að hún heldur þau ekki. Viltu skrifa mér og láta mig vita hvort þú ætlar að vera góð eða ekki. Þú verður að ákveða það, Þú ert stór stúlka og getur hugsað sjálf. Lestu nokkuð á rússnesku? Ég bíð eftir svari. Þín raamma." Bréf pabba voru allt öðru vísi. Hans bréf enduðu alltaf á „ég kyssi þig.“ Pabbi var alltaf að kj^ssa mig þangað til ég varð fullorðin. Og þar til ég varð um 16 ára, kallaði hann mig „Setönku.“ (Það kallaði ég mig sjálf þegar ég var lítil). Hann kallaði mig líka „ráðskonuna.“ Þegar ég bað hann um eitthvað, svaraði hann gjarnan: „Hvers vegna biðurðu bara? Skipaðu, og ég skal lilýða þegar i stað.“ Þannig byrjuðum við „skipanaleikinn", sem við lék- um þar til ég varð 16 ára. Hann fann upp annan leik líka. Hann bjó til fullkomna, litla stúlku, sem liét Lelka, sem fyrimynd handa mér. Lelka gerði alltaf það sem hún átli að gera og auðvitað hataði ég hana fyrir það. Pabbi var vanur að segja að hann liefði liitt Lelku „síðast í gær“ og hún hefði sagt þetta og þetta. Ég man að ég spurði fóstruna mína einu sinni: „Af liverju þykir mér vænna um afa en ömmu, en samt þykir mér vænna um mömmu en pabba?“ Fóslran varð háhneyksl- uð. Mamma var lítið hjá oklcur. Ilún var alltaf úli um hvipp- inn og livappinn. Hún hafði mikið að gera í vinnu og námi. Hún sá lil þess, að við liefðum nóg að gera líka. I einu af bréfum sínum, meðan hún var enn i skóla, bar liún fram þá kenningu, að „þvi meiri tíma, sem þú hefur, því latari verðurðu.“ Ilún var aðeins þrítug 1931. Hún var í Iðnaðarakademíunni að læra um gerviefni, nýja grein efnafræði á þeim tíma. Ritari flokksnefndarinnar í Akademíunni var ungur maður að nafni Nikíta Krúsjoff, sem Iiafði komið þangað beint frá Donbas. Hann varð að fullu starfsmaður flokksins eftir að bann útskrifaðist úr Akademíunni. Mamma vildi liafa sjálfstæða vinnu og hataði að vera „fyrsta kona konung- dæmisins.“ Hún var jmgst af heimilisfólkinu að undanskildum börn- unum. Hún var bara sjö árum eldri en elzti bróðir minn, Jakoff. Það fékk gífurlega á mömmu, þegar Jakoff reyndi að fremja sjálfsmorð 1928, eða það getur liafa verið 1929. Sem hetur fór særðist liann aðeins. Pabhi hæddist að lionum og hnussaði oft: „Ha! Hann gat ekki einu sinni skotið beint!“ Mamma var skelfingu lostin. Ég á margar myndir teknar heima hjá okkur. Mynd- irnar af mömmu verða dapurlegri og dapurlegri eftir því sem flett er lengra. Fyrirsetumyndirnar teknar i Moslcvu eru sorgmæddar og sýna konu sem er orðin þreytt á heim- inum og öllu hans prjáli. Hver og einn getur séð i svip að þetta er dæmd kona, deyjandi og þarfnast hjálpar. Nýlega sagði Anna móðursystir mín mér að mamma hefði hugsað um það æ meir liin siðari árin að yfirgefa pahba. Anna frænka segir að mamma hafi verið „lang- þjáður pislarvottur“ hjá pabha, að hann liafi verið tilfinn- ingalaus og önugur og tillitslaus og þelta hafi tekið mjög á hana þvi hún unni honum heitt. Eftir rifrildi milli þeirra 1926, þegar ég var sex mánaða, fór mamma með mig og bróður minn og fóstruna heim til afa í Leningrað og ætlaði að vera þar kyrr. Pabbi hringdi frá Moskvu og ætlaði að koma og sættast og fara með okkur öll lieim. En mamma svaraði, ekki alveg laus við meinfýsi: „Ég skal koma sjálf. Það verður of dýrt fyr- ir ríkið að þú farir að snúast hingað.“ Svo fórum við öll heim. Anna frænka bætir því við, að þessar allra síðustu vik- ur, meðan mamma var að ljúka við Akademíuna, liafi liún ætlað að setjast að hjá Redensfólkinu í Karkoff. Mamma afneitaði að fara í híl lil Akademíunnar eða svo mikið sem láta uppskátt við liina nemana hver hún væri. Pabbi fór líka stundum fótgangandi leiðar sinnar eins og annað fólk, þótt raunar lcysi hann heldur að fara í bil jafnvel þá. Fóstran min sagði mér, að rétt áður en mamma dó, hefði hún verið óvenjulega uppstökk og döpur. Einu sinni kom gamall vinur úr skólanum i Leningrað að hitta hana.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.