Vikan


Vikan - 19.10.1967, Side 34

Vikan - 19.10.1967, Side 34
FYRSTIR með STÆRRA rými 320 lítra DJÚP- FRYSTIRlNSSt Ákaflega vinsæll — langtum STÆRRA geymslurúm, mjög vandaður, ryðfrír, öruggur í notkun, slær sig ekki að utan... fljótvirkasta og bezta frystingin! KPS-djúpf ryst er ÖRUGGLEGA djúpfryst. Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2. VERZLUNIN BÚSLÓÐ v/ Nóatún. BALDUR JÓNSSON SF. Hverfisgötu 37. Vinir mínir viilidýrin Framhald af bls. 22 Ég fékk að fara, ón þess að taka tillit til uppsagnarfrests. Það var svo sem eðlilegt, það vill enginn hafa bandvitlausan mann í sinni þiónustu! Nokkrum vikum síðar var ég kominn til Afríku, og mér er minn- isstæður fyrsti dagurinn minn í Lo- batsi. Þegar ég stóð í fyrsta sinn andspænis lifandi hlébarða, var ekki laust við að é'g færi að hugsa um, hve fljótt ég aæti komist heim til Svíþjóðar. En ég ókvað að kyrkja slíkar hugsanir í fæðingunni, og bað Stan um að leyfa mér að fara strax inn í búrin. Hann sagði að það væri allt í lagi, en ég yrði að- eins að gæta þess, að hafa hlé- barðana alltaf við hlið mér, þeir ættu þó ekki eins hægt með að bíta mig........ Með þennan eina leiðarvísi gekk ég inn til dýranna. Ég dansaði um búrið, eins og nautabani, til að fylgja nókvæm- lega róði Stans, en ég róaðist strax, og gat farið að gæla við hlébarð- ana. Stan kenndi mér fljótlega ýmis- legt um venjur og eðli dýranna, og það bjargaði mér síðar fró alvar- legum hættum. Þegar ég hafði verið þarna f þrjór vikur, þurfti Stan að fara í fyrirlestraferð. Hann fékk mér lykl- ana að búrunum og bað mig fyrir dýrin sín. Nokkru efþr að Stan fór, gekk ég inn til lítillar hlébarðalæðu, sem var kölluð Satan, og hafði fró byrjun verið hænd að mér. Ég var í mestu makindum að leika við Satan, þegar Bull, sem er elzti hlébarðinn og er nú orðinn tíu óra, læddist að okkur, sýnilega af- brýðisamur út af því að ég var að leika við Satan. Svo tók hann und- ir sig stökk og öskraði að mér. Ég fann ískulda læðast hægt nið- ur eftir hryggnum ó mér. Þetta var alvara! Níutíu kíló af vöðvum, sentimet- ers langar vígtennur, ótjón hárbeitt- ar klær, — ef hann réðist á mig, var ég dauðadæmdur. Það eina sem ég gat gert var að blekkja hann. Ég þóttist vera alveg óhræddur, gekk beint að honum og hvæsti: — Þegiðu, Bull! Burt með þig! Hann snarstanzaði af undrun, og ég gætti þess vel að komast fast að hlið hans. Svo fór ég að tala rólega við hann og klóra honum á hálsinum. Hann varð svo undrandi að hann hætti alveg að urra, og eftir svolitla stund drattaðist hann í burtu. En ég viðurkenni fúslega, að ég var máttlaus í hnjánum, þeg- ar ég kom mér sjálfum út úr girð- ingunni. Þetta atvik með Bull varð mér mjög lærdómsríkt. Ég hefi oft síðan bjargað mér á sama hátt úr klóm dýranna. Tamningaraðferðir okkar eru, eins og ég hefi áður sagf, byggðar á margþættu trúnaðartrausti milli okkar og dýranna. Við byrjum venjulega með tveggja til þriggja mánaða hvolpa, en stundum heppn- ast líka að temja eldri dýr. Hlé- barðarnir búa eiginlega með okk- ur allan sólarhringinn. Þeim þykir t. d. ákaflega gaman að því að ferðast með okkur í bílnum. Einu sinni ók Stan í gegnum þorp, og sá þá konu sem kom of seint að strætisvagninum. Hann ók til henn- ar og bauð henni far. Hún varð himinlifandi, þakkaði fyrir sig og steig upp í bílinn. Eftir svolitla stund sagði Stan við hana, að hún skyldi ekki snúa sér við í sætinu, vegna þess að hann væri með hlé- barða í aftursætinu. Hún hló hjart- anlega að þessum brandara og sneri sér við. Þar sat Bull. Konan þagnaði, og kom ekki upp nokkru orði, það sem eftir var leið- arinnar. Þegar hún kom á áfanga- staðinn, stökk hún út úr bílnum, eins og kanína upp úr hatti töfra- manns. Stan hugsaði oft um það, hvað hún hefði sagt, þegar hún kom til vinnu sinnar þennan morgun, og hvort nokkur hefði trúað henni. Dagleg störf okkar eru auðvitað ekki laus við erfiði og áhyggjur. Það er ekkert auðhlaupið að því að gæta og temja átta hlébarða og tvö Ijón, . Mestu áhyggjurnar höfðum við af því að afla fæðu handa þessum hópi. Þau átu fyrir fimmtán þúsund krónur á mánuði. Það gefur að skilja, að við vor- um oft bitnir og klóraðir, og sárin fóru stundum illa með sig, vegna þess að klær dýranna voru óhrein- ar. í fyrstu notaði ég penisillin, en svo komst ég fljótt á lagið með auð- velda aðferð til að lækna sár; ég lét einfaldlega dýrin sleikja þau. Það er nefnilega mjög sóttkveikju- drepandi efni í slefu dýranna. — Þetta leiðrétti líka þann misskiln- ing, sem ég hafði alltaf heyrt tal- að um; að villidýrin yrðu blóðþyrst af því að finna bragð af blóði. Mig langaði mikið til að kynna mér svefnvenjur dýranna, En Stan áleit það of hættulegt að dveljast næturlangt hjá þeim, það væri ekki hægt að hafa fullkomlega gát á hreyfingum þeirra. En hann lét þó undan og leyfði mér að reyna. í fyrstu var ég aðeins í girð- ingu hlébarðanna á nóttunni. Það kom aldrei neitt óhapp fyrir, og ég komst að mörgu nýstárlegu. Ég svaf líka stundum hjá Ijónunum, en þeg- ar þau fóru að stækka, gat ég það ekki, því að þau voru ólm í að leggjast hjá mér og ofan á mig, og þau voru 150 kíló á þyngd. Fyrir hálfu ári síðan eignaðist Lady tvo hvolpa. Við höfðum í tæka tíð smíðað- sérstakt búr handa henni, eins konar fæðingarheimili. Síðustu tvær vikur fyrir fæðinguna fór ég að vera eins mikið með henni og ég gat, til þess að hún vendist návist minni. Þetta gerði ég í þeirri von að ég gæti verið við fæðinguna og jafnvel að ég gæti tekið myndir af þeim sögulega atburði. Þegar tími hennar nálgaðist, fór hún að æða fram og aftur um búr- ið. Ég var yfir henni til miðnættis, þá laumaðist ég í burtu til að fá mér svolítinn blund. Þegar ég kom aftur til hennar, lá hún í bæli sínu, með tvo grásprengda hnykla. Þeir gátu ekki verið meira en hálftíma gamlir, og Lady var í óða önn að sleikja þá. Ég opnaði hliðið að búr- inu, vel þess vitandi að það var stórháskalegt að nálgast villidýr með nýfædda unga. Ég fikraði mig varlega áfram að bælinu, og bjóst við henni á hverri sekúndu, en svo fann ég það á mér, að hún hafði ekkert á móti nærveru minni. Ég rétti varlega fram höndina og klappaði henni. Hún sleikti hana vingjarnlega. Ég var fyrir löngu búin að venja hana við blossann frá myndavél- inni, svo að nú gat ég tekið fiöld- ann allan af myndum af henni og hvolpunum. Ég tók hvolpana upp, til að kyngreina þá og vega ( hendi mér. Lady bærði ekkert á sér, og ég verð að viðurkenna að ég var bæði hreykinn og hamingjusamur, yfi.r þessu trausti, sem hún sýndi mér. Þetta bar vitni um það hve vel okk- ur Stan hafði tekizt með uppeldi dýranna. Stan og hlébarðar hans eru fyrir löngu orðnir vel þekktir um heim allan, gegnum kvikmyndir, sjón- varp og blöð. Það var margra ára þolinmæðiverk sem hann lagði á sig, og kostaði hann líka mikið. — Hann eyddi í þetta öllum eigum sínum, og konan hans yfirgaf hann. En Stan var hugsjónamaður, það var mesta áhugamá! hans að kynna sér háttu og venjur þessara dýra og að kynna þau fyrir umheiminum. Hann dáði þessi dýr sín og sleit sér út með of mikilli vinnu, til að fá endana til að mætast fjárhags- lega. Hann var lika orðinn þreytf- ur og slitinn maður. Fyrir nokkrum mánuðum komum við okkur saman um að ég skyldi reyna að fara í fyrirlestraferð um Evrópu, til að afla peninga til að stækka búgarðinn, gera hann að eins konar dýragarði, þar sem fólk gæti fengið að kynnast þessum dýr- um, og umgengni okkar við þau. En Stan var þreyttur og lasinn, þegar ég yfirgaf hann, og nokkr- um vikum síðar fékk ég tilkynningu um það að hann hefði látizt af hjartaslagi. Jean, dóttir hans, nefur nú tekið við hlébörðunum, og ég hefi ákveð- ið að vera á búgarði Stans. Það er einmanalegt að vera þarna án hans, en það er líka mikill heiður fyrir mig, að fá að halda áfram við lífsstarf hans 38 VIKAN 42- tbl

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.